Andlegt erfiði Magnús Guðmundsson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi, að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta hluta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra.“ Þessi orð Þórbergs Þórðarsonar í Bréfi til Láru eru að verða aldar gömul. Þórbergur tók djúpt í árinni, ýkti, ögraði og gerði allt vitlaust en kjarnaði óumflýjanlegan sannleika: Það er andlega erfitt að skrifa bókmenntir og skapa list. Þetta andlega erfiði hefur aldrei verið vel launað á Íslandi en þjóðin hefur þó borið gæfu til þess að virkja þessa atvinnugrein og löngum uppskorið ríkulega. Bókmenntir eru þjóðhagslega arðbær og andlega eflandi atvinnugrein og listamannalaun því ekki styrkjakerfi heldur fjárfestingarkerfi þar sem launum er úthlutað með árangurskröfu í farteskinu. Kerfið er gagnsætt og opið, sambærilegt t.d. við Rannís, og mikill ávinningur væri efalítið fólginn í því að taka upp sambærileg kerfi innan annarra atvinnugreina s.s. landbúnaðar, ferðamannaiðnaðar og sjávarútvegs svo dæmi sé tekið. En nú sem oft áður virðist deilt um hver eigi að starfa á launum innan greinarinnar, eða með öðrum orðum: Í hvaða höfundum eigum við að fjárfesta? Við eigum að fjárfesta í góðum höfundum. Höfundum sem eru vænlegir til þess að skila okkur þeim ávinningi sem við vonumst eftir; efla tungumálið, skerpa hugsun, gagnrýna okkur og veita okkur innblástur, snerta í okkur hjartað og gera okkur að betri manneskjum. Þetta er mikil krafa sem erfitt er að standa undir enda getur það tekið höfund langan tíma og mikla æfingu að ná slíkum árangri. Árangri sem er ekki talinn í blaðsíðum. Verkin eru fjölbreyttari og flóknari en svo og verkefni höfunda í nútíma samfélagi mun viðameiri en að sitja við skriftir. Núverandi kerfi við úthlutun listamannalauna var á sínum tíma mikið framfaraskref frá þeirri pólitísku úthlutun sem var áður við lýði. Stjórnir fagfélaga listamanna leggja á herðar sérfræðinga að sitja í úthlutunarnefndum og meta þar með faglegum hætti þær umsóknir sem berast hverju sinni. Listamennirnir sem sitja í þessum stjórnum verða auðvitað að geta sótt um innan síns sambands þar sem viðkomandi eru ekki starfandi sem stéttarfélagsstjórnir heldur sem listamenn. Það eru því þungar og alvarlegar þær ásakanir að stjórn Rithöfundasambandsins hafi með einhverjum hætti hlutast til um niðurstöðu úthlutunarnefndarinnar. Allt eru þetta þó málsmetandi höfundar sem hafa skilað þjóðinni góðri ávöxtun með sínum verkum enda virðist vera lítill fótur fyrir þessum þungu ásökunum. Stjórn RSÍ hefur þó brugðist við með því að leggja fram athyglisverðar hugmyndir um að dreifa enn frekar ábyrgðinni og auka enn meira á gagnsæið. Mættu margar atvinnugreinar taka sér þetta til fyrirmyndar. Hitt er annað mál að á meðan fjárfestingarkostir í bókmenntum eru eins vanmetnir og raun ber vitni þá er sjóðurinn einfaldlega of lítill og tækifærið þannig vannýtt, enda óúthlutað til höfunda sem geta skilað góðum verkum. Þess er því óskandi að ráðamenn taki nú ærlega við sér og sjái til þess að bókmenntaþjóðin geti áfram staðið undir nafni okkur öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Magnús Guðmundsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi, að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta hluta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra.“ Þessi orð Þórbergs Þórðarsonar í Bréfi til Láru eru að verða aldar gömul. Þórbergur tók djúpt í árinni, ýkti, ögraði og gerði allt vitlaust en kjarnaði óumflýjanlegan sannleika: Það er andlega erfitt að skrifa bókmenntir og skapa list. Þetta andlega erfiði hefur aldrei verið vel launað á Íslandi en þjóðin hefur þó borið gæfu til þess að virkja þessa atvinnugrein og löngum uppskorið ríkulega. Bókmenntir eru þjóðhagslega arðbær og andlega eflandi atvinnugrein og listamannalaun því ekki styrkjakerfi heldur fjárfestingarkerfi þar sem launum er úthlutað með árangurskröfu í farteskinu. Kerfið er gagnsætt og opið, sambærilegt t.d. við Rannís, og mikill ávinningur væri efalítið fólginn í því að taka upp sambærileg kerfi innan annarra atvinnugreina s.s. landbúnaðar, ferðamannaiðnaðar og sjávarútvegs svo dæmi sé tekið. En nú sem oft áður virðist deilt um hver eigi að starfa á launum innan greinarinnar, eða með öðrum orðum: Í hvaða höfundum eigum við að fjárfesta? Við eigum að fjárfesta í góðum höfundum. Höfundum sem eru vænlegir til þess að skila okkur þeim ávinningi sem við vonumst eftir; efla tungumálið, skerpa hugsun, gagnrýna okkur og veita okkur innblástur, snerta í okkur hjartað og gera okkur að betri manneskjum. Þetta er mikil krafa sem erfitt er að standa undir enda getur það tekið höfund langan tíma og mikla æfingu að ná slíkum árangri. Árangri sem er ekki talinn í blaðsíðum. Verkin eru fjölbreyttari og flóknari en svo og verkefni höfunda í nútíma samfélagi mun viðameiri en að sitja við skriftir. Núverandi kerfi við úthlutun listamannalauna var á sínum tíma mikið framfaraskref frá þeirri pólitísku úthlutun sem var áður við lýði. Stjórnir fagfélaga listamanna leggja á herðar sérfræðinga að sitja í úthlutunarnefndum og meta þar með faglegum hætti þær umsóknir sem berast hverju sinni. Listamennirnir sem sitja í þessum stjórnum verða auðvitað að geta sótt um innan síns sambands þar sem viðkomandi eru ekki starfandi sem stéttarfélagsstjórnir heldur sem listamenn. Það eru því þungar og alvarlegar þær ásakanir að stjórn Rithöfundasambandsins hafi með einhverjum hætti hlutast til um niðurstöðu úthlutunarnefndarinnar. Allt eru þetta þó málsmetandi höfundar sem hafa skilað þjóðinni góðri ávöxtun með sínum verkum enda virðist vera lítill fótur fyrir þessum þungu ásökunum. Stjórn RSÍ hefur þó brugðist við með því að leggja fram athyglisverðar hugmyndir um að dreifa enn frekar ábyrgðinni og auka enn meira á gagnsæið. Mættu margar atvinnugreinar taka sér þetta til fyrirmyndar. Hitt er annað mál að á meðan fjárfestingarkostir í bókmenntum eru eins vanmetnir og raun ber vitni þá er sjóðurinn einfaldlega of lítill og tækifærið þannig vannýtt, enda óúthlutað til höfunda sem geta skilað góðum verkum. Þess er því óskandi að ráðamenn taki nú ærlega við sér og sjái til þess að bókmenntaþjóðin geti áfram staðið undir nafni okkur öllum til hagsbóta.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar