Þreytt á umræðu um bótasvik Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 29. janúar 2016 07:00 Ellen Calmon. Fréttablaðið/Anton Brink „Það er ekki ásættanlegt að hjá þessari fámennu og ríku þjóð búi fólk við fátækt. Með allar þessar auðlindir og allt sem við höfum hér til brunns að bera,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins. Ellen hefur sinnt formennsku frá 2013. Hún segir stöðu öryrkja á Íslandi óásættanlega.Náttúruleg fjölgun öryrkja Nýlega var sagt frá því að öryrkjum hefði fjölgað um 29% á Íslandi frá 2005. Ellen efast um þessa prósentutölu en taka verði inn í jöfnuna að kerfisbreytingar hafi orðið á þessu tímabili. „Í raun og veru er ég ekkert ofsalega spennt fyrir því að ræða um fjölgun öryrkja. Ég hef setið í nefnd sem fjallar um breytingar á almannatryggingalögum, þar sem m.a. hefur verið talað um að færa okkur í starfsgetumat í stað örorkumats. Þar fengum við kynningu um fjölgun öryrkja og lífeyrisþega frá forstjóra Tryggingastofnunar, Sigríði Lillý. Þar orðaði hún það svo eðlilega að fjölgun öryrkja á Íslandi væri náttúruleg, í takti við fólksfjölgun og í takti við það sem gerist á Norðurlöndum. Hins vegar er það ekki hagur Öryrkjabandalagsins né samfélagsins að öryrkjum fjölgi sérstaklega. Það er forgangsröðun fjármuna sem veldur fjölgun örorkulífeyrisþega. Það er gríðarlega mikilvægt að styrkja innviði heilbrigðiskerfis, menntakerfis, og félagslega kerfisins til þess að sporna við fjölgun.“ Ellen segir lágmarkslaun allt of lág og það spili inn í. „Lág laun gera það að verkum að fólk tekur að sér aukastörf. Fólk hreinlega vinnur fram í rauðan dauðann. Þetta er ein ástæða fjölgunar örorkulífeyrisþega – auk biðlista í heilbrigðisþjónustu. Það eru gríðarlegir biðlistar eftir bæklunaraðgerðum,“ segir hún og nefnir dæmi um konu sem slasaðist á hendi og er frá vinnu. „Hún er með gríðarlega taugaverki í hendinni, getur ekki sofið og hefur beðið í sex mánuði eftir að komast í aðgerð. Þá er alveg spurning hvort sú kona nái að snúa aftur á vinnumarkað. Hvort aðgerðin skili árangri – og ég tala ekki um þau andlegu áhrif sem svona kann að hafa.“ Ellen starfaði áður hjá ADHD-samtökunum. „Þar eru líka biðlistar, bæði til Greiningarstöðvar ríkisins, þroska- og hegðunarstöðvar. Það eru biðlistar inn á BUGL. Við vitum að 80% fanga á Litla- Hrauni eru með ADHD. Ef við byggjum ekki vel grunninn, ef við tryggjum ekki þessar grunnstoðir, hugsum vel um börnin okkar og að sjúklingar fái þjónustu, þá verður félagslega kerfið þyngra. Fleiri fangar, fleiri örorkulífeyrisþegar og fleira fólk sem getur ekki tekið nægilega þátt í samfélaginu.“Geðið brestur Þannig að kerfið er beinlínis að gera fólk að öryrkjum? „Já. Biðlistar og lág laun.“ Ellen segir dæmi um það að fólk sé að slíta sér út með vinnu. „Við vitum að stærsti hópur örorkulífeyrisþega er með geðraskanir eða stoðkerfissjúkdóma. Ég get nefnt dæmi um menntaðan sjúkraliða sem er ekki með nógu há laun í sínu grunnstarfi þannig að viðkomandi fer í aukavinnu til að eiga í sig og á. Við vitum að það sem brestur hjá okkur mannfólkinu, undir miklu álagi í lengri tíma, er ýmist stoðkerfið eða geðið. Við erum bara manneskjur, af holdi og blóði. Við þolum ákveðið álag í ákveðinn tíma og sumir minna en aðrir. Samfélagið verður að taka tillit til þess og byggja undir þannig að fólk brotni ekki saman.“Sumir eiga aldrei möguleika Almannatrygginganefndin hefur fjallað um að breyta örorkumati í starfsorkumat. Hver er munurinn á þessu? „Fyrir það fyrsta er auðvitað jákvætt að líta til starfsorku frekar en örorku, það er jákvætt að líta til getu fólks frekar en vangetu. Þessi nefnd hefur verið að störfum í á þriðja ár. Það eru uppi ákveðnar tillögur um starfsgetumat sem við höfum áhyggjur af. Ef af þessu verður, þá er hætta á því að þeir sem hafa minnstu starfsgetuna, og þar af leiðandi minnstu getuna til að afla sér aukatekna, komi verr út úr þessu en áður.“ Hún vill að örorkulífeyrisþegar hafi tækifæri til að afla sér tekna án þess að mæta kjaraskerðingum. „Öryrkjabandalagið hefur gert skýrslu sem heitir Virkt samfélag þar sem við fjöllum um starfsgetumat og greiðslur á grundvelli þess. Þar sem við setjum starfsgetumatið þannig upp að það sé mikilvægt þegar horft er til getu að fólk fái þann stuðning sem það þarf og hafi tækifæri til að afla sér tekna án þess að mæta strax kjaraskerðingum hjá hinu opinbera. Við kölluðum til ýmsa sérfræðinga við þessa vinnu og lögðum hana fyrir þessa nefnd.“ Ellen segir þau hafa áhyggjur af því að nefndin taki ekki tillit til þessara tillagna. „Í hverju samfélagi fæðist fólk sem á aldrei möguleika á að fara út á vinnumarkað. Sá hópur myndi mögulega búa við verri kjör en áður.“Fatlað fólk hefur líka skoðanir Ellen segir baráttumál Öryrkjabandalagsins fjölmörg. Fatlað fólk eigi undir högg að sækja. „Fatlað fólk er ekki hópur fólks sem sækir bara heilbrigðisþjónustu og þarf að komast inn í byggingar. Fatlað fólk er fólk fyrst og fremst. Þeir sem geta unnið þurfa að geta fengið vinnu við hæfi. Það þarf að geta sótt menntun. Menntun er ekki aðgengileg alls staðar og ekki á öllum skólastigum. Fatlað fólk hefur skoðanir og áhuga. Það hefur lengi verið talað um að það sé mikilvægt að setja upp kynjagleraugun, en það er ekki síður mikilvægt að fólk setji upp fötlunargleraugun. Allt fólk á Íslandi á að hafa aðgengi að samfélaginu.“ Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi var undirritaður á Íslandi árið 2007 en hefur enn ekki verið fullgiltur. Ellen segir að eitt af grundvallaratriðum þess að fullgilda samninginn sé að setja á lög sem banna á mismunun á vinnumarkaði gegn fötluðu fólki. „Svörin sem ég fæ úr ráðuneytinu eru að verið sé að vinna í þessu. Við erum búin að heyra þetta sama svar í nokkur ár og mér finnst það ótækt. Við erum tilbúin að leggjast á árarnar. Við höfum margoft boðið fram aðstoð okkar og komið með tillögur. Mannréttindum er ekki forgangsraðað. Það virðist hægt að samþykkja alls konar lög sem varða skerðingar og auðlindir og slíkt, en mannréttindi eru ekki sett á oddinn hjá þessari ríkisstjórn.“ Ellen segir vinnumarkaðinn ekki nógu sveigjanlegan fyrir fólk með fatlanir. Erfitt sé fyrir öryrkja að komast aftur út á vinnumarkaðinn þar sem vanti sveigjanleika.Fréttablaðið/Anton Brink „Eins og fyrir fólk með geðraskanir, það geta verið ákveðnir mánuðir í árinu sem eru erfiðari fyrir þau en hafa svo fulla starfsgetu aðra mánuði. Þannig að það þarf sveigjanleika á vinnumarkað. Þegar fólk er að stíga sín fyrstu skref aftur á vinnumarkaði eftir að hafa verið á örorku í einhvern tíma, vegna til dæmis sjúkdóms eða slyss, og þarf að ná sér, þá kemur til taks hrottaleg tekjuskerðing í kerfinu. Það er einn bótaflokkur sem kallast sérstök framfærsluuppbót. Ég get nefnt dæmi um konu um fertugt. Hún er að feta sín fyrstu spor aftur eftir að hafa verið í burtu vegna slyss og tekur að sér að þjóna. Hún er að fá um 30.000 krónur á mánuði fyrir þessi störf sín sem hún að sjálfsögðu gefur upp. Tryggingastofnun fær upplýsingar um það og greiðir örorkulífeyrinn en þá skerðist þessi sérstaka framfærsluuppbót sem hún er að fá um nákvæmlega 30.000 krónur. Hún ber ekkert aukalega úr býtum. Það er auðvitað mikilvægt að það sé fjárhagslega hagkvæmt að vinna. Þessi kona þarf að koma sér til og frá vinnu, þannig að hún ber kostnað í staðinn fyrir að hafa fjárhagslegan ávinning af því. Þessi sérstaka framfærsluuppbót þarf að fara út úr kerfinu. Það er alveg hægt með einu pennastriki. Það er ekkert mál fyrir ríkisstjórnina.“Ríkir verða ríkariÞannig að kerfið núna er letjandi?„Já. Vinnuletjandi. Þú þarft að hafa töluverðar tekjur til þess að hafa fjárhagslegan ávinning af því. Og það er líka þetta sem við tölum um, ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Þetta er fátæktargildra. Það getur ekki verið gott kerfi fyrir fólkið.“Hvað með bótasvik, eru þau stórt vandamál? „Mér finnst óþolandi að tala um bótasvik og örorkulífeyrisþega í sömu andránni eins og stjórnmálamenn gjarnan vilja gera. Bótasvik ná utan um allt mögulegt – mistök Tryggingastofnunar, þegar ellilífeyrisþegar gera ekki tekjuáætlun og fá bakreikning frá Tryggingastofnun, mæðra- og feðralaun, örorkulífeyri og örugglega fleira sem ég er að gleyma. Stærsti einstaki þáttur bótasvika eru þessi mæðra- og feðralaun. Það er kona sem býr með manni sínum og þremur börnum og þau fá svona og svona mikil laun frá ríkinu vegna fjölda barna, af því að þau eru ekki skráð í sambúð og hún er þ.a.l. skráð í kerfinu einstæð móðir með þrjú börn. Þetta vitum við. Örorkulífeyrisþegar þurfa alltaf að liggja undir ámæli fyrir þetta. Það er tæplega séns að svindla á kerfinu ef fólk legði sig fram um það. Örorkulífeyrisþegi má ekki eiga neitt – ekki nema ákveðið margar milljónir í eign sinni og þar fram eftir götunum. Það eru sett mörk á öllum mögulegum stöðum. Öryrkjar sem búa með barni sínu sem er orðið átján ára þurfa að búa við tekjuskerðingu – því þegar barnið verður átján ára er litið svo á að fólk búi með öðrum fullorðnum og þá skerðist heimilisuppbót. Þetta er ósanngjarnt – að örorkulífeyrisþegar þurfi að brjóta upp sína fjölskyldu til að eiga fyrir salti í grautinn.“ Ellen segir vera töluverða fordóma í garð öryrkja á Íslandi. Rannsókn sem ÖBÍ lét gera leiddi í ljós að meiri fordómar voru gagnvart ákveðnum hópum fatlaðs fólks. „Það voru miklir fordómar gagnvart fólki með geðröskun og hvar fólk passaði í vinnu. Fólk hafði fordóma gagnvart því að blindir störfuðu t.d. á leikskóla, en svo minni fordóma gagnvart því að blindir störfuðu t.d. á Alþingi. Kannski er það af því við höfum Helga Hjörvar inni á Alþingi og fólk er vant því,“ segir hún og bendir á mikilvægi fatlaðra fyrirmynda. „Við sjáum fatlað fólk alltof sjaldan í sjónvarpi, bíómyndum og barnabókum. Fatlað fólk talar oft um að það geti svo sjaldan speglað sig í fyrirmyndum. Það þarf að fá fatlað fólk í viðtöl og ekkert endilega í viðtöl um fötlun eða heilbrigðiskerfi. Heldur um pólitík, menningu, listir og svo framvegis. Ég tel að fjölmiðlafólk þurfi að hugsa um það – það er mikið hugsað um kynjahlutfjöll, en hvar fá örorkulífeyrisþegar og fatlað fólk að tjá sig um málefni, önnur en þau sem snúa að fötluninni eða örorkunni?“Erfitt að vera öryrkiHún segir neikvæða umfjöllun hafa áhrif. „Það er erfitt að vera öryrki. Fjárhagsstaða þín er yfirleitt slæm og þessi neikvæða umræða hefur áhrif. Það eru margir öryrkjar sem hafa afsláttarkort en vilja ekki einu sinni sýna afsláttarkortin því þeir skammast sín. Það er auðvitað skelfilegt að fólk sem hefur vegna heilsubrests ekki starfsgetu þurfi að líða skömm fyrir það. Það er eitthvað sem við verðum öll að taka á. Allir eiga að njóta mannréttinda og eiga tækifæri til jafns við aðra í samfélaginu og þá er virðing þar með talin.“ Ellen segir einnig mikilvægt að vanda það hvernig talað er um öryrkja. Orðræðan í samfélaginu sé oft á þann hátt að öryrkjar séu afætur sem sitji heima og þiggi peninga frá ríkinu. „Þegar fólk fer í örorkumat þá fer það í gegnum heilmikið ferli. Það er enginn sem fer til heimilislæknis og pantar örorkumat. Þetta er flókið ferli. Við verðum að treysta okkar fagstéttum og eftirlitskerfi að faglega sé unnið og þeir sem fá örorkulífeyri þurfi á honum að halda.“Vill ekki sparka í fólk Talsvert hefur verið rætt um hjálp til sjálfshjálpar. Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi formaður velferðarráðs, sagði í föstudagsviðtalinu í september að sumir þyrftu bara spark í rassinn. Ellen er ekki sammála. „Mér finnst almennt ekki hljóma vel að sparka í fólk og það er alltof mikið í kerfinu sem dregur fólk niður. Fólk er alls konar. Það skiptir máli að hjálpa fólki til sjálfshjálpar en það verður að vera á þeirra forsendum og þeir verða að taka þátt.“ Ellen segir það vera staðreynd að margir öryrkjar líði skort. „Samkvæmt tölum frá Hagstofu líður stór hópur örorkulífeyrisþega skort og börn þeirra. Þannig er verið að koma í veg fyrir að börn örorkulífeyrisþega hafi jöfn tækifæri og önnur börn í samfélaginu. Möguleikar þeirra á að taka þátt í tómstundum og öðru eru skertar. En líka bara að fá fæði, klæði og húsnæði. Við viljum ekki svona samfélag.“Uppfært:Í viðtalinu við Björk sem vísað var í hér að ofan var hún að tala um ungt fólk á fjárhagsaðstoð, ekki öryrkja. Hún sagðist hins vegar þekkja ungt fólk á fjárhagsaðstoð en hún sæi ekki vanda þeirra heldur væri bara um að ræða ungt og öflugt fólk þangað til það grotnaði niður og endaði á örorku. Þetta kom ekki nógu skýrt fram hér að ofan. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Það er ekki ásættanlegt að hjá þessari fámennu og ríku þjóð búi fólk við fátækt. Með allar þessar auðlindir og allt sem við höfum hér til brunns að bera,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins. Ellen hefur sinnt formennsku frá 2013. Hún segir stöðu öryrkja á Íslandi óásættanlega.Náttúruleg fjölgun öryrkja Nýlega var sagt frá því að öryrkjum hefði fjölgað um 29% á Íslandi frá 2005. Ellen efast um þessa prósentutölu en taka verði inn í jöfnuna að kerfisbreytingar hafi orðið á þessu tímabili. „Í raun og veru er ég ekkert ofsalega spennt fyrir því að ræða um fjölgun öryrkja. Ég hef setið í nefnd sem fjallar um breytingar á almannatryggingalögum, þar sem m.a. hefur verið talað um að færa okkur í starfsgetumat í stað örorkumats. Þar fengum við kynningu um fjölgun öryrkja og lífeyrisþega frá forstjóra Tryggingastofnunar, Sigríði Lillý. Þar orðaði hún það svo eðlilega að fjölgun öryrkja á Íslandi væri náttúruleg, í takti við fólksfjölgun og í takti við það sem gerist á Norðurlöndum. Hins vegar er það ekki hagur Öryrkjabandalagsins né samfélagsins að öryrkjum fjölgi sérstaklega. Það er forgangsröðun fjármuna sem veldur fjölgun örorkulífeyrisþega. Það er gríðarlega mikilvægt að styrkja innviði heilbrigðiskerfis, menntakerfis, og félagslega kerfisins til þess að sporna við fjölgun.“ Ellen segir lágmarkslaun allt of lág og það spili inn í. „Lág laun gera það að verkum að fólk tekur að sér aukastörf. Fólk hreinlega vinnur fram í rauðan dauðann. Þetta er ein ástæða fjölgunar örorkulífeyrisþega – auk biðlista í heilbrigðisþjónustu. Það eru gríðarlegir biðlistar eftir bæklunaraðgerðum,“ segir hún og nefnir dæmi um konu sem slasaðist á hendi og er frá vinnu. „Hún er með gríðarlega taugaverki í hendinni, getur ekki sofið og hefur beðið í sex mánuði eftir að komast í aðgerð. Þá er alveg spurning hvort sú kona nái að snúa aftur á vinnumarkað. Hvort aðgerðin skili árangri – og ég tala ekki um þau andlegu áhrif sem svona kann að hafa.“ Ellen starfaði áður hjá ADHD-samtökunum. „Þar eru líka biðlistar, bæði til Greiningarstöðvar ríkisins, þroska- og hegðunarstöðvar. Það eru biðlistar inn á BUGL. Við vitum að 80% fanga á Litla- Hrauni eru með ADHD. Ef við byggjum ekki vel grunninn, ef við tryggjum ekki þessar grunnstoðir, hugsum vel um börnin okkar og að sjúklingar fái þjónustu, þá verður félagslega kerfið þyngra. Fleiri fangar, fleiri örorkulífeyrisþegar og fleira fólk sem getur ekki tekið nægilega þátt í samfélaginu.“Geðið brestur Þannig að kerfið er beinlínis að gera fólk að öryrkjum? „Já. Biðlistar og lág laun.“ Ellen segir dæmi um það að fólk sé að slíta sér út með vinnu. „Við vitum að stærsti hópur örorkulífeyrisþega er með geðraskanir eða stoðkerfissjúkdóma. Ég get nefnt dæmi um menntaðan sjúkraliða sem er ekki með nógu há laun í sínu grunnstarfi þannig að viðkomandi fer í aukavinnu til að eiga í sig og á. Við vitum að það sem brestur hjá okkur mannfólkinu, undir miklu álagi í lengri tíma, er ýmist stoðkerfið eða geðið. Við erum bara manneskjur, af holdi og blóði. Við þolum ákveðið álag í ákveðinn tíma og sumir minna en aðrir. Samfélagið verður að taka tillit til þess og byggja undir þannig að fólk brotni ekki saman.“Sumir eiga aldrei möguleika Almannatrygginganefndin hefur fjallað um að breyta örorkumati í starfsorkumat. Hver er munurinn á þessu? „Fyrir það fyrsta er auðvitað jákvætt að líta til starfsorku frekar en örorku, það er jákvætt að líta til getu fólks frekar en vangetu. Þessi nefnd hefur verið að störfum í á þriðja ár. Það eru uppi ákveðnar tillögur um starfsgetumat sem við höfum áhyggjur af. Ef af þessu verður, þá er hætta á því að þeir sem hafa minnstu starfsgetuna, og þar af leiðandi minnstu getuna til að afla sér aukatekna, komi verr út úr þessu en áður.“ Hún vill að örorkulífeyrisþegar hafi tækifæri til að afla sér tekna án þess að mæta kjaraskerðingum. „Öryrkjabandalagið hefur gert skýrslu sem heitir Virkt samfélag þar sem við fjöllum um starfsgetumat og greiðslur á grundvelli þess. Þar sem við setjum starfsgetumatið þannig upp að það sé mikilvægt þegar horft er til getu að fólk fái þann stuðning sem það þarf og hafi tækifæri til að afla sér tekna án þess að mæta strax kjaraskerðingum hjá hinu opinbera. Við kölluðum til ýmsa sérfræðinga við þessa vinnu og lögðum hana fyrir þessa nefnd.“ Ellen segir þau hafa áhyggjur af því að nefndin taki ekki tillit til þessara tillagna. „Í hverju samfélagi fæðist fólk sem á aldrei möguleika á að fara út á vinnumarkað. Sá hópur myndi mögulega búa við verri kjör en áður.“Fatlað fólk hefur líka skoðanir Ellen segir baráttumál Öryrkjabandalagsins fjölmörg. Fatlað fólk eigi undir högg að sækja. „Fatlað fólk er ekki hópur fólks sem sækir bara heilbrigðisþjónustu og þarf að komast inn í byggingar. Fatlað fólk er fólk fyrst og fremst. Þeir sem geta unnið þurfa að geta fengið vinnu við hæfi. Það þarf að geta sótt menntun. Menntun er ekki aðgengileg alls staðar og ekki á öllum skólastigum. Fatlað fólk hefur skoðanir og áhuga. Það hefur lengi verið talað um að það sé mikilvægt að setja upp kynjagleraugun, en það er ekki síður mikilvægt að fólk setji upp fötlunargleraugun. Allt fólk á Íslandi á að hafa aðgengi að samfélaginu.“ Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi var undirritaður á Íslandi árið 2007 en hefur enn ekki verið fullgiltur. Ellen segir að eitt af grundvallaratriðum þess að fullgilda samninginn sé að setja á lög sem banna á mismunun á vinnumarkaði gegn fötluðu fólki. „Svörin sem ég fæ úr ráðuneytinu eru að verið sé að vinna í þessu. Við erum búin að heyra þetta sama svar í nokkur ár og mér finnst það ótækt. Við erum tilbúin að leggjast á árarnar. Við höfum margoft boðið fram aðstoð okkar og komið með tillögur. Mannréttindum er ekki forgangsraðað. Það virðist hægt að samþykkja alls konar lög sem varða skerðingar og auðlindir og slíkt, en mannréttindi eru ekki sett á oddinn hjá þessari ríkisstjórn.“ Ellen segir vinnumarkaðinn ekki nógu sveigjanlegan fyrir fólk með fatlanir. Erfitt sé fyrir öryrkja að komast aftur út á vinnumarkaðinn þar sem vanti sveigjanleika.Fréttablaðið/Anton Brink „Eins og fyrir fólk með geðraskanir, það geta verið ákveðnir mánuðir í árinu sem eru erfiðari fyrir þau en hafa svo fulla starfsgetu aðra mánuði. Þannig að það þarf sveigjanleika á vinnumarkað. Þegar fólk er að stíga sín fyrstu skref aftur á vinnumarkaði eftir að hafa verið á örorku í einhvern tíma, vegna til dæmis sjúkdóms eða slyss, og þarf að ná sér, þá kemur til taks hrottaleg tekjuskerðing í kerfinu. Það er einn bótaflokkur sem kallast sérstök framfærsluuppbót. Ég get nefnt dæmi um konu um fertugt. Hún er að feta sín fyrstu spor aftur eftir að hafa verið í burtu vegna slyss og tekur að sér að þjóna. Hún er að fá um 30.000 krónur á mánuði fyrir þessi störf sín sem hún að sjálfsögðu gefur upp. Tryggingastofnun fær upplýsingar um það og greiðir örorkulífeyrinn en þá skerðist þessi sérstaka framfærsluuppbót sem hún er að fá um nákvæmlega 30.000 krónur. Hún ber ekkert aukalega úr býtum. Það er auðvitað mikilvægt að það sé fjárhagslega hagkvæmt að vinna. Þessi kona þarf að koma sér til og frá vinnu, þannig að hún ber kostnað í staðinn fyrir að hafa fjárhagslegan ávinning af því. Þessi sérstaka framfærsluuppbót þarf að fara út úr kerfinu. Það er alveg hægt með einu pennastriki. Það er ekkert mál fyrir ríkisstjórnina.“Ríkir verða ríkariÞannig að kerfið núna er letjandi?„Já. Vinnuletjandi. Þú þarft að hafa töluverðar tekjur til þess að hafa fjárhagslegan ávinning af því. Og það er líka þetta sem við tölum um, ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Þetta er fátæktargildra. Það getur ekki verið gott kerfi fyrir fólkið.“Hvað með bótasvik, eru þau stórt vandamál? „Mér finnst óþolandi að tala um bótasvik og örorkulífeyrisþega í sömu andránni eins og stjórnmálamenn gjarnan vilja gera. Bótasvik ná utan um allt mögulegt – mistök Tryggingastofnunar, þegar ellilífeyrisþegar gera ekki tekjuáætlun og fá bakreikning frá Tryggingastofnun, mæðra- og feðralaun, örorkulífeyri og örugglega fleira sem ég er að gleyma. Stærsti einstaki þáttur bótasvika eru þessi mæðra- og feðralaun. Það er kona sem býr með manni sínum og þremur börnum og þau fá svona og svona mikil laun frá ríkinu vegna fjölda barna, af því að þau eru ekki skráð í sambúð og hún er þ.a.l. skráð í kerfinu einstæð móðir með þrjú börn. Þetta vitum við. Örorkulífeyrisþegar þurfa alltaf að liggja undir ámæli fyrir þetta. Það er tæplega séns að svindla á kerfinu ef fólk legði sig fram um það. Örorkulífeyrisþegi má ekki eiga neitt – ekki nema ákveðið margar milljónir í eign sinni og þar fram eftir götunum. Það eru sett mörk á öllum mögulegum stöðum. Öryrkjar sem búa með barni sínu sem er orðið átján ára þurfa að búa við tekjuskerðingu – því þegar barnið verður átján ára er litið svo á að fólk búi með öðrum fullorðnum og þá skerðist heimilisuppbót. Þetta er ósanngjarnt – að örorkulífeyrisþegar þurfi að brjóta upp sína fjölskyldu til að eiga fyrir salti í grautinn.