Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2016 13:45 Sverrir Þór Sverrisson þarf að hreinsa loftið hjá Keflavík. vísir/daníel Sverrir Þór Sverrisson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liði Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um síðustu helgi. Sverrir tók við starfinu af Margréti Sturlaugsdóttur sem sagt var upp eftir sigur gegn Grindavík í síðustu viku. Mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur, en í byrjun tímabils hætti besti leikmaður liðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, og fór í Snæfell. Bryndís og Margrét gátu ekki unnið saman, en í viðtali við Vísi í október sagði Margrét opinskátt frá samskiptum þeirra. Margrét hætti meira að segja sem aðstoðarlandsliðsþjálfari vegna deilna þeirra.Bryndís hætti hjá Keflavík út af Margréti og fór í Snæfell.vísir/vilhelmMálin leyst hjá körlunum Fleiri leikmenn liðsins hótuðu svo að hætta eftir sigurinn á Grindavík í síðustu viku, samkvæmt heimildum, og eftir mikil fundarhöld á Sunnubrautinni var ákveðið að láta Margréti fara. Sverrir hefur áður þjálfað kvennalið, en hann gerði Njarðvík að Íslands- og bikarmeisturum árið 2012 áður en hann tók svo við Grindavík í karlaboltanum og gerði það að Íslandsmeistara. Hann segir mikinn mun á því að þjálfa karla og konur og segir nýjasta dæmið í Keflavík útskýra sitt mál. „Það segja margir að það sé miklu auðveldara að þjálfa karlalið og það er mikið til í því,“ sagði Sverrir í viðtali í Akraborginni í gær. „Það er minna um svona mál í karlaboltanum. Ef eitthvað kemur upp er það yfirleitt afgreitt inn á æfingum og svo er það bara búið.“ „Það virðist oft vera með stelpurnar að þetta hleður utan á sig og klárast ekki fyrir en allt springur töluvert seinna. Það eru margir sem tala um, að þetta sé helsti vandinn við að þjálfa konur,“ sagði Sverrir.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðinu út af Bryndísi.mynd/kkíEngin góð ákvörðun Sverrir segir Keflvíkinga hafa í raun verið í ómögulegri stöðu hvað sem var ákveðið í síðustu viku því ekki má gleyma að formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar. Hann hætti um leið og Margrét var rekin. „Ég veit ekki með völd leikmanna í þessu. Ég heyrði hlið stjórnarinnar og svo átti ég mjög gott samtal við Margréti í gær. Maður veit aðeins hvað var í gangi,“ sagði Sverrir. „Ég veit ekkert allt, en ég veit að þetta var þannig að sama hvaða ákvörðun var tekin í þessu var engin þeirra góð. Þetta var virkilega erfitt og auðvitað bara hundleiðinlegt. Þetta er leiðindamál.“ „Þetta er sérstaklega leiðinlegt því Falur og Margrét eru búin að vinna gríðarlega gott starf í Keflavík í fleiri fleiri ár. Þau voru leikmenn, svo þjálfarar og síðar í stjórn,“ sagði Sverrir.Falur Harðarson hætti sem formaður kkd Keflavíkur þegar eiginkona hans var rekin.vísir/anton brinkHorfa fram á veginn Margrét ætlar að kveðja stelpurnar í kvöld og reyna að loka á þessi vandamál í eitt skipti fyrir öll, en svo þarf Sverrir að stýra skútunni á rétta braut. „Það var virkilega gott að heyra í Margréti í gær. Hún er búin að heyra í stelpunum og sérstaklega þeim sem mestu samskiptaörðuleikarnir voru á milli. Hún ætlar að kíkja á morgun [í kvöld] á æfingu og spjalla létt við stelpurnar. Eftir það verður þetta dæmi búið og allt heldur áfram,“ sagði Sverrir. „Fyrsta verk mitt í kvöld [gærkvöld] verður að fá á hreint að þetta mál er búið. Nú horfa bara allir fram á veginn og allir verða á sömu blaðsíðunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liði Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um síðustu helgi. Sverrir tók við starfinu af Margréti Sturlaugsdóttur sem sagt var upp eftir sigur gegn Grindavík í síðustu viku. Mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur, en í byrjun tímabils hætti besti leikmaður liðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, og fór í Snæfell. Bryndís og Margrét gátu ekki unnið saman, en í viðtali við Vísi í október sagði Margrét opinskátt frá samskiptum þeirra. Margrét hætti meira að segja sem aðstoðarlandsliðsþjálfari vegna deilna þeirra.Bryndís hætti hjá Keflavík út af Margréti og fór í Snæfell.vísir/vilhelmMálin leyst hjá körlunum Fleiri leikmenn liðsins hótuðu svo að hætta eftir sigurinn á Grindavík í síðustu viku, samkvæmt heimildum, og eftir mikil fundarhöld á Sunnubrautinni var ákveðið að láta Margréti fara. Sverrir hefur áður þjálfað kvennalið, en hann gerði Njarðvík að Íslands- og bikarmeisturum árið 2012 áður en hann tók svo við Grindavík í karlaboltanum og gerði það að Íslandsmeistara. Hann segir mikinn mun á því að þjálfa karla og konur og segir nýjasta dæmið í Keflavík útskýra sitt mál. „Það segja margir að það sé miklu auðveldara að þjálfa karlalið og það er mikið til í því,“ sagði Sverrir í viðtali í Akraborginni í gær. „Það er minna um svona mál í karlaboltanum. Ef eitthvað kemur upp er það yfirleitt afgreitt inn á æfingum og svo er það bara búið.“ „Það virðist oft vera með stelpurnar að þetta hleður utan á sig og klárast ekki fyrir en allt springur töluvert seinna. Það eru margir sem tala um, að þetta sé helsti vandinn við að þjálfa konur,“ sagði Sverrir.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðinu út af Bryndísi.mynd/kkíEngin góð ákvörðun Sverrir segir Keflvíkinga hafa í raun verið í ómögulegri stöðu hvað sem var ákveðið í síðustu viku því ekki má gleyma að formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar. Hann hætti um leið og Margrét var rekin. „Ég veit ekki með völd leikmanna í þessu. Ég heyrði hlið stjórnarinnar og svo átti ég mjög gott samtal við Margréti í gær. Maður veit aðeins hvað var í gangi,“ sagði Sverrir. „Ég veit ekkert allt, en ég veit að þetta var þannig að sama hvaða ákvörðun var tekin í þessu var engin þeirra góð. Þetta var virkilega erfitt og auðvitað bara hundleiðinlegt. Þetta er leiðindamál.“ „Þetta er sérstaklega leiðinlegt því Falur og Margrét eru búin að vinna gríðarlega gott starf í Keflavík í fleiri fleiri ár. Þau voru leikmenn, svo þjálfarar og síðar í stjórn,“ sagði Sverrir.Falur Harðarson hætti sem formaður kkd Keflavíkur þegar eiginkona hans var rekin.vísir/anton brinkHorfa fram á veginn Margrét ætlar að kveðja stelpurnar í kvöld og reyna að loka á þessi vandamál í eitt skipti fyrir öll, en svo þarf Sverrir að stýra skútunni á rétta braut. „Það var virkilega gott að heyra í Margréti í gær. Hún er búin að heyra í stelpunum og sérstaklega þeim sem mestu samskiptaörðuleikarnir voru á milli. Hún ætlar að kíkja á morgun [í kvöld] á æfingu og spjalla létt við stelpurnar. Eftir það verður þetta dæmi búið og allt heldur áfram,“ sagði Sverrir. „Fyrsta verk mitt í kvöld [gærkvöld] verður að fá á hreint að þetta mál er búið. Nú horfa bara allir fram á veginn og allir verða á sömu blaðsíðunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira