Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2016 19:15 Norskir fræðimenn telja, eftir rannsóknir fornsagna, að frægasta landnámskona Íslands, Auður djúpúðga, hafi verið ættuð frá bænum Hvammi við innanverðan Sognfjörð. Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. Auður djúpúðga nam Dalina alla, kallaði bæ sinn Hvamm og eftir honum fékk Hvammsfjörður nafn. Hún flúði til Íslands frá Skotlandi. Til eru talsverðar frásagnir sem tengjast lífi hennar á Bretlandseyjum. Þar stóðu karlmennirnir í kringum hana í stöðugum bardögum og tóku sér konungstign.Nær ekkert er vitað um æsku Auðar í Noregi en þar var afi hennar, Björn buna, frægur höfðingi, sagður úr Sogni, þar sem Aurlandsfjörður er meðal innfjarða. Norskir fræðimenn hafa varpað fram þeirri tilgátu að Auður hafi valið landnámsbæ sínum í Dölum nafnið Hvammur vegna þess að æskuslóðir hennar hafi verið á Aurlandi en þar finnst bæjarnafnið Kvam, eða Hvammur. Þessi kenning birtist í bók sem út kom í Noregi fyrir fimmtán árum eftir Anders Ohnstad sagnfræðing. Sonur hans, Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur, segir að þá ályktun megi draga af frásögnum sem bendi til að ættmenni Auðar djúpúðgu hafi forðast að sigla um Sognfjörð eftir að Haraldur hárfagri náði völdum í Noregi.Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur í Gudvangen á Aurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Haraldur hárfagri átti konungsgarð í Leikangri, norðanmegin í Sognfirði,“ segir Åsmund Ohnstad en íbúar þar voru hliðhollir konungi. Leiðin sem fara þurfti til að forðast Harald hárfagra og hans liðsmenn lá um annan fjörð og síðan fjallveg og hún bendi til þess að þau hafi komið frá Kvam, sem var höfðingjasetur til forna. „Með því að fara yfir fjöllin til Aurlands komust Auður og fólk hennar hjá því að sigla framhjá óvinum sínum,“ segir Åsmund. „Samkvæmt þessari kenningu er rökrétt að ætla að hún hafi verið frá Kvam í Aurlandi.“ Nánar er fjallað um Auði djúpúðgu í Landnemunum á Stöð 2.Séð út Aurlandsfjörð, sem er einn af innfjörðum Sognfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dalabyggð Landnemarnir Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Norskir fræðimenn telja, eftir rannsóknir fornsagna, að frægasta landnámskona Íslands, Auður djúpúðga, hafi verið ættuð frá bænum Hvammi við innanverðan Sognfjörð. Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. Auður djúpúðga nam Dalina alla, kallaði bæ sinn Hvamm og eftir honum fékk Hvammsfjörður nafn. Hún flúði til Íslands frá Skotlandi. Til eru talsverðar frásagnir sem tengjast lífi hennar á Bretlandseyjum. Þar stóðu karlmennirnir í kringum hana í stöðugum bardögum og tóku sér konungstign.Nær ekkert er vitað um æsku Auðar í Noregi en þar var afi hennar, Björn buna, frægur höfðingi, sagður úr Sogni, þar sem Aurlandsfjörður er meðal innfjarða. Norskir fræðimenn hafa varpað fram þeirri tilgátu að Auður hafi valið landnámsbæ sínum í Dölum nafnið Hvammur vegna þess að æskuslóðir hennar hafi verið á Aurlandi en þar finnst bæjarnafnið Kvam, eða Hvammur. Þessi kenning birtist í bók sem út kom í Noregi fyrir fimmtán árum eftir Anders Ohnstad sagnfræðing. Sonur hans, Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur, segir að þá ályktun megi draga af frásögnum sem bendi til að ættmenni Auðar djúpúðgu hafi forðast að sigla um Sognfjörð eftir að Haraldur hárfagri náði völdum í Noregi.Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur í Gudvangen á Aurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Haraldur hárfagri átti konungsgarð í Leikangri, norðanmegin í Sognfirði,“ segir Åsmund Ohnstad en íbúar þar voru hliðhollir konungi. Leiðin sem fara þurfti til að forðast Harald hárfagra og hans liðsmenn lá um annan fjörð og síðan fjallveg og hún bendi til þess að þau hafi komið frá Kvam, sem var höfðingjasetur til forna. „Með því að fara yfir fjöllin til Aurlands komust Auður og fólk hennar hjá því að sigla framhjá óvinum sínum,“ segir Åsmund. „Samkvæmt þessari kenningu er rökrétt að ætla að hún hafi verið frá Kvam í Aurlandi.“ Nánar er fjallað um Auði djúpúðgu í Landnemunum á Stöð 2.Séð út Aurlandsfjörð, sem er einn af innfjörðum Sognfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Dalabyggð Landnemarnir Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00