Sakar Birgittu um að ausa þingmenn auri og lygum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 20:44 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Birgittu Jónsdóttur þingmann Pírata um það að ata aðra þingmann auri og lygum á Alþingi í dag. Hún segir styrki fyrirtækja til þingmanna hafa áhrif á störf þeirra. Ásmundur Friðriksson ítrekaði andstöðu sína við þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum á Alþingi í dag. Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stóli að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. janúar síðast liðinn þar sem fjallað var um viðskiptabannið segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar auri og lygum með því. En því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá þingmanninum Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Ásmundur. Vitnaði þingmaðurinn síðan til ummæla Birgittu. Birgitta sagðist aðeins hafa bent á að hagsmuni kynnu að ráða för þegar kæmi að málefnum útgerðarinnar og gögn um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og þingmenn hans lægju fyrir. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann,“ sagði Birgitta og sagði auðvelt að fletta upp styrkjum til Ásmundar og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur sagði að það væri engin launung hvaða stuðning hann hefði fengið í prófkjöri sem væri um 100 þúsund frá einu útgerðarfyrirtæki. Birgitta og aðrir þingmenn ættu að skammast sín fyrir málflutninginn. Yfirlit yfir styrki Ásmundar má sjá í frétt frá því fyrr í dag. Birgitta sagðist hins vegar aldrei hafa nafngreint Ásmund í umræddu viðtali en hún aftur á móti kynnt sér styrki útgerðarfyrirtækja til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. „Ef að þingmenn þola ekki að heyra að það er klárlega þannig að ef maður er styrktur af fyrirtækjum, þá mun það alltaf hafa einhver áhrif á dómgreind manns. Þess vegna hef ég verið alfarið á móti því að flokkar og þingmenn þiggi fjárstuðning frá fyrirtækjum,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir "Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýjustu tölur um losun Íslands Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Birgittu Jónsdóttur þingmann Pírata um það að ata aðra þingmann auri og lygum á Alþingi í dag. Hún segir styrki fyrirtækja til þingmanna hafa áhrif á störf þeirra. Ásmundur Friðriksson ítrekaði andstöðu sína við þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum á Alþingi í dag. Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stóli að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. janúar síðast liðinn þar sem fjallað var um viðskiptabannið segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar auri og lygum með því. En því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá þingmanninum Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Ásmundur. Vitnaði þingmaðurinn síðan til ummæla Birgittu. Birgitta sagðist aðeins hafa bent á að hagsmuni kynnu að ráða för þegar kæmi að málefnum útgerðarinnar og gögn um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og þingmenn hans lægju fyrir. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann,“ sagði Birgitta og sagði auðvelt að fletta upp styrkjum til Ásmundar og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur sagði að það væri engin launung hvaða stuðning hann hefði fengið í prófkjöri sem væri um 100 þúsund frá einu útgerðarfyrirtæki. Birgitta og aðrir þingmenn ættu að skammast sín fyrir málflutninginn. Yfirlit yfir styrki Ásmundar má sjá í frétt frá því fyrr í dag. Birgitta sagðist hins vegar aldrei hafa nafngreint Ásmund í umræddu viðtali en hún aftur á móti kynnt sér styrki útgerðarfyrirtækja til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. „Ef að þingmenn þola ekki að heyra að það er klárlega þannig að ef maður er styrktur af fyrirtækjum, þá mun það alltaf hafa einhver áhrif á dómgreind manns. Þess vegna hef ég verið alfarið á móti því að flokkar og þingmenn þiggi fjárstuðning frá fyrirtækjum,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir "Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýjustu tölur um losun Íslands Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
"Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17