Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ingvar Haraldsson skrifar 15. janúar 2016 07:00 Þau sem fengu mest síðustu tíu ár. Upphæðirnar eru uppreiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs. Þeir listamenn sem hlotið hafa hæstu listamannalaunin síðasta áratug eru allir rithöfundar. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir á að í öðrum launasjóðum en hjá rithöfundum sé jafnframt verkefnissjóður þar sem listamenn geti fengið bæði laun og verkefnisstyrk. Fjórir rithöfundar hafa fengið úthlutuð listamannalaun allt árið samfleytt síðasta áratug. Alls hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur síðustu tíu árum. „Ég held að menn verði að líta til verka þessara listamanna og leyfa þeim að svara fyrir sig,“ segir Bryndís. „Að baki hverri umsókn liggur verkefni til grundvallar sem matið byggir fyrst og fremst á. Menn fá ekki úthlutað til tíu ára á einu bretti. Þessir listamenn hafa þurft að sækja um aftur og aftur og fengið umsóknir sínar samþykktar,“ segir Bryndís.Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir Íslendinga fá mikið fyrir þau listamannalaun sem greidd séu.Miðað við framvinduskýrslur sem listamenn hafa skilað og Bryndís hefur lesið segir hún Íslendinga fá mikið fyrir peningana því fjárhæðin sem listamenn fái greidda sé ekki há. Í ár nema listamannalaun, sem eru líkt og fyrri ár verktakalaun, 351.400 krónum á mánuði. Bryndís segir það ekki koma á óvart að ásakanir um að ákveðinn hópur sitji að listamannalaunum séu uppi þegar úthlutanir síðustu ára séu skoðaðar. „Hins vegar er þetta faglegt mat og þá væntanlega byggt á verkefni og frammistöðu viðkomandi listamanns. Það verður þá bara að segjast eins og er að þetta séu góðir listamenn að mati úthlutunarnefndar sem er í stöðugri breytingu því fólk má ekki sitja lengur en þrjú ár.“ Þá segist Bryndís harma þá óvægnu umræðu sem hafi verið í garð úthlutunarnefndar rithöfundalauna, sem sé bundin þagnarskyldu og geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Allir aðalmenn í í stjórn Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) fengu úthlutað árs listmannalaunum af úthlutunarnefnd sem stjórnin valdi sjálf. „Stjórn sjóðsins hefur farið yfir þessar úthlutanir og það er alveg yfir allan vafa hafið að þær voru unnar á faglegum forsendum og af heilindum. Mér finnst þau ekki hafa mætt réttmætri umfjöllun þó svo óheppilega hafa viljað til varðandi tengingar við úthlutun til stjórnar RSÍ.“ Bryndís segist óttast að afar erfitt verði að fá fólk í valnefndir í framtíðinni vegna umræðunnar sem geisi um störf nefndarmannanna. Hún á þó von á því að verklagið við val á úthlutunarnefndum verði skoðað á næstunni. „Ég býst við að fagfélögin endurskoði verklagsreglur sínar varðandi úthlutunarnefndir í kjölfar þessarar umræðu,“ segir Bryndís. Launasjóður rithöfunda er stærsti sjóðurinn, en 531 mánaðarlaunum var úthlutað úr honum í ár. Næstur kemur launasjóður myndlistarmanna þaðan sem úthlutað var 435 mánaðarlaunum. Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Sjá meira
Þeir listamenn sem hlotið hafa hæstu listamannalaunin síðasta áratug eru allir rithöfundar. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir á að í öðrum launasjóðum en hjá rithöfundum sé jafnframt verkefnissjóður þar sem listamenn geti fengið bæði laun og verkefnisstyrk. Fjórir rithöfundar hafa fengið úthlutuð listamannalaun allt árið samfleytt síðasta áratug. Alls hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur síðustu tíu árum. „Ég held að menn verði að líta til verka þessara listamanna og leyfa þeim að svara fyrir sig,“ segir Bryndís. „Að baki hverri umsókn liggur verkefni til grundvallar sem matið byggir fyrst og fremst á. Menn fá ekki úthlutað til tíu ára á einu bretti. Þessir listamenn hafa þurft að sækja um aftur og aftur og fengið umsóknir sínar samþykktar,“ segir Bryndís.Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir Íslendinga fá mikið fyrir þau listamannalaun sem greidd séu.Miðað við framvinduskýrslur sem listamenn hafa skilað og Bryndís hefur lesið segir hún Íslendinga fá mikið fyrir peningana því fjárhæðin sem listamenn fái greidda sé ekki há. Í ár nema listamannalaun, sem eru líkt og fyrri ár verktakalaun, 351.400 krónum á mánuði. Bryndís segir það ekki koma á óvart að ásakanir um að ákveðinn hópur sitji að listamannalaunum séu uppi þegar úthlutanir síðustu ára séu skoðaðar. „Hins vegar er þetta faglegt mat og þá væntanlega byggt á verkefni og frammistöðu viðkomandi listamanns. Það verður þá bara að segjast eins og er að þetta séu góðir listamenn að mati úthlutunarnefndar sem er í stöðugri breytingu því fólk má ekki sitja lengur en þrjú ár.“ Þá segist Bryndís harma þá óvægnu umræðu sem hafi verið í garð úthlutunarnefndar rithöfundalauna, sem sé bundin þagnarskyldu og geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Allir aðalmenn í í stjórn Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) fengu úthlutað árs listmannalaunum af úthlutunarnefnd sem stjórnin valdi sjálf. „Stjórn sjóðsins hefur farið yfir þessar úthlutanir og það er alveg yfir allan vafa hafið að þær voru unnar á faglegum forsendum og af heilindum. Mér finnst þau ekki hafa mætt réttmætri umfjöllun þó svo óheppilega hafa viljað til varðandi tengingar við úthlutun til stjórnar RSÍ.“ Bryndís segist óttast að afar erfitt verði að fá fólk í valnefndir í framtíðinni vegna umræðunnar sem geisi um störf nefndarmannanna. Hún á þó von á því að verklagið við val á úthlutunarnefndum verði skoðað á næstunni. „Ég býst við að fagfélögin endurskoði verklagsreglur sínar varðandi úthlutunarnefndir í kjölfar þessarar umræðu,“ segir Bryndís. Launasjóður rithöfunda er stærsti sjóðurinn, en 531 mánaðarlaunum var úthlutað úr honum í ár. Næstur kemur launasjóður myndlistarmanna þaðan sem úthlutað var 435 mánaðarlaunum.
Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Sjá meira
Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent