Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. janúar 2016 06:00 Tekjur af gjaldtöku við Silfru fara í að bæta aðbúnað og öryggi. Fréttablaðið/Vilhelm Engin ákvörðun verður tekin um hvort fyrirmæli um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum verði tekin til endurskoðunar eftir að kínverskur ferðamaður lést eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á þriðjudaginn. Slíkt gæti gerst eftir rannsókn lögreglu. „Samgöngustofa tjáir sig ekki um einstök slys fyrr en rannsókn lögreglu lýkur,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Lögreglan annast rannsókn þessarar tegundar slysa en útgáfa fyrirmæla um köfun fellur undir Samgöngustofu. Öll slys kalla á mögulegar breytingar eftir rannsókn lögreglu að sögn Þórhildar. „Almennt geta allar rannsóknir á samgönguslysum leitt til þess að verklagi sé breytt í öryggisátt,“ segir hún. Eftir köfunarslys í Silfru árið 2013 gaf Siglingastofnun út ný fyrirmæli um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Fyrirtæki sem bjóða upp á köfun í þjóðgarðinum skila inn öryggis- og viðbragðsáætlun til Samgöngustofu til samþykkis og þau eru hvött til að kynna sér fyrirmæli vegna köfunar. Einstaklingar sem stunda áhugamanna- og sportköfun eru þó ávallt á eigin ábyrgð.Ólafur Örn Haraldssonvísir/vilhelmÓlafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir hug allra sem að þessu koma hjá konunni sem lést og aðstandendum. Sjálfsagt verði nú farið yfir reglur, fyrirmæli og öryggismál. „Ég hef óskað eftir fundi með björgunar- og viðbragðsaðilum. Þjóðgarðurinn hlýtur að velta fyrir sér, þó svo við séum ekki ábyrg fyrir köfuninni, hvort hann eigi að leggja til land, þjónustu og aðstöðu undir starfsemi sem reynist þetta hættuleg. Það er spurning sem þjóðgarðurinn þarf að taka afstöðu til,“ segir Ólafur og bendir á að ásóknin nálgist þolmörk. Árið 2011 var áætlað að um átta þúsund manns hefðu kafað í Silfru en í fyrra er talið að hátt í þrjátíu þúsund manns hafi kafað. Miðað við þúsund króna gjaldtöku þjóðgarðsins af köfun má áætla að tekjur hafi verið meiri en tuttugu milljónir króna. Áætlaðar tekjur fyrirtækja sem buðu upp á köfun í Silfru voru 100 til 120 milljónir árið 2011. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Engin ákvörðun verður tekin um hvort fyrirmæli um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum verði tekin til endurskoðunar eftir að kínverskur ferðamaður lést eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á þriðjudaginn. Slíkt gæti gerst eftir rannsókn lögreglu. „Samgöngustofa tjáir sig ekki um einstök slys fyrr en rannsókn lögreglu lýkur,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Lögreglan annast rannsókn þessarar tegundar slysa en útgáfa fyrirmæla um köfun fellur undir Samgöngustofu. Öll slys kalla á mögulegar breytingar eftir rannsókn lögreglu að sögn Þórhildar. „Almennt geta allar rannsóknir á samgönguslysum leitt til þess að verklagi sé breytt í öryggisátt,“ segir hún. Eftir köfunarslys í Silfru árið 2013 gaf Siglingastofnun út ný fyrirmæli um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Fyrirtæki sem bjóða upp á köfun í þjóðgarðinum skila inn öryggis- og viðbragðsáætlun til Samgöngustofu til samþykkis og þau eru hvött til að kynna sér fyrirmæli vegna köfunar. Einstaklingar sem stunda áhugamanna- og sportköfun eru þó ávallt á eigin ábyrgð.Ólafur Örn Haraldssonvísir/vilhelmÓlafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir hug allra sem að þessu koma hjá konunni sem lést og aðstandendum. Sjálfsagt verði nú farið yfir reglur, fyrirmæli og öryggismál. „Ég hef óskað eftir fundi með björgunar- og viðbragðsaðilum. Þjóðgarðurinn hlýtur að velta fyrir sér, þó svo við séum ekki ábyrg fyrir köfuninni, hvort hann eigi að leggja til land, þjónustu og aðstöðu undir starfsemi sem reynist þetta hættuleg. Það er spurning sem þjóðgarðurinn þarf að taka afstöðu til,“ segir Ólafur og bendir á að ásóknin nálgist þolmörk. Árið 2011 var áætlað að um átta þúsund manns hefðu kafað í Silfru en í fyrra er talið að hátt í þrjátíu þúsund manns hafi kafað. Miðað við þúsund króna gjaldtöku þjóðgarðsins af köfun má áætla að tekjur hafi verið meiri en tuttugu milljónir króna. Áætlaðar tekjur fyrirtækja sem buðu upp á köfun í Silfru voru 100 til 120 milljónir árið 2011.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08
Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00
Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14
Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00