Um utanríkismál Elín Hirst skrifar 26. janúar 2016 07:00 Sú ákvörðun að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi er afar þýðingarmikil. Ísland grípur til aðgerða, eins og viðskiptaþvingana, með öðrum ríkjum þegar framin eru svo alvarleg brot á alþjóðalögum og sáttmálum, sem innlimun Krímskaga og hernaðurinn í Úkraínu eru. Ríki hafa yfir fáum öðrum úrræðum að ráða gagnvart hinum brotlega en viðskiptaþvingunum ef ekki á að beita vopnavaldi. Við getum að sjálfsögðu ekki talað tveimur tungum hvað varðar virðingu okkar fyrir alþjóðalögum. Sem smáríki byggjum við afkomu okkar að miklum hluta á fiskveiðum og eigum því allt undir því að alþjóðalög og sáttmálar séu virtir. Það er alveg ljóst að Rússar fylgjast vel með framgangi þessara mála og umræðunni hér á landi um þessi mál. Þeir vilja að sjálfsögðu mikið til vinna svo reka megi fleyg í samstöðu vesturveldanna í þessu máli og það má ekki með nokkru móti gerast. Það hefur verið kjarni utanríkisstefnu Íslands í áratugi að eiga samvinnu og samleið með vestrænum lýðræðisríkjum, enda hefur það margoft sýnt sig að þar er hagsmunum okkar best borgið og þar erum við í hópi þjóða sem við getum borið okkur saman við þegar kemur að mikilvægum lýðræðislegum gildum. Hvernig getum við ætlast til þess, ef við segðum nú skilið við bandamenn okkar í aðgerðum þeirra gegn einhverjum alvarlegustu atburðum í utanríkismálum Evrópu um áraraðir, að þeir komi okkur til aðstoðar ef á okkur er ráðist? Hvað er rétt að gera og hvar liggja mikilvægustu hagsmunir okkar? Svarið er augljóst í mínum huga. Við verðum að sjálfsögðu að taka hagsmuni, svo sem öryggi lands og þjóðar, fram yfir viðskiptahagsmuni, þrátt fyrir að það sé auðvitað bölvað að missa tekjur á Rússlandsmarkaði. En það ber að hrósa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir dugnað við að finna nýja markaði fyrir þær vörur sem sem áður voru seldar til Rússlands, og laga sig þannig að breyttum aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi er afar þýðingarmikil. Ísland grípur til aðgerða, eins og viðskiptaþvingana, með öðrum ríkjum þegar framin eru svo alvarleg brot á alþjóðalögum og sáttmálum, sem innlimun Krímskaga og hernaðurinn í Úkraínu eru. Ríki hafa yfir fáum öðrum úrræðum að ráða gagnvart hinum brotlega en viðskiptaþvingunum ef ekki á að beita vopnavaldi. Við getum að sjálfsögðu ekki talað tveimur tungum hvað varðar virðingu okkar fyrir alþjóðalögum. Sem smáríki byggjum við afkomu okkar að miklum hluta á fiskveiðum og eigum því allt undir því að alþjóðalög og sáttmálar séu virtir. Það er alveg ljóst að Rússar fylgjast vel með framgangi þessara mála og umræðunni hér á landi um þessi mál. Þeir vilja að sjálfsögðu mikið til vinna svo reka megi fleyg í samstöðu vesturveldanna í þessu máli og það má ekki með nokkru móti gerast. Það hefur verið kjarni utanríkisstefnu Íslands í áratugi að eiga samvinnu og samleið með vestrænum lýðræðisríkjum, enda hefur það margoft sýnt sig að þar er hagsmunum okkar best borgið og þar erum við í hópi þjóða sem við getum borið okkur saman við þegar kemur að mikilvægum lýðræðislegum gildum. Hvernig getum við ætlast til þess, ef við segðum nú skilið við bandamenn okkar í aðgerðum þeirra gegn einhverjum alvarlegustu atburðum í utanríkismálum Evrópu um áraraðir, að þeir komi okkur til aðstoðar ef á okkur er ráðist? Hvað er rétt að gera og hvar liggja mikilvægustu hagsmunir okkar? Svarið er augljóst í mínum huga. Við verðum að sjálfsögðu að taka hagsmuni, svo sem öryggi lands og þjóðar, fram yfir viðskiptahagsmuni, þrátt fyrir að það sé auðvitað bölvað að missa tekjur á Rússlandsmarkaði. En það ber að hrósa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir dugnað við að finna nýja markaði fyrir þær vörur sem sem áður voru seldar til Rússlands, og laga sig þannig að breyttum aðstæðum.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun