Kári Stefánsson vill að forsetaembættið verði lagt niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 18:51 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/GVA Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill leggja niður forsetaembættið og segir að málskotsréttur forseta trufli þingræði í landinu. Hann er jafnframt ósáttur við að myndskeið þar sem hann tjáir sig á hressilegan hátt hafi verið gert opinbert. „Ég held að við ættum að leggja niður forsetaembættið. Ég held að það gegni nákvæmlega engum tilgangi,“ sagði Kári sem var gestur í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. „Við ættum að koma upp barnaheimili á Bessastöðum. Þetta er ágætis hús fyrir það.“ Kári útskýrði mál sitt með tilvísun í það að á Íslandi væri við lýði þingræði sem ekki ætti að hræra í þrátt fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert vel þegar hann nýtti málskotsrétt sinn til þess að skjóta Icesave-samningunum til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þó svo að í þessum tilfellum eins og Icesave-málinu hafi Ólafur Ragnar reynst þessari þjóð vel þá þýðir það ekki endilega að við eigum að leyfa því að trufla þetta þingræði sem við höfum í landinu,“ sagði Kári. „Þetta er svolítið fikt í því og guði sé lof fiktaði hann í því en af og til er hægt að komast að réttri niðurstöðu á röngum forsendum og ég held að hann hafi gert það þar.“Sjá einnig: Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherraKári hefur að undanförnu verið orðaður við framboð til forsetaembættisins en segir að það sé greinilega ekki hollt að gegna embætti forseta Íslands. „Ég held því fram að það sé bysna óhollt fyrir fólk að verða forseti. Þú sérð bara hvað þetta hefur gert fólki eins og Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki vildi ég verða eins og þau á á gamals aldri,“ sagði Kári.Segir birtingu myndskeiðs dónaskapKári Stefánsson er ekki sáttur við að myndskeið þar sem hann ræddi nýverið á kraftmikinn hátt á málþingi Pírata um staðsetningu nýs spítala hafi verið gert opinbert á netinu. „Einn af Pírötunum tekur þetta upp án þes að fá leyfi mitt, setur þetta á netið án þess að fá leyfi mitt. Þetta er dónaskapur,“ sagði Kári.Sjá einnig: Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“„Þarna er ég að tala fyrir hópi fullorðins fólks. Nú er þetta tekið og sett á netið þar sem þetta er aðgengilegt börnum. Ég nota annað orðalag þegar ég ávarpa börn heldur en fullorðna. Þarna eyðileggur þessi Pírati þau stílbrögð sem ég vil nota þegar ég tjái mig um þetta við fólk. Ég get hinsvegar staðið við innihald þess sem ég talaði um.“Kári Stefánsson var gestur í Eyjunni en innslagið má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill leggja niður forsetaembættið og segir að málskotsréttur forseta trufli þingræði í landinu. Hann er jafnframt ósáttur við að myndskeið þar sem hann tjáir sig á hressilegan hátt hafi verið gert opinbert. „Ég held að við ættum að leggja niður forsetaembættið. Ég held að það gegni nákvæmlega engum tilgangi,“ sagði Kári sem var gestur í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. „Við ættum að koma upp barnaheimili á Bessastöðum. Þetta er ágætis hús fyrir það.“ Kári útskýrði mál sitt með tilvísun í það að á Íslandi væri við lýði þingræði sem ekki ætti að hræra í þrátt fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert vel þegar hann nýtti málskotsrétt sinn til þess að skjóta Icesave-samningunum til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þó svo að í þessum tilfellum eins og Icesave-málinu hafi Ólafur Ragnar reynst þessari þjóð vel þá þýðir það ekki endilega að við eigum að leyfa því að trufla þetta þingræði sem við höfum í landinu,“ sagði Kári. „Þetta er svolítið fikt í því og guði sé lof fiktaði hann í því en af og til er hægt að komast að réttri niðurstöðu á röngum forsendum og ég held að hann hafi gert það þar.“Sjá einnig: Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherraKári hefur að undanförnu verið orðaður við framboð til forsetaembættisins en segir að það sé greinilega ekki hollt að gegna embætti forseta Íslands. „Ég held því fram að það sé bysna óhollt fyrir fólk að verða forseti. Þú sérð bara hvað þetta hefur gert fólki eins og Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki vildi ég verða eins og þau á á gamals aldri,“ sagði Kári.Segir birtingu myndskeiðs dónaskapKári Stefánsson er ekki sáttur við að myndskeið þar sem hann ræddi nýverið á kraftmikinn hátt á málþingi Pírata um staðsetningu nýs spítala hafi verið gert opinbert á netinu. „Einn af Pírötunum tekur þetta upp án þes að fá leyfi mitt, setur þetta á netið án þess að fá leyfi mitt. Þetta er dónaskapur,“ sagði Kári.Sjá einnig: Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“„Þarna er ég að tala fyrir hópi fullorðins fólks. Nú er þetta tekið og sett á netið þar sem þetta er aðgengilegt börnum. Ég nota annað orðalag þegar ég ávarpa börn heldur en fullorðna. Þarna eyðileggur þessi Pírati þau stílbrögð sem ég vil nota þegar ég tjái mig um þetta við fólk. Ég get hinsvegar staðið við innihald þess sem ég talaði um.“Kári Stefánsson var gestur í Eyjunni en innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13
Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51
Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00