Var Janet Yellen að senda Bandaríkin inn í efnahagslægð? Lars Christensen skrifar 20. janúar 2016 09:00 Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur síðasta hálfa árið staðið fast á þeirri skoðun sinni að Seðlabankinn ætti fljótlega að byrja að hækka vexti, og í desember hækkaði Seðlabankinn stýrivexti þrátt fyrir að bæði verðbólga og verðbólguspár séu langt fyrir neðan 2% verðbólgumarkmið bankans og þrátt fyrir að aðrir peningavísar, eins og vöxtur peningamagns og hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, hafi ekki sýnt neina þörf á hertari peningamálastefnu. Og áframhaldandi styrking dollarsins sendir sömu merki: Bíðið við – það er engin ástæða til að hækka vexti núna. Þrátt fyrir þetta var ekki nóg með að Yellen hækkaði vexti í desember heldur gaf hún – og aðrir í peningastefnunefndinni – merki um að það yrðu sennilega fjórar vaxtahækkanir á árinu 2016 – samanlagt 1% hærra vaxtastig. Af hverju hefur Yellen verið svona áköf í að hækka vextina? Einfalda ástæðan er að Yellen lítur á verðbólgu fyrst og fremst sem afleiðingu vinnumarkaðsþátta, og þar sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur farið sífellt minnkandi hefur Yellen dregið þá ályktun að launaskrið muni fljótlega aukast og að það muni þrýsta verðbólgu upp. Þetta er hin svokallaða Phillips-kúrfa, sem segir að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Phillips-kúrfan fékk óorð á sig á 8. áratugnum þegar sambandið brotnaði niður og bæði atvinnuleysi og verðbólga jukust á sama tíma. Þetta varð til þess að seðlabankar um allan heim drógu þá ályktun að Phillips-kúrfan væri ekki áreiðanlegt mælitæki þegar stjórnun peningamálastefnu væri annars vegar. Í staðinn varð almenn samstaða um að verðbólga væri – eins og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman var vanur að segja – alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, eða að minnsta kosti að seðlabankar ættu, almennt séð, að einbeita sér að því sem kalla mætti nafnvirðisþætti eins og verðbólgu, peningamagni og nafnvirði vergrar landsframleiðslu frekar en að raunverulegum þáttum eins og atvinnuleysi og raunverulegri vergri landsframleiðslu. En nú virðist Yellen í auknum mæli vera eins og barn Keynes-hugsunarinnar á 6. og 7. áratugnum (og Phillips-kúrfunnar) frekar en gagnbyltingar Miltons Friedman í peningastefnumálum sem varð til þess að seðlabankar um víða veröld lögðu Phillips-kúrfuna á hilluna. Það er þverstæðukennt að trúin á Phillips-kúrfuna á 8. áratugnum olli því að Seðlabanki Bandaríkjanna var með of slaka peningastefnu en hið gagnstæða á við í dag. Peningamagnssinnar sem líta á nafn- og markaðsvísa tala gegn vaxtahækkunum, en þeir sem trúa á Phillips-kúrfuna eins og Janet Yellen eru áfjáðir í að sjá vextina hækka. Afleiðingin er sú að Yellen virðist nú vera í miðjum klíðum við að gera mistök sem gætu valdið því að samdráttur verði aftur í bandarísku efnahagslífi á næstu ársfjórðungum. Við verðum allavega að álykta svo ef við lítum á þróunina á fjármálamörkuðum á síðustu vikum. Það er varla tilviljun að fjárhagserfiðleikar fyrirtækja hafa aukist eftir vaxtahækkun Seðlabankans í desember. Auðvitað er ekki hægt að skoða þessa fjárhagserfiðleika án þess að líta einnig til Kína, en þá ber að hafa í huga að kínverska gengið er hálfbundið viðBandaríkjadollar og að peningamálastefna Bandaríkjanna ákvarðar í raun hvað gerist í kínverskri peningamálastefnu, og í þeim skilningi hefur Yellen ekki aðeins hert of snemma á peningamálastefnu Bandaríkjanna – hún hefur í raun einnig hert á peningamálastefnu Kínverja og með því hugsanlega ýtt tveimur stærstu hagkerfunum nær samdrætti. Hversu slæmt ástandið verður er að verulegu leyti undir því komið hve þrjósk Janet Yellen verður varðandi vaxtahækkanirnar. Vonandi áttar hún sig fljótlega á að Phillips-kúrfan er ekkert betri peningavísir núna en hún var á áttunda áratugnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur síðasta hálfa árið staðið fast á þeirri skoðun sinni að Seðlabankinn ætti fljótlega að byrja að hækka vexti, og í desember hækkaði Seðlabankinn stýrivexti þrátt fyrir að bæði verðbólga og verðbólguspár séu langt fyrir neðan 2% verðbólgumarkmið bankans og þrátt fyrir að aðrir peningavísar, eins og vöxtur peningamagns og hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, hafi ekki sýnt neina þörf á hertari peningamálastefnu. Og áframhaldandi styrking dollarsins sendir sömu merki: Bíðið við – það er engin ástæða til að hækka vexti núna. Þrátt fyrir þetta var ekki nóg með að Yellen hækkaði vexti í desember heldur gaf hún – og aðrir í peningastefnunefndinni – merki um að það yrðu sennilega fjórar vaxtahækkanir á árinu 2016 – samanlagt 1% hærra vaxtastig. Af hverju hefur Yellen verið svona áköf í að hækka vextina? Einfalda ástæðan er að Yellen lítur á verðbólgu fyrst og fremst sem afleiðingu vinnumarkaðsþátta, og þar sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur farið sífellt minnkandi hefur Yellen dregið þá ályktun að launaskrið muni fljótlega aukast og að það muni þrýsta verðbólgu upp. Þetta er hin svokallaða Phillips-kúrfa, sem segir að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Phillips-kúrfan fékk óorð á sig á 8. áratugnum þegar sambandið brotnaði niður og bæði atvinnuleysi og verðbólga jukust á sama tíma. Þetta varð til þess að seðlabankar um allan heim drógu þá ályktun að Phillips-kúrfan væri ekki áreiðanlegt mælitæki þegar stjórnun peningamálastefnu væri annars vegar. Í staðinn varð almenn samstaða um að verðbólga væri – eins og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman var vanur að segja – alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, eða að minnsta kosti að seðlabankar ættu, almennt séð, að einbeita sér að því sem kalla mætti nafnvirðisþætti eins og verðbólgu, peningamagni og nafnvirði vergrar landsframleiðslu frekar en að raunverulegum þáttum eins og atvinnuleysi og raunverulegri vergri landsframleiðslu. En nú virðist Yellen í auknum mæli vera eins og barn Keynes-hugsunarinnar á 6. og 7. áratugnum (og Phillips-kúrfunnar) frekar en gagnbyltingar Miltons Friedman í peningastefnumálum sem varð til þess að seðlabankar um víða veröld lögðu Phillips-kúrfuna á hilluna. Það er þverstæðukennt að trúin á Phillips-kúrfuna á 8. áratugnum olli því að Seðlabanki Bandaríkjanna var með of slaka peningastefnu en hið gagnstæða á við í dag. Peningamagnssinnar sem líta á nafn- og markaðsvísa tala gegn vaxtahækkunum, en þeir sem trúa á Phillips-kúrfuna eins og Janet Yellen eru áfjáðir í að sjá vextina hækka. Afleiðingin er sú að Yellen virðist nú vera í miðjum klíðum við að gera mistök sem gætu valdið því að samdráttur verði aftur í bandarísku efnahagslífi á næstu ársfjórðungum. Við verðum allavega að álykta svo ef við lítum á þróunina á fjármálamörkuðum á síðustu vikum. Það er varla tilviljun að fjárhagserfiðleikar fyrirtækja hafa aukist eftir vaxtahækkun Seðlabankans í desember. Auðvitað er ekki hægt að skoða þessa fjárhagserfiðleika án þess að líta einnig til Kína, en þá ber að hafa í huga að kínverska gengið er hálfbundið viðBandaríkjadollar og að peningamálastefna Bandaríkjanna ákvarðar í raun hvað gerist í kínverskri peningamálastefnu, og í þeim skilningi hefur Yellen ekki aðeins hert of snemma á peningamálastefnu Bandaríkjanna – hún hefur í raun einnig hert á peningamálastefnu Kínverja og með því hugsanlega ýtt tveimur stærstu hagkerfunum nær samdrætti. Hversu slæmt ástandið verður er að verulegu leyti undir því komið hve þrjósk Janet Yellen verður varðandi vaxtahækkanirnar. Vonandi áttar hún sig fljótlega á að Phillips-kúrfan er ekkert betri peningavísir núna en hún var á áttunda áratugnum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun