Þetta er bara mín staðreynd Þórlindur Kjartansson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Lesendur viðhorfspistla í dagblöðum eru 30% líklegri til þess að trúa höfundi ef hann nefnir að minnsta kosti eina tölulega staðreynd máli sínu til stuðnings. Reyndar veit ég ekki hvort talan er nákvæmlega rétt. Hún gæti verið hærri eða lægri—og auðvitað er líklegt að það fari eftir samhenginu hversu mikil áhrif tölfræðin hefur. Það stendur eftir samt sem áður að ef maður vill hafa áhrif í umræðu eða vinna rökræðu þá er mjög gagnlegt að geta teflt fram tölum.Tölur eru traustvekjandi. Ef út í það er farið þá er ég ekkert öruggur með þessa tilteknu tölu sem ég nefni. Það er svo sem alls ekkert víst að hún sé vitlaus; hún hljómar að mínu mati jafnvel bara nokkuð sennileg. En rétt tala gæti allt eins verið 20%, 40% eða jafnvel 60%. Fer örugglega eftir því hvernig það er mælt og hverjir eru spurðir. En líklegast er mín tala röng—það væri að minnsta kosti mikið glópalán ef hún er rétt, því ég bjó hana til. Aðalmálið er að ég er búinn að skrifa % í pistilinn—þannig að hann er trúverðugur. Notkun tölfræði hjálpar mjög til við að gera málflutning bæði eftirminnilegri og trúverðugri. Við verðum daglega vitni að því þegar stjórnmálamenn—og aðrir sem vilja hafa áhrif á umræðuna—skreyta málflutning sinn konar prósentum og hlutföllum. Ef tveir aðilar eru að rífast um tiltekið málefni og annar segir mjög oft orðið „prósent“ þá hljómar það einhvern veginn eins og hann viti meira og sé klárari. Þetta verður til þess að ýmiss konar tölfræði er hent fram, sem við nánari skoðun er kolröng, en af því hún er sögð af sannfæringu þá reynist erfitt að leiðrétta hana—og hugsanlega ómögulegt að eyða þeirri tilfinningu sem hún kallar fram.Trompuð tölfræði Donald Trump, hinn fullkomlega óforskammaði forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, setti fyrir nokkru fram á Twitter-síðu sinni tölfræðilegt yfirlit um glæpi í Bandaríkjunum. Af yfirlitinu mátti ráða að blökkumenn hefðu drepið 81% af hvítum fórnarlömbum í morðmálum. Það hljómar svakalega og er líklegt til þess að kynda undir tortryggni þeirra, sem ala með sér ótta eða fordóma í garð blökkumanna. Talan er svo há að hún er líkleg til þess að vera bæði eftirminnileg og sjokkerandi. Þannig fréttir berast hratt og eru endursagðar af miklum tilfinningahita. Og hættan er sú, að þegar málsmetandi fólk básúnar svona þvælu, þá sé illmögulegt að leiðrétta hana. Þegar hún er svo loksins leiðrétt er hætt við að tilfinningin um hana sé búin að meitla sig svo kirfilega í vitund fólks að skaðinn sé skeður.Að muna það sem betur hljómar Fyrir þá sem hafa áhuga á því að vita hvert hið rétta hlutfall í dæmi Donalds Trump er þá segir bandaríska alríkislögreglan að hún hafi verið 15% á síðasta ári. Ekki 81%. Þessi ranga tölfræði í tilviki Trumps er því ekki neinn misskilningur eða ónákvæmni—hún er illgjörn lygi. Þeir sem fylgjast með málflutningi Donalds Trump hafa fyrir löngu orðið þess áskynja að hann vílar ekki fyrir sér að ýkja og ljúga til þess að æsa upp ótta og hatur meðal stuðningsmanna sinna. Þegar hann teflir fram tölum og staðhæfingum í málflutningi sínum þá er tilgangur hans ekki að sannfæra heldur að staðfesta fyrirframgefna tilfinningu. Af þeim sökum eru áhangendur hans oft ekkert spenntir fyrir því að samræma heimsmynd sína raunveruleikanum. Velgengni Donalds Trump er ískyggileg í því ljósi að það sem hann segir er meira og minna tóm þvæla, en samt virðist hann njóta stöðugt meiri stuðnings. Sú krafa, að fólk sem vill láta taka sig alvarlega í opinberri umræðu vandi málflutning sinn, virðist vera á undanhaldi.Tilgangurinn helgar ekki meðalið En stundum er þetta saklaust. Það skiptir til dæmis ekki öllu máli í umræðunni um heilbrigðismál þótt Kári Stefánsson hafi gert mistök í tölfræðilegum rökstuðningi sínum, eins og sýnt hefur verið fram á. Það er reyndar bagalegt í ljósi þess að hann er virtasti raunvísindamaður landsins. Áhyggjur hans af heilbrigðiskerfinu eru þó bersýnilega einlægar og tilkomnar af umhyggju, góðum hug og náungakærleik. En Kári nýtur þess að vera vitsmunalegur risi í samfélaginu. Fáum venjulegum borgurum dytti í hug að draga í efa prósentureikning hans. Þótt tilgangur hans sé vafalaust einlægur og göfugur, þá helgar hann ekki meðalið.Hártoganir um staðreyndir Annað dæmi um rugling í nýlegri umræðu tengist því að hluti útvegsmanna hefur sterka skoðun á því hvort Íslendingar eigi að skilja sig frá efnahagsaðgerðum gegn Rússum. Í málflutningi forsvarsmanna þeirra hefur hins vegar verið haldið svo illa á staðreyndum að utanríkisráðuneytið sá sig tilneytt til þess að gefa út langan lista af leiðréttingum. Viðbrögð forystumanna sjávarútvegsins voru að kvarta undan „hártogunum“ þegar æpandi staðreyndavillur í málflutningnum voru leiðréttar. Staðreyndir skipta máli. Það er áhyggjuefni ef þeir sem eru í aðstöðu til þess að ljá málflutningi sínum trúverðugleika í krafti stöðu sinnar gerast sinnulausir og óvandvirkir. Til þess að hægt sé að eiga rökræður um skoðanir þarf að bera virðingu fyrir staðreyndum, og fara að minnsta kosti ekki vísvitandi rangt með þær. Skoðanir megum við öll hafa og þurfum ekki að rökstyðja frekar en við viljum. Öllum er til að mynda frjálst að hafa sína skoðun á því hvort Kaupmannahöfn sé skemmtileg borg, en það er mesti óþarfi að rökræða hvort hún sé í Danmörku eða ekki. Það er staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Lesendur viðhorfspistla í dagblöðum eru 30% líklegri til þess að trúa höfundi ef hann nefnir að minnsta kosti eina tölulega staðreynd máli sínu til stuðnings. Reyndar veit ég ekki hvort talan er nákvæmlega rétt. Hún gæti verið hærri eða lægri—og auðvitað er líklegt að það fari eftir samhenginu hversu mikil áhrif tölfræðin hefur. Það stendur eftir samt sem áður að ef maður vill hafa áhrif í umræðu eða vinna rökræðu þá er mjög gagnlegt að geta teflt fram tölum.Tölur eru traustvekjandi. Ef út í það er farið þá er ég ekkert öruggur með þessa tilteknu tölu sem ég nefni. Það er svo sem alls ekkert víst að hún sé vitlaus; hún hljómar að mínu mati jafnvel bara nokkuð sennileg. En rétt tala gæti allt eins verið 20%, 40% eða jafnvel 60%. Fer örugglega eftir því hvernig það er mælt og hverjir eru spurðir. En líklegast er mín tala röng—það væri að minnsta kosti mikið glópalán ef hún er rétt, því ég bjó hana til. Aðalmálið er að ég er búinn að skrifa % í pistilinn—þannig að hann er trúverðugur. Notkun tölfræði hjálpar mjög til við að gera málflutning bæði eftirminnilegri og trúverðugri. Við verðum daglega vitni að því þegar stjórnmálamenn—og aðrir sem vilja hafa áhrif á umræðuna—skreyta málflutning sinn konar prósentum og hlutföllum. Ef tveir aðilar eru að rífast um tiltekið málefni og annar segir mjög oft orðið „prósent“ þá hljómar það einhvern veginn eins og hann viti meira og sé klárari. Þetta verður til þess að ýmiss konar tölfræði er hent fram, sem við nánari skoðun er kolröng, en af því hún er sögð af sannfæringu þá reynist erfitt að leiðrétta hana—og hugsanlega ómögulegt að eyða þeirri tilfinningu sem hún kallar fram.Trompuð tölfræði Donald Trump, hinn fullkomlega óforskammaði forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, setti fyrir nokkru fram á Twitter-síðu sinni tölfræðilegt yfirlit um glæpi í Bandaríkjunum. Af yfirlitinu mátti ráða að blökkumenn hefðu drepið 81% af hvítum fórnarlömbum í morðmálum. Það hljómar svakalega og er líklegt til þess að kynda undir tortryggni þeirra, sem ala með sér ótta eða fordóma í garð blökkumanna. Talan er svo há að hún er líkleg til þess að vera bæði eftirminnileg og sjokkerandi. Þannig fréttir berast hratt og eru endursagðar af miklum tilfinningahita. Og hættan er sú, að þegar málsmetandi fólk básúnar svona þvælu, þá sé illmögulegt að leiðrétta hana. Þegar hún er svo loksins leiðrétt er hætt við að tilfinningin um hana sé búin að meitla sig svo kirfilega í vitund fólks að skaðinn sé skeður.Að muna það sem betur hljómar Fyrir þá sem hafa áhuga á því að vita hvert hið rétta hlutfall í dæmi Donalds Trump er þá segir bandaríska alríkislögreglan að hún hafi verið 15% á síðasta ári. Ekki 81%. Þessi ranga tölfræði í tilviki Trumps er því ekki neinn misskilningur eða ónákvæmni—hún er illgjörn lygi. Þeir sem fylgjast með málflutningi Donalds Trump hafa fyrir löngu orðið þess áskynja að hann vílar ekki fyrir sér að ýkja og ljúga til þess að æsa upp ótta og hatur meðal stuðningsmanna sinna. Þegar hann teflir fram tölum og staðhæfingum í málflutningi sínum þá er tilgangur hans ekki að sannfæra heldur að staðfesta fyrirframgefna tilfinningu. Af þeim sökum eru áhangendur hans oft ekkert spenntir fyrir því að samræma heimsmynd sína raunveruleikanum. Velgengni Donalds Trump er ískyggileg í því ljósi að það sem hann segir er meira og minna tóm þvæla, en samt virðist hann njóta stöðugt meiri stuðnings. Sú krafa, að fólk sem vill láta taka sig alvarlega í opinberri umræðu vandi málflutning sinn, virðist vera á undanhaldi.Tilgangurinn helgar ekki meðalið En stundum er þetta saklaust. Það skiptir til dæmis ekki öllu máli í umræðunni um heilbrigðismál þótt Kári Stefánsson hafi gert mistök í tölfræðilegum rökstuðningi sínum, eins og sýnt hefur verið fram á. Það er reyndar bagalegt í ljósi þess að hann er virtasti raunvísindamaður landsins. Áhyggjur hans af heilbrigðiskerfinu eru þó bersýnilega einlægar og tilkomnar af umhyggju, góðum hug og náungakærleik. En Kári nýtur þess að vera vitsmunalegur risi í samfélaginu. Fáum venjulegum borgurum dytti í hug að draga í efa prósentureikning hans. Þótt tilgangur hans sé vafalaust einlægur og göfugur, þá helgar hann ekki meðalið.Hártoganir um staðreyndir Annað dæmi um rugling í nýlegri umræðu tengist því að hluti útvegsmanna hefur sterka skoðun á því hvort Íslendingar eigi að skilja sig frá efnahagsaðgerðum gegn Rússum. Í málflutningi forsvarsmanna þeirra hefur hins vegar verið haldið svo illa á staðreyndum að utanríkisráðuneytið sá sig tilneytt til þess að gefa út langan lista af leiðréttingum. Viðbrögð forystumanna sjávarútvegsins voru að kvarta undan „hártogunum“ þegar æpandi staðreyndavillur í málflutningnum voru leiðréttar. Staðreyndir skipta máli. Það er áhyggjuefni ef þeir sem eru í aðstöðu til þess að ljá málflutningi sínum trúverðugleika í krafti stöðu sinnar gerast sinnulausir og óvandvirkir. Til þess að hægt sé að eiga rökræður um skoðanir þarf að bera virðingu fyrir staðreyndum, og fara að minnsta kosti ekki vísvitandi rangt með þær. Skoðanir megum við öll hafa og þurfum ekki að rökstyðja frekar en við viljum. Öllum er til að mynda frjálst að hafa sína skoðun á því hvort Kaupmannahöfn sé skemmtileg borg, en það er mesti óþarfi að rökræða hvort hún sé í Danmörku eða ekki. Það er staðreynd.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun