Til hvers að eiga banka? Bolli Héðinsson skrifar 9. febrúar 2016 07:00 Hvort á ríkið eða lífeyrissjóðirnir að eiga banka? Kannski að bæði ríkið og lífeyrissjóðirnir ættu að eiga þá í sameiningu? Stjórnvöld hafa heimild til að selja hluti ríkisins í bönkunum og stefna að því ótrauð. Einhverjir vilja að ríkið eigi banka svo hægt sé að lækka vexti, en vextir ráðast af hagstjórn og aðstæðum í efnahagslífinu en ekki því hverjir eiga bankana. Það er borin von að vextir verði eins og í nágrannalöndum okkar á meðan við höfum íslenska krónu. Það hefur 90 ára harmsaga krónunnar kennt okkur.Bónusar í bönkum eru á kostnað og ábyrgð ríkisins Hegðan starfsmanna bankanna þegar Borgun og Síminn voru seld hefur sýnt fram á að þeir silkihanskar sem voru notaðir við endurreisn bankanna voru mikil mistök. Ráðamenn bankanna virðast ekki átta sig á þætti þeirra í hruninu og að þar þurfi nýjar hugmyndir og allt önnur viðhorf að ráða en var fyrir hrun. Ein arfleifð hrunsins er að menn hafa talið sér trú um að laun og kjör yfirmanna í bönkum lúti öðrum lögmálum heldur en í fyrirtækjum yfirleitt. Þá gleymist að bónusar og há laun geta lækkað arðgreiðslur til eigendanna hvort sem það eru lífeyrissjóðir eða ríkið. Ef ríkið og/eða lífeyrissjóðirnir ættu bankana væri þeim í lófa lagið að ná bönkunum niður á jörðina í launamálum. Það getur ríkið gert með því einu að gera bönkunum ljóst að ef þeir fylgja ekki markaðri launastefnu ríkisins þá njóti viðkomandi banki ekki baktryggingar ríkisins á innlánum. Frammi fyrir því vali eiga bankarnir engan annan kost en að gangast inn á skilmála ríkisins.Spyrja lífeyrissjóðirnir „hvað gerðir þú í hruninu?“ Lífeyrissjóðirnir sem eru í eigu íslenskra launamanna eiga stóra hluti og jafnvel meirihluta í stórum og smáum fyrirtækjum hér á landi. Samt sem áður hafa lífeyrissjóðirnir ekki komið sér saman um samræmt launakerfi í þeim fyrirtækjum þar sem þeir gætu í sameiningu ráðið hvernig launum og bónusum væri háttað. Einnig hafa lífeyrissjóðirnir ekki heldur séð ástæðu til að spyrja þá sem sjóðirnir hafa ráðið til að stjórna fyrirtækjunum hvað þeir höfðust að í hruninu. Voru þeir e.t.v. gerendur í gjaldþrotum sem svo leiddu til tugmilljarða tjóns sjóðanna þó svo þeir hafi ekki verið sóttir til saka? Er sérstök ástæða hjá sjóðunum til að gera þessum einstaklingum hátt undir höfði og spenna launakröfur í þeim fyrirtækjum og öðrum upp úr öllu valdi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort á ríkið eða lífeyrissjóðirnir að eiga banka? Kannski að bæði ríkið og lífeyrissjóðirnir ættu að eiga þá í sameiningu? Stjórnvöld hafa heimild til að selja hluti ríkisins í bönkunum og stefna að því ótrauð. Einhverjir vilja að ríkið eigi banka svo hægt sé að lækka vexti, en vextir ráðast af hagstjórn og aðstæðum í efnahagslífinu en ekki því hverjir eiga bankana. Það er borin von að vextir verði eins og í nágrannalöndum okkar á meðan við höfum íslenska krónu. Það hefur 90 ára harmsaga krónunnar kennt okkur.Bónusar í bönkum eru á kostnað og ábyrgð ríkisins Hegðan starfsmanna bankanna þegar Borgun og Síminn voru seld hefur sýnt fram á að þeir silkihanskar sem voru notaðir við endurreisn bankanna voru mikil mistök. Ráðamenn bankanna virðast ekki átta sig á þætti þeirra í hruninu og að þar þurfi nýjar hugmyndir og allt önnur viðhorf að ráða en var fyrir hrun. Ein arfleifð hrunsins er að menn hafa talið sér trú um að laun og kjör yfirmanna í bönkum lúti öðrum lögmálum heldur en í fyrirtækjum yfirleitt. Þá gleymist að bónusar og há laun geta lækkað arðgreiðslur til eigendanna hvort sem það eru lífeyrissjóðir eða ríkið. Ef ríkið og/eða lífeyrissjóðirnir ættu bankana væri þeim í lófa lagið að ná bönkunum niður á jörðina í launamálum. Það getur ríkið gert með því einu að gera bönkunum ljóst að ef þeir fylgja ekki markaðri launastefnu ríkisins þá njóti viðkomandi banki ekki baktryggingar ríkisins á innlánum. Frammi fyrir því vali eiga bankarnir engan annan kost en að gangast inn á skilmála ríkisins.Spyrja lífeyrissjóðirnir „hvað gerðir þú í hruninu?“ Lífeyrissjóðirnir sem eru í eigu íslenskra launamanna eiga stóra hluti og jafnvel meirihluta í stórum og smáum fyrirtækjum hér á landi. Samt sem áður hafa lífeyrissjóðirnir ekki komið sér saman um samræmt launakerfi í þeim fyrirtækjum þar sem þeir gætu í sameiningu ráðið hvernig launum og bónusum væri háttað. Einnig hafa lífeyrissjóðirnir ekki heldur séð ástæðu til að spyrja þá sem sjóðirnir hafa ráðið til að stjórna fyrirtækjunum hvað þeir höfðust að í hruninu. Voru þeir e.t.v. gerendur í gjaldþrotum sem svo leiddu til tugmilljarða tjóns sjóðanna þó svo þeir hafi ekki verið sóttir til saka? Er sérstök ástæða hjá sjóðunum til að gera þessum einstaklingum hátt undir höfði og spenna launakröfur í þeim fyrirtækjum og öðrum upp úr öllu valdi?
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun