McGregor um Jesú: Allt í góðu á milli okkar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2016 13:00 McGregor var að venju brosmildur á fundinum. Vísir/Getty Conor McGregor var samur við sig á blaðamannafundi UFC í Las Vegas í gær. Þar var bardagi hans gegn Rafael Dos Anjos kynntur en þeir munu berjast um UFC-titilinn í léttvigt í mars. McGregor er ríkjandi meistari í fjaðurvigt eftir að hann rotaði Jose Aldo eftir aðeins nokkrar sekúndur í desember. Gunnar Nelson barðist þetta sama kvöld en tapaði þá fyrir Demian Maia.Sjá einnig: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum „Ég mun klára hann á fyrstu mínútunni,“ sagði McGregor á fundinum og sagði að Dos Anjos væri hægari útgáfa af Aldo. „Hann er rónaútgáfan af Aldo. Ég mun draga höfuð hans í gegnum stræti Rio de Janeiro. Það verður skrúðganga og þjóðarhátíð í Brasilíu.“Dana White á milli þeirra Dos Anjos og McGregor.Vísir/GettyMcGregor gerði lítið úr þeirri staðreynd að Dos Anjos hafi flutt frá Brasilíu til Bandaríkjanna og sakaði hann um að hafa yfirgefið heimaland sitt. Ólíkt Aldo sem getur snúið aftur til Brasilíu sem hetja þrátt fyrir tapið gegn McGregor. „Við erum að senda Rafael í fjögurra daga fjölmiðlaferð til Brasilíu og við verðum að bóka hótel fyrir hann. Það þarf að bóka fyrir hann hótel í hans eigin landi. Honum verður aldrei tekið sem þjóðhetju því hann flúði Brasilíu.“Sjá einnig: Conor berst um léttvigtartitilinn í mars McGregor skammaði svo forráðamenn UFC fyrir að setja andlit Dos Anjos á sömu auglýsingu og hann. Síðasti bardagi McGregor hafi þénað 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir UFC en Dos Anjos hafi barist í opinni dagskrá.Dos Anjos neitaði að taka í hönd McGregor.Vísir/GettyÞá var hann óhræddur við að bera sig saman við guði. „Ég og Jesús erum góðir. Það á við um alla guði. Guðir þekkja aðra guði.“Sjá einnig: Keppir Conor McGregor í þyngdarflokki Gunnars í framtíðinni? Dos Anjos gaf lítið fyrir ummæli McGregor og neitaði að taka í hönd hans eftir blaðamannafundinn. „Ég ber virðingu fyrir andstæðingum mínum og segi sannleikann. Þann 5. mars mun ég senda þennan mann dapran heim til sín og mun halda beltinu mínu.“ MMA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Conor McGregor var samur við sig á blaðamannafundi UFC í Las Vegas í gær. Þar var bardagi hans gegn Rafael Dos Anjos kynntur en þeir munu berjast um UFC-titilinn í léttvigt í mars. McGregor er ríkjandi meistari í fjaðurvigt eftir að hann rotaði Jose Aldo eftir aðeins nokkrar sekúndur í desember. Gunnar Nelson barðist þetta sama kvöld en tapaði þá fyrir Demian Maia.Sjá einnig: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum „Ég mun klára hann á fyrstu mínútunni,“ sagði McGregor á fundinum og sagði að Dos Anjos væri hægari útgáfa af Aldo. „Hann er rónaútgáfan af Aldo. Ég mun draga höfuð hans í gegnum stræti Rio de Janeiro. Það verður skrúðganga og þjóðarhátíð í Brasilíu.“Dana White á milli þeirra Dos Anjos og McGregor.Vísir/GettyMcGregor gerði lítið úr þeirri staðreynd að Dos Anjos hafi flutt frá Brasilíu til Bandaríkjanna og sakaði hann um að hafa yfirgefið heimaland sitt. Ólíkt Aldo sem getur snúið aftur til Brasilíu sem hetja þrátt fyrir tapið gegn McGregor. „Við erum að senda Rafael í fjögurra daga fjölmiðlaferð til Brasilíu og við verðum að bóka hótel fyrir hann. Það þarf að bóka fyrir hann hótel í hans eigin landi. Honum verður aldrei tekið sem þjóðhetju því hann flúði Brasilíu.“Sjá einnig: Conor berst um léttvigtartitilinn í mars McGregor skammaði svo forráðamenn UFC fyrir að setja andlit Dos Anjos á sömu auglýsingu og hann. Síðasti bardagi McGregor hafi þénað 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir UFC en Dos Anjos hafi barist í opinni dagskrá.Dos Anjos neitaði að taka í hönd McGregor.Vísir/GettyÞá var hann óhræddur við að bera sig saman við guði. „Ég og Jesús erum góðir. Það á við um alla guði. Guðir þekkja aðra guði.“Sjá einnig: Keppir Conor McGregor í þyngdarflokki Gunnars í framtíðinni? Dos Anjos gaf lítið fyrir ummæli McGregor og neitaði að taka í hönd hans eftir blaðamannafundinn. „Ég ber virðingu fyrir andstæðingum mínum og segi sannleikann. Þann 5. mars mun ég senda þennan mann dapran heim til sín og mun halda beltinu mínu.“
MMA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira