Var Janet Yellen að senda Bandaríkin inn í efnahagslægð? Lars Christensen skrifar 20. janúar 2016 09:00 Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur síðasta hálfa árið staðið fast á þeirri skoðun sinni að Seðlabankinn ætti fljótlega að byrja að hækka vexti, og í desember hækkaði Seðlabankinn stýrivexti þrátt fyrir að bæði verðbólga og verðbólguspár séu langt fyrir neðan 2% verðbólgumarkmið bankans og þrátt fyrir að aðrir peningavísar, eins og vöxtur peningamagns og hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, hafi ekki sýnt neina þörf á hertari peningamálastefnu. Og áframhaldandi styrking dollarsins sendir sömu merki: Bíðið við – það er engin ástæða til að hækka vexti núna. Þrátt fyrir þetta var ekki nóg með að Yellen hækkaði vexti í desember heldur gaf hún – og aðrir í peningastefnunefndinni – merki um að það yrðu sennilega fjórar vaxtahækkanir á árinu 2016 – samanlagt 1% hærra vaxtastig. Af hverju hefur Yellen verið svona áköf í að hækka vextina? Einfalda ástæðan er að Yellen lítur á verðbólgu fyrst og fremst sem afleiðingu vinnumarkaðsþátta, og þar sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur farið sífellt minnkandi hefur Yellen dregið þá ályktun að launaskrið muni fljótlega aukast og að það muni þrýsta verðbólgu upp. Þetta er hin svokallaða Phillips-kúrfa, sem segir að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Phillips-kúrfan fékk óorð á sig á 8. áratugnum þegar sambandið brotnaði niður og bæði atvinnuleysi og verðbólga jukust á sama tíma. Þetta varð til þess að seðlabankar um allan heim drógu þá ályktun að Phillips-kúrfan væri ekki áreiðanlegt mælitæki þegar stjórnun peningamálastefnu væri annars vegar. Í staðinn varð almenn samstaða um að verðbólga væri – eins og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman var vanur að segja – alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, eða að minnsta kosti að seðlabankar ættu, almennt séð, að einbeita sér að því sem kalla mætti nafnvirðisþætti eins og verðbólgu, peningamagni og nafnvirði vergrar landsframleiðslu frekar en að raunverulegum þáttum eins og atvinnuleysi og raunverulegri vergri landsframleiðslu. En nú virðist Yellen í auknum mæli vera eins og barn Keynes-hugsunarinnar á 6. og 7. áratugnum (og Phillips-kúrfunnar) frekar en gagnbyltingar Miltons Friedman í peningastefnumálum sem varð til þess að seðlabankar um víða veröld lögðu Phillips-kúrfuna á hilluna. Það er þverstæðukennt að trúin á Phillips-kúrfuna á 8. áratugnum olli því að Seðlabanki Bandaríkjanna var með of slaka peningastefnu en hið gagnstæða á við í dag. Peningamagnssinnar sem líta á nafn- og markaðsvísa tala gegn vaxtahækkunum, en þeir sem trúa á Phillips-kúrfuna eins og Janet Yellen eru áfjáðir í að sjá vextina hækka. Afleiðingin er sú að Yellen virðist nú vera í miðjum klíðum við að gera mistök sem gætu valdið því að samdráttur verði aftur í bandarísku efnahagslífi á næstu ársfjórðungum. Við verðum allavega að álykta svo ef við lítum á þróunina á fjármálamörkuðum á síðustu vikum. Það er varla tilviljun að fjárhagserfiðleikar fyrirtækja hafa aukist eftir vaxtahækkun Seðlabankans í desember. Auðvitað er ekki hægt að skoða þessa fjárhagserfiðleika án þess að líta einnig til Kína, en þá ber að hafa í huga að kínverska gengið er hálfbundið viðBandaríkjadollar og að peningamálastefna Bandaríkjanna ákvarðar í raun hvað gerist í kínverskri peningamálastefnu, og í þeim skilningi hefur Yellen ekki aðeins hert of snemma á peningamálastefnu Bandaríkjanna – hún hefur í raun einnig hert á peningamálastefnu Kínverja og með því hugsanlega ýtt tveimur stærstu hagkerfunum nær samdrætti. Hversu slæmt ástandið verður er að verulegu leyti undir því komið hve þrjósk Janet Yellen verður varðandi vaxtahækkanirnar. Vonandi áttar hún sig fljótlega á að Phillips-kúrfan er ekkert betri peningavísir núna en hún var á áttunda áratugnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur síðasta hálfa árið staðið fast á þeirri skoðun sinni að Seðlabankinn ætti fljótlega að byrja að hækka vexti, og í desember hækkaði Seðlabankinn stýrivexti þrátt fyrir að bæði verðbólga og verðbólguspár séu langt fyrir neðan 2% verðbólgumarkmið bankans og þrátt fyrir að aðrir peningavísar, eins og vöxtur peningamagns og hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, hafi ekki sýnt neina þörf á hertari peningamálastefnu. Og áframhaldandi styrking dollarsins sendir sömu merki: Bíðið við – það er engin ástæða til að hækka vexti núna. Þrátt fyrir þetta var ekki nóg með að Yellen hækkaði vexti í desember heldur gaf hún – og aðrir í peningastefnunefndinni – merki um að það yrðu sennilega fjórar vaxtahækkanir á árinu 2016 – samanlagt 1% hærra vaxtastig. Af hverju hefur Yellen verið svona áköf í að hækka vextina? Einfalda ástæðan er að Yellen lítur á verðbólgu fyrst og fremst sem afleiðingu vinnumarkaðsþátta, og þar sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur farið sífellt minnkandi hefur Yellen dregið þá ályktun að launaskrið muni fljótlega aukast og að það muni þrýsta verðbólgu upp. Þetta er hin svokallaða Phillips-kúrfa, sem segir að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Phillips-kúrfan fékk óorð á sig á 8. áratugnum þegar sambandið brotnaði niður og bæði atvinnuleysi og verðbólga jukust á sama tíma. Þetta varð til þess að seðlabankar um allan heim drógu þá ályktun að Phillips-kúrfan væri ekki áreiðanlegt mælitæki þegar stjórnun peningamálastefnu væri annars vegar. Í staðinn varð almenn samstaða um að verðbólga væri – eins og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman var vanur að segja – alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, eða að minnsta kosti að seðlabankar ættu, almennt séð, að einbeita sér að því sem kalla mætti nafnvirðisþætti eins og verðbólgu, peningamagni og nafnvirði vergrar landsframleiðslu frekar en að raunverulegum þáttum eins og atvinnuleysi og raunverulegri vergri landsframleiðslu. En nú virðist Yellen í auknum mæli vera eins og barn Keynes-hugsunarinnar á 6. og 7. áratugnum (og Phillips-kúrfunnar) frekar en gagnbyltingar Miltons Friedman í peningastefnumálum sem varð til þess að seðlabankar um víða veröld lögðu Phillips-kúrfuna á hilluna. Það er þverstæðukennt að trúin á Phillips-kúrfuna á 8. áratugnum olli því að Seðlabanki Bandaríkjanna var með of slaka peningastefnu en hið gagnstæða á við í dag. Peningamagnssinnar sem líta á nafn- og markaðsvísa tala gegn vaxtahækkunum, en þeir sem trúa á Phillips-kúrfuna eins og Janet Yellen eru áfjáðir í að sjá vextina hækka. Afleiðingin er sú að Yellen virðist nú vera í miðjum klíðum við að gera mistök sem gætu valdið því að samdráttur verði aftur í bandarísku efnahagslífi á næstu ársfjórðungum. Við verðum allavega að álykta svo ef við lítum á þróunina á fjármálamörkuðum á síðustu vikum. Það er varla tilviljun að fjárhagserfiðleikar fyrirtækja hafa aukist eftir vaxtahækkun Seðlabankans í desember. Auðvitað er ekki hægt að skoða þessa fjárhagserfiðleika án þess að líta einnig til Kína, en þá ber að hafa í huga að kínverska gengið er hálfbundið viðBandaríkjadollar og að peningamálastefna Bandaríkjanna ákvarðar í raun hvað gerist í kínverskri peningamálastefnu, og í þeim skilningi hefur Yellen ekki aðeins hert of snemma á peningamálastefnu Bandaríkjanna – hún hefur í raun einnig hert á peningamálastefnu Kínverja og með því hugsanlega ýtt tveimur stærstu hagkerfunum nær samdrætti. Hversu slæmt ástandið verður er að verulegu leyti undir því komið hve þrjósk Janet Yellen verður varðandi vaxtahækkanirnar. Vonandi áttar hún sig fljótlega á að Phillips-kúrfan er ekkert betri peningavísir núna en hún var á áttunda áratugnum.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar