Viðbót, ekki bylting stjórnarmaðurinn skrifar 13. janúar 2016 08:00 Streymiþjónustan Netflix var opnuð á dögunum hér á landi. Þrátt fyrir þetta er Netflix engin nýjung á heimilum landsmanna, en gert er ráð fyrir að 20 til 30 þúsund heimili í landinu hafi áskrift eftir krókaleiðum gegnum Bandaríkin. Áhugavert verður að sjá hvort þessir áskrifendur haldi sig við bandarísku þjónustuna (sem hefur mun meira efnisúrval) eða skipti yfir í þá íslensku. Það er að mörgu leyti aðdáunarverð ákvörðun hjá Netflix að hefja löglega starfsemi á Íslandi, en félagið hefur um árabil haft talsverðar tekjur hér. Sé miðað við að bandaríska Netflix hafi að jafnaði tuttugu þúsund áskrifendur á Íslandi og að hver áskrifandi borgi átta dali á mánuði, gerir það tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala á ári eða u.þ.b. 260 milljónir íslenskra króna. Þetta er hreinn hagnaður. Ekkert starfsmannahald, enginn kostnaður af efniskaupum og enginn skattur, STEF gjöld eða annað í ríkissjóð. Má því lauslega áætla að ríkissjóður hafi orðið af tekjum upp á ríflega 100 milljónir króna á ári vegna starfsemi Netflix í landinu. Mismunandi efnisúrval hjá bandarísku og íslensku þjónustunni skýrist af því að birtingarréttur afþreyingarefnis er seldur svæðisbundið, þ.e.a.s. kaupandi á hverju markaðssvæði fyrir sig kaupir einkarétt á sínu svæði. Netflix hefur ekki keypt efni í miklu magni fyrir Ísland, auk þess sem það efni sem þeir eiga í Bandaríkjunum er oft á tíðum í eigu þeirra aðila sem fyrir eru á íslenska markaðnum. Því er mun meira úrval á bandarísku þjónustunni. Líklegt er að frekar dragi saman með úrvali í Bandaríkjunum og hér á landi, enda hafa stóru kvikmyndaverin á borð við Warner, Fox og fleiri dregið úr viðskiptum sínum við Netflix, aðrir borga betur til lengri tíma. Sumir, eins og HBO, hafa svo alfarið neitað að skipta við Netflix. Svar Netflix hefur verið aukin áhersla á eigin framleiðslu. Þar er oft á ferðinni gæðaefni, en framleiðslugeta Netflix er ekki slík að eigið efni geti komið alfarið í stað efnis frá stúdíórisunum með sína gríðarstóru efnislagera. Netflix hefur einblínt á kaup á þessu gamla efni hingað til. Styrkur Netflix liggur í þeirra eigin efni, annað er oft á tíðum í senn gamalt og sennilega á útleið. Þeir hafa truflað en alls ekki slátrað gamla viðskiptamódelinu úr bransanum. Neytendur geta fagnað tilkomu Netflix sem viðbót á markaðinn, en sjónvarpsfyrirtækin geta sennilega sofið róleg. Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Streymiþjónustan Netflix var opnuð á dögunum hér á landi. Þrátt fyrir þetta er Netflix engin nýjung á heimilum landsmanna, en gert er ráð fyrir að 20 til 30 þúsund heimili í landinu hafi áskrift eftir krókaleiðum gegnum Bandaríkin. Áhugavert verður að sjá hvort þessir áskrifendur haldi sig við bandarísku þjónustuna (sem hefur mun meira efnisúrval) eða skipti yfir í þá íslensku. Það er að mörgu leyti aðdáunarverð ákvörðun hjá Netflix að hefja löglega starfsemi á Íslandi, en félagið hefur um árabil haft talsverðar tekjur hér. Sé miðað við að bandaríska Netflix hafi að jafnaði tuttugu þúsund áskrifendur á Íslandi og að hver áskrifandi borgi átta dali á mánuði, gerir það tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala á ári eða u.þ.b. 260 milljónir íslenskra króna. Þetta er hreinn hagnaður. Ekkert starfsmannahald, enginn kostnaður af efniskaupum og enginn skattur, STEF gjöld eða annað í ríkissjóð. Má því lauslega áætla að ríkissjóður hafi orðið af tekjum upp á ríflega 100 milljónir króna á ári vegna starfsemi Netflix í landinu. Mismunandi efnisúrval hjá bandarísku og íslensku þjónustunni skýrist af því að birtingarréttur afþreyingarefnis er seldur svæðisbundið, þ.e.a.s. kaupandi á hverju markaðssvæði fyrir sig kaupir einkarétt á sínu svæði. Netflix hefur ekki keypt efni í miklu magni fyrir Ísland, auk þess sem það efni sem þeir eiga í Bandaríkjunum er oft á tíðum í eigu þeirra aðila sem fyrir eru á íslenska markaðnum. Því er mun meira úrval á bandarísku þjónustunni. Líklegt er að frekar dragi saman með úrvali í Bandaríkjunum og hér á landi, enda hafa stóru kvikmyndaverin á borð við Warner, Fox og fleiri dregið úr viðskiptum sínum við Netflix, aðrir borga betur til lengri tíma. Sumir, eins og HBO, hafa svo alfarið neitað að skipta við Netflix. Svar Netflix hefur verið aukin áhersla á eigin framleiðslu. Þar er oft á ferðinni gæðaefni, en framleiðslugeta Netflix er ekki slík að eigið efni geti komið alfarið í stað efnis frá stúdíórisunum með sína gríðarstóru efnislagera. Netflix hefur einblínt á kaup á þessu gamla efni hingað til. Styrkur Netflix liggur í þeirra eigin efni, annað er oft á tíðum í senn gamalt og sennilega á útleið. Þeir hafa truflað en alls ekki slátrað gamla viðskiptamódelinu úr bransanum. Neytendur geta fagnað tilkomu Netflix sem viðbót á markaðinn, en sjónvarpsfyrirtækin geta sennilega sofið róleg.
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. 6. janúar 2016 18:45