Einar: Þvílík frammistaða hjá liðinu Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 8. febrúar 2016 21:44 Einar var líflegur á hliðarlínunni að vanda. vísir "Púlsinn er örugglega helvíti hár en ég er bara í svo góðu formi að maður finnur ekki mikið fyrir þessu," sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, léttur í lund eftir eins marks sigur, 32-31, á Fram í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu. Einar var að vonum stoltur af sínum mönnum eftir leikinn. "Þetta var rosalegur leikur og þvílík frammistaða hjá liðinu," sagði Einar sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Stjörnunnar sem situr á toppnum í 1. deildinni. Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum, 18-14, að honum loknum. Einar var sammála blaðamanni Vísis að munurinn hefði getað verið enn meiri ef markmenn Stjörnunnar hefðu náð sér betur á strik. "Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og við áttum að vera með meiri forystu. Auðvitað eru markmennirnir hluti af liðinu en það voru 4-5 boltar sem þeir hefðu auðveldlega getað varið. En það er alltaf þetta ef og hefði og það þýðir ekkert að hugsa um það," sagði Einar. "Mér fannst við spila heilt yfir vel en við lentum tveimur mönnum færri í seinni hálfleik og það var kannski þá sem Frammararnir komust inn í leikinn. En við sýndum mikinn karakter með því að jafna og klára svo leikinn." Einar er fyrrverandi þjálfari Fram og hann segir að Stjörnumenn hafi lagt hörkulið að velli í kvöld. "Frammararnir eru með frábært lið og Gulli (Guðlaugur Arnarsson) er að gera frábæra hluti með liðið. Ég hrikalega stoltur af því að við stóðumst þetta áhlaup sem þeir komu með og við sýndum gríðarlegan karakter með því að klára þetta," sagði Einar. Valur, Haukar og Grótta eru einnig komin í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll 25. febrúar næstkomandi. En hvaða liði vill Einar helst mæta í undanúrslitunum? "Ég veit það ekki maður, mér er eiginlega alveg sama. Þetta eru allt frábær lið og sennilega þrjú bestu lið landsins eins og staðan er í dag. Við unnum Fram í dag og þessi lið eru svipuð að styrkleika, þannig að við getum unnið hvaða lið sem er," sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. 7. febrúar 2016 00:01 Grótta flaug í Höllina Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29. 8. febrúar 2016 21:05 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Valsmenn slógu út bikarmeistara ÍBV á þeirra eigin heimavelli í dag þegar Valsliðið vann tveggja marka sigur, 25-23, þegar liðin mættust út í Eyjum í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla. 7. febrúar 2016 17:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
"Púlsinn er örugglega helvíti hár en ég er bara í svo góðu formi að maður finnur ekki mikið fyrir þessu," sagði Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, léttur í lund eftir eins marks sigur, 32-31, á Fram í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í framlengingu. Einar var að vonum stoltur af sínum mönnum eftir leikinn. "Þetta var rosalegur leikur og þvílík frammistaða hjá liðinu," sagði Einar sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Stjörnunnar sem situr á toppnum í 1. deildinni. Stjörnumenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum, 18-14, að honum loknum. Einar var sammála blaðamanni Vísis að munurinn hefði getað verið enn meiri ef markmenn Stjörnunnar hefðu náð sér betur á strik. "Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og við áttum að vera með meiri forystu. Auðvitað eru markmennirnir hluti af liðinu en það voru 4-5 boltar sem þeir hefðu auðveldlega getað varið. En það er alltaf þetta ef og hefði og það þýðir ekkert að hugsa um það," sagði Einar. "Mér fannst við spila heilt yfir vel en við lentum tveimur mönnum færri í seinni hálfleik og það var kannski þá sem Frammararnir komust inn í leikinn. En við sýndum mikinn karakter með því að jafna og klára svo leikinn." Einar er fyrrverandi þjálfari Fram og hann segir að Stjörnumenn hafi lagt hörkulið að velli í kvöld. "Frammararnir eru með frábært lið og Gulli (Guðlaugur Arnarsson) er að gera frábæra hluti með liðið. Ég hrikalega stoltur af því að við stóðumst þetta áhlaup sem þeir komu með og við sýndum gríðarlegan karakter með því að klára þetta," sagði Einar. Valur, Haukar og Grótta eru einnig komin í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll 25. febrúar næstkomandi. En hvaða liði vill Einar helst mæta í undanúrslitunum? "Ég veit það ekki maður, mér er eiginlega alveg sama. Þetta eru allt frábær lið og sennilega þrjú bestu lið landsins eins og staðan er í dag. Við unnum Fram í dag og þessi lið eru svipuð að styrkleika, þannig að við getum unnið hvaða lið sem er," sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. 7. febrúar 2016 00:01 Grótta flaug í Höllina Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29. 8. febrúar 2016 21:05 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Valsmenn slógu út bikarmeistara ÍBV á þeirra eigin heimavelli í dag þegar Valsliðið vann tveggja marka sigur, 25-23, þegar liðin mættust út í Eyjum í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla. 7. febrúar 2016 17:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. 7. febrúar 2016 00:01
Grótta flaug í Höllina Grótta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er liðið valtaði yfir 1. deildarlið Fjölnis, 18-29. 8. febrúar 2016 21:05
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-25 | Bikarmeistararnir úr leik Valsmenn slógu út bikarmeistara ÍBV á þeirra eigin heimavelli í dag þegar Valsliðið vann tveggja marka sigur, 25-23, þegar liðin mættust út í Eyjum í átta liða úrslitum Coca Cola bikars karla. 7. febrúar 2016 17:00