“ Ellen segir vera töluverða fordóma í garð öryrkja á Íslandi. Rannsókn sem ÖBÍ lét gera leiddi í ljós að meiri fordómar voru gagnvart ákveðnum hópum fatlaðs fólks. „Það voru miklir fordómar gagnvart fólki með geðröskun og hvar fólk passaði í vinnu. Fólk hafði fordóma gagnvart því að blindir störfuðu t.d. á leikskóla, en svo minni fordóma gagnvart því að blindir störfuðu t.d. á Alþingi. Kannski er það af því við höfum Helga Hjörvar inni á Alþingi og fólk er vant því,“ segir hún og bendir á mikilvægi fatlaðra fyrirmynda. „Við sjáum fatlað fólk alltof sjaldan í sjónvarpi, bíómyndum og barnabókum. Fatlað fólk talar oft um að það geti svo sjaldan speglað sig í fyrirmyndum. Það þarf að fá fatlað fólk í viðtöl og ekkert endilega í viðtöl um fötlun eða heilbrigðiskerfi. Heldur um pólitík, menningu, listir og svo framvegis. Ég tel að fjölmiðlafólk þurfi að hugsa um það – það er mikið hugsað um kynjahlutfjöll, en hvar fá örorkulífeyrisþegar og fatlað fólk að tjá sig um málefni, önnur en þau sem snúa að fötluninni eða örorkunni?“Erfitt að vera öryrkiHún segir neikvæða umfjöllun hafa áhrif. „Það er erfitt að vera öryrki. Fjárhagsstaða þín er yfirleitt slæm og þessi neikvæða umræða hefur áhrif. Það eru margir öryrkjar sem hafa afsláttarkort en vilja ekki einu sinni sýna afsláttarkortin því þeir skammast sín. Það er auðvitað skelfilegt að fólk sem hefur vegna heilsubrests ekki starfsgetu þurfi að líða skömm fyrir það. Það er eitthvað sem við verðum öll að taka á. Allir eiga að njóta mannréttinda og eiga tækifæri til jafns við aðra í samfélaginu og þá er virðing þar með talin.“ Ellen segir einnig mikilvægt að vanda það hvernig talað er um öryrkja. Orðræðan í samfélaginu sé oft á þann hátt að öryrkjar séu afætur sem sitji heima og þiggi peninga frá ríkinu. „Þegar fólk fer í örorkumat þá fer það í gegnum heilmikið ferli. Það er enginn sem fer til heimilislæknis og pantar örorkumat. Þetta er flókið ferli. Við verðum að treysta okkar fagstéttum og eftirlitskerfi að faglega sé unnið og þeir sem fá örorkulífeyri þurfi á honum að halda.“Vill ekki sparka í fólk Talsvert hefur verið rætt um hjálp til sjálfshjálpar. Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi formaður velferðarráðs, sagði í föstudagsviðtalinu í september að sumir þyrftu bara spark í rassinn. Ellen er ekki sammála. „Mér finnst almennt ekki hljóma vel að sparka í fólk og það er alltof mikið í kerfinu sem dregur fólk niður. Fólk er alls konar. Það skiptir máli að hjálpa fólki til sjálfshjálpar en það verður að vera á þeirra forsendum og þeir verða að taka þátt.“ Ellen segir það vera staðreynd að margir öryrkjar líði skort. „Samkvæmt tölum frá Hagstofu líður stór hópur örorkulífeyrisþega skort og börn þeirra. Þannig er verið að koma í veg fyrir að börn örorkulífeyrisþega hafi jöfn tækifæri og önnur börn í samfélaginu. Möguleikar þeirra á að taka þátt í tómstundum og öðru eru skertar. En líka bara að fá fæði, klæði og húsnæði. Við viljum ekki svona samfélag.“Uppfært:Í viðtalinu við Björk sem vísað var í hér að ofan var hún að tala um ungt fólk á fjárhagsaðstoð, ekki öryrkja. Hún sagðist hins vegar þekkja ungt fólk á fjárhagsaðstoð en hún sæi ekki vanda þeirra heldur væri bara um að ræða ungt og öflugt fólk þangað til það grotnaði niður og endaði á örorku. Þetta kom ekki nógu skýrt fram hér að ofan.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira