Samkeppniseftirlitið skoði óeðlilegan hagnað kortafyrirtækja Höskuldur Kári Schram skrifar 7. febrúar 2016 18:57 Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að hagnaður greiðslukortafyrirtækja hér á landi sé óeðlilega mikill og vill að Samkeppniseftirlitið skoði málið. Fyrirtækin hafa á undanförnum árum hagnast um marga milljarða. Stærstu greiðslukortafyrirtæki landsins, Borgun og Valitor, högnuðust samtala um tæpan einn og hálfan milljarð árið 2014 en þar af nam hagnaður Borgunar tólf hundruð milljónum króna. Á aðalfundi Borgunar í byrjun síðasta árs var samþykkt að greiða út 800 milljón króna arð til hluthafa. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks furðar sig á því að fyrirtæki sem sinni greiðslumiðlun séu hagnast um jafn háar fjárhæðir. „Mér er sérstaklega hugsað til þjónustugjalda hjá kortafyrirtækjum núna. Vegna þess að það kemur á daginn að það verður til einhver ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og greiðsluhirðingu kortafyrirtækjanna, eins og Borgun er. Það er mér algjörlega óskiljanlegt að það skuli ekki vera fjallað um það hvernig þessi ofurhagnaður kemur fram. Hann kemur ekki fram af himnum ofan. Hann kemur beint úr vasa neytenda,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftirlitsstofnanir í öðrum löndum hafi verið að skoða starfsemi kortafyrirtækja og kallar eftir því að Samkeppniseftirlitið geri slíkt hið sama hér á landi. „Evrópusambandið hefur verið að horfa í kortafyrirtækin á undanförnum árum og ýmislegt hefur komið fram þar. Ég tel að Neytendastofa og Samkeppnieftirlitið eigi að líta til þessara atriðið því það er ekki eðlilegt að það skuli kom fram ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og þessari. þá er ég að tala um að það skuli verða til eitthvert ofurverð á fyrirtæki sem heitir Borgun,“ segir Vilhjálmur. Borgunarmálið Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að hagnaður greiðslukortafyrirtækja hér á landi sé óeðlilega mikill og vill að Samkeppniseftirlitið skoði málið. Fyrirtækin hafa á undanförnum árum hagnast um marga milljarða. Stærstu greiðslukortafyrirtæki landsins, Borgun og Valitor, högnuðust samtala um tæpan einn og hálfan milljarð árið 2014 en þar af nam hagnaður Borgunar tólf hundruð milljónum króna. Á aðalfundi Borgunar í byrjun síðasta árs var samþykkt að greiða út 800 milljón króna arð til hluthafa. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks furðar sig á því að fyrirtæki sem sinni greiðslumiðlun séu hagnast um jafn háar fjárhæðir. „Mér er sérstaklega hugsað til þjónustugjalda hjá kortafyrirtækjum núna. Vegna þess að það kemur á daginn að það verður til einhver ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og greiðsluhirðingu kortafyrirtækjanna, eins og Borgun er. Það er mér algjörlega óskiljanlegt að það skuli ekki vera fjallað um það hvernig þessi ofurhagnaður kemur fram. Hann kemur ekki fram af himnum ofan. Hann kemur beint úr vasa neytenda,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að eftirlitsstofnanir í öðrum löndum hafi verið að skoða starfsemi kortafyrirtækja og kallar eftir því að Samkeppniseftirlitið geri slíkt hið sama hér á landi. „Evrópusambandið hefur verið að horfa í kortafyrirtækin á undanförnum árum og ýmislegt hefur komið fram þar. Ég tel að Neytendastofa og Samkeppnieftirlitið eigi að líta til þessara atriðið því það er ekki eðlilegt að það skuli kom fram ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og þessari. þá er ég að tala um að það skuli verða til eitthvert ofurverð á fyrirtæki sem heitir Borgun,“ segir Vilhjálmur.
Borgunarmálið Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira