Kári Stefánsson vill að forsetaembættið verði lagt niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 18:51 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/GVA Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill leggja niður forsetaembættið og segir að málskotsréttur forseta trufli þingræði í landinu. Hann er jafnframt ósáttur við að myndskeið þar sem hann tjáir sig á hressilegan hátt hafi verið gert opinbert. „Ég held að við ættum að leggja niður forsetaembættið. Ég held að það gegni nákvæmlega engum tilgangi,“ sagði Kári sem var gestur í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. „Við ættum að koma upp barnaheimili á Bessastöðum. Þetta er ágætis hús fyrir það.“ Kári útskýrði mál sitt með tilvísun í það að á Íslandi væri við lýði þingræði sem ekki ætti að hræra í þrátt fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert vel þegar hann nýtti málskotsrétt sinn til þess að skjóta Icesave-samningunum til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þó svo að í þessum tilfellum eins og Icesave-málinu hafi Ólafur Ragnar reynst þessari þjóð vel þá þýðir það ekki endilega að við eigum að leyfa því að trufla þetta þingræði sem við höfum í landinu,“ sagði Kári. „Þetta er svolítið fikt í því og guði sé lof fiktaði hann í því en af og til er hægt að komast að réttri niðurstöðu á röngum forsendum og ég held að hann hafi gert það þar.“Sjá einnig: Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherraKári hefur að undanförnu verið orðaður við framboð til forsetaembættisins en segir að það sé greinilega ekki hollt að gegna embætti forseta Íslands. „Ég held því fram að það sé bysna óhollt fyrir fólk að verða forseti. Þú sérð bara hvað þetta hefur gert fólki eins og Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki vildi ég verða eins og þau á á gamals aldri,“ sagði Kári.Segir birtingu myndskeiðs dónaskapKári Stefánsson er ekki sáttur við að myndskeið þar sem hann ræddi nýverið á kraftmikinn hátt á málþingi Pírata um staðsetningu nýs spítala hafi verið gert opinbert á netinu. „Einn af Pírötunum tekur þetta upp án þes að fá leyfi mitt, setur þetta á netið án þess að fá leyfi mitt. Þetta er dónaskapur,“ sagði Kári.Sjá einnig: Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“„Þarna er ég að tala fyrir hópi fullorðins fólks. Nú er þetta tekið og sett á netið þar sem þetta er aðgengilegt börnum. Ég nota annað orðalag þegar ég ávarpa börn heldur en fullorðna. Þarna eyðileggur þessi Pírati þau stílbrögð sem ég vil nota þegar ég tjái mig um þetta við fólk. Ég get hinsvegar staðið við innihald þess sem ég talaði um.“Kári Stefánsson var gestur í Eyjunni en innslagið má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill leggja niður forsetaembættið og segir að málskotsréttur forseta trufli þingræði í landinu. Hann er jafnframt ósáttur við að myndskeið þar sem hann tjáir sig á hressilegan hátt hafi verið gert opinbert. „Ég held að við ættum að leggja niður forsetaembættið. Ég held að það gegni nákvæmlega engum tilgangi,“ sagði Kári sem var gestur í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. „Við ættum að koma upp barnaheimili á Bessastöðum. Þetta er ágætis hús fyrir það.“ Kári útskýrði mál sitt með tilvísun í það að á Íslandi væri við lýði þingræði sem ekki ætti að hræra í þrátt fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert vel þegar hann nýtti málskotsrétt sinn til þess að skjóta Icesave-samningunum til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þó svo að í þessum tilfellum eins og Icesave-málinu hafi Ólafur Ragnar reynst þessari þjóð vel þá þýðir það ekki endilega að við eigum að leyfa því að trufla þetta þingræði sem við höfum í landinu,“ sagði Kári. „Þetta er svolítið fikt í því og guði sé lof fiktaði hann í því en af og til er hægt að komast að réttri niðurstöðu á röngum forsendum og ég held að hann hafi gert það þar.“Sjá einnig: Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherraKári hefur að undanförnu verið orðaður við framboð til forsetaembættisins en segir að það sé greinilega ekki hollt að gegna embætti forseta Íslands. „Ég held því fram að það sé bysna óhollt fyrir fólk að verða forseti. Þú sérð bara hvað þetta hefur gert fólki eins og Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki vildi ég verða eins og þau á á gamals aldri,“ sagði Kári.Segir birtingu myndskeiðs dónaskapKári Stefánsson er ekki sáttur við að myndskeið þar sem hann ræddi nýverið á kraftmikinn hátt á málþingi Pírata um staðsetningu nýs spítala hafi verið gert opinbert á netinu. „Einn af Pírötunum tekur þetta upp án þes að fá leyfi mitt, setur þetta á netið án þess að fá leyfi mitt. Þetta er dónaskapur,“ sagði Kári.Sjá einnig: Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“„Þarna er ég að tala fyrir hópi fullorðins fólks. Nú er þetta tekið og sett á netið þar sem þetta er aðgengilegt börnum. Ég nota annað orðalag þegar ég ávarpa börn heldur en fullorðna. Þarna eyðileggur þessi Pírati þau stílbrögð sem ég vil nota þegar ég tjái mig um þetta við fólk. Ég get hinsvegar staðið við innihald þess sem ég talaði um.“Kári Stefánsson var gestur í Eyjunni en innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13
Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51
Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00