Reiknað með gerðardómi í dag Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. ágúst 2015 07:00 Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, og Ástráður Haraldsson, lögmaður samtakanna, rýna í dóm Hæstaréttar. vísir/gva Dómur Hæstaréttar í máli BHM gegn ríkinu í gær vegna lagasetningar á verkfall aðildarfélaga BHM í sumar dregur úr vægi væntanlegs gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríkisins. Þetta segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, vera meðal þess sem lesa megi úr dómnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að vænta megi niðurstöðu gerðardóms í dag, degi fyrir settan frest sem dómurinn fékk til að ljúka störfum. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll BHM í sumar og staðfesti þar með dóm héraðsdóms þar að lútandi. Fram kemur í dómnum að undanþágur á heilbrigðisstofnunum hafi ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika líkt og ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Fullreynt hafi verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. Páll segist afar ósáttur við niðurstöðuna. Nú verði kannað hvort farið verði með málið lengra, eða fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru mikil vonbrigði að íslenskir dómstólar virði ekki rétt stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga og fylgja kjarasamningagerð eftir,“ segir hann. Páll segir einnig athyglisvert hvernig Hæstiréttur tali um gerðardóm og vísi til hans sem nefndar sem „gefið hafi verið heitið“ gerðardómur. Hæstiréttur segir „nefndina“ fá óheppilega mikið svigrúm til að ákveða gildistíma launaákvörðunarinnar, en líta verði til þess að hún hafi ekki enn lokið störfum með ákvörðun „sem áfrýjanda væri í lófa lagið að leitast við að fá hnekkt ef hann teldi nefndina hafa farið óhæfilega með þetta svigrúm“. Páll segir því ljóst að ekki sjái fyrir endann á málarekstri vegna deilu BHM og ríkisins, en erfitt sé að tjá sig um mögulegan málatilbúnað fyrr en niðurstaða gerðardómsins svonefnda liggi fyrir. Þá segir Páll ljóst að áhrif dómsins kunni að vera víðtæk þegar kemur að næstu kjarasamningum við ríkið, því í raun sé verið að segja við verkalýðsfélög að þau megi ekki starfa saman og fara saman fram með kröfur. „Það hefur auðvitað þá afleiðingu að ríkið verður að mæta hverju félagi fyrir sig og verður þá að hafa getu til þess.“ Þá sé vafamál að tala um norrænar leiðir þar sem margir komi saman að verkefnum í ljósi þessa dóms, því fari hópar fram með sameiginlegar kröfur megi setja þá alla undir einn hatt í lagasetningu náist ekki saman. „Það er einn lærdómurinn sem menn hljóta að draga af þessu.“ Verkfall 2016 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Dómur Hæstaréttar í máli BHM gegn ríkinu í gær vegna lagasetningar á verkfall aðildarfélaga BHM í sumar dregur úr vægi væntanlegs gerðardóms í kjaradeilu BHM og ríkisins. Þetta segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, vera meðal þess sem lesa megi úr dómnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að vænta megi niðurstöðu gerðardóms í dag, degi fyrir settan frest sem dómurinn fékk til að ljúka störfum. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll BHM í sumar og staðfesti þar með dóm héraðsdóms þar að lútandi. Fram kemur í dómnum að undanþágur á heilbrigðisstofnunum hafi ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika líkt og ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Fullreynt hafi verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. Páll segist afar ósáttur við niðurstöðuna. Nú verði kannað hvort farið verði með málið lengra, eða fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru mikil vonbrigði að íslenskir dómstólar virði ekki rétt stéttarfélaga til þess að gera kjarasamninga og fylgja kjarasamningagerð eftir,“ segir hann. Páll segir einnig athyglisvert hvernig Hæstiréttur tali um gerðardóm og vísi til hans sem nefndar sem „gefið hafi verið heitið“ gerðardómur. Hæstiréttur segir „nefndina“ fá óheppilega mikið svigrúm til að ákveða gildistíma launaákvörðunarinnar, en líta verði til þess að hún hafi ekki enn lokið störfum með ákvörðun „sem áfrýjanda væri í lófa lagið að leitast við að fá hnekkt ef hann teldi nefndina hafa farið óhæfilega með þetta svigrúm“. Páll segir því ljóst að ekki sjái fyrir endann á málarekstri vegna deilu BHM og ríkisins, en erfitt sé að tjá sig um mögulegan málatilbúnað fyrr en niðurstaða gerðardómsins svonefnda liggi fyrir. Þá segir Páll ljóst að áhrif dómsins kunni að vera víðtæk þegar kemur að næstu kjarasamningum við ríkið, því í raun sé verið að segja við verkalýðsfélög að þau megi ekki starfa saman og fara saman fram með kröfur. „Það hefur auðvitað þá afleiðingu að ríkið verður að mæta hverju félagi fyrir sig og verður þá að hafa getu til þess.“ Þá sé vafamál að tala um norrænar leiðir þar sem margir komi saman að verkefnum í ljósi þessa dóms, því fari hópar fram með sameiginlegar kröfur megi setja þá alla undir einn hatt í lagasetningu náist ekki saman. „Það er einn lærdómurinn sem menn hljóta að draga af þessu.“
Verkfall 2016 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira