Sakar Birgittu um að ausa þingmenn auri og lygum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 20:44 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Birgittu Jónsdóttur þingmann Pírata um það að ata aðra þingmann auri og lygum á Alþingi í dag. Hún segir styrki fyrirtækja til þingmanna hafa áhrif á störf þeirra. Ásmundur Friðriksson ítrekaði andstöðu sína við þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum á Alþingi í dag. Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stóli að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. janúar síðast liðinn þar sem fjallað var um viðskiptabannið segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar auri og lygum með því. En því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá þingmanninum Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Ásmundur. Vitnaði þingmaðurinn síðan til ummæla Birgittu. Birgitta sagðist aðeins hafa bent á að hagsmuni kynnu að ráða för þegar kæmi að málefnum útgerðarinnar og gögn um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og þingmenn hans lægju fyrir. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann,“ sagði Birgitta og sagði auðvelt að fletta upp styrkjum til Ásmundar og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur sagði að það væri engin launung hvaða stuðning hann hefði fengið í prófkjöri sem væri um 100 þúsund frá einu útgerðarfyrirtæki. Birgitta og aðrir þingmenn ættu að skammast sín fyrir málflutninginn. Yfirlit yfir styrki Ásmundar má sjá í frétt frá því fyrr í dag. Birgitta sagðist hins vegar aldrei hafa nafngreint Ásmund í umræddu viðtali en hún aftur á móti kynnt sér styrki útgerðarfyrirtækja til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. „Ef að þingmenn þola ekki að heyra að það er klárlega þannig að ef maður er styrktur af fyrirtækjum, þá mun það alltaf hafa einhver áhrif á dómgreind manns. Þess vegna hef ég verið alfarið á móti því að flokkar og þingmenn þiggi fjárstuðning frá fyrirtækjum,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir "Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Birgittu Jónsdóttur þingmann Pírata um það að ata aðra þingmann auri og lygum á Alþingi í dag. Hún segir styrki fyrirtækja til þingmanna hafa áhrif á störf þeirra. Ásmundur Friðriksson ítrekaði andstöðu sína við þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum á Alþingi í dag. Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stóli að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. janúar síðast liðinn þar sem fjallað var um viðskiptabannið segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar auri og lygum með því. En því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá þingmanninum Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Ásmundur. Vitnaði þingmaðurinn síðan til ummæla Birgittu. Birgitta sagðist aðeins hafa bent á að hagsmuni kynnu að ráða för þegar kæmi að málefnum útgerðarinnar og gögn um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og þingmenn hans lægju fyrir. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann,“ sagði Birgitta og sagði auðvelt að fletta upp styrkjum til Ásmundar og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur sagði að það væri engin launung hvaða stuðning hann hefði fengið í prófkjöri sem væri um 100 þúsund frá einu útgerðarfyrirtæki. Birgitta og aðrir þingmenn ættu að skammast sín fyrir málflutninginn. Yfirlit yfir styrki Ásmundar má sjá í frétt frá því fyrr í dag. Birgitta sagðist hins vegar aldrei hafa nafngreint Ásmund í umræddu viðtali en hún aftur á móti kynnt sér styrki útgerðarfyrirtækja til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. „Ef að þingmenn þola ekki að heyra að það er klárlega þannig að ef maður er styrktur af fyrirtækjum, þá mun það alltaf hafa einhver áhrif á dómgreind manns. Þess vegna hef ég verið alfarið á móti því að flokkar og þingmenn þiggi fjárstuðning frá fyrirtækjum,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir "Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
"Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17