Hæfileikar heimilislausra leiddir í ljós Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. ágúst 2015 10:30 Verkið sem þau ætla að sýna er frumsamið brotakennt verk úr öllum áttum sem er skapað út frá áhuga og hæfileikum meðlima hópsins, sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Vísir/Anton Brink Þau Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Rúnar Guðbrandsson leikstjóri standa á bak við verkefnið heimilislausa leikhúsið ETHOS sem sýnir sitt fyrsta verk á menningarnótt. Um er að ræða leikhóp sem skipaður er fólki sem ekki hefur fengið tækifæri til þess að láta hæfileika sína í ljós, eru heimilislausir, hælisleitendur, glíma við geðfötlun og annað slíkt. „Markmið okkar er að virkja hæfileikana hjá fólki sem hefur ekki burði til að koma sjálfu sér á framfæri. Þetta er ekki þerapía, ætlunin er ekki að bjarga mannslífum, í besta falli að reyna að gera lífið aðeins bærilegra, gefa fólki tækifæri til að gefa tíma sínum tilgang, en fyrst og síðast er tilgangurinn að skapa listaverk,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir.Ilmur Kristjánsdóttir og Rúnar Guðbrandsson segja hæfileikaríka einstaklinga vera í hópnum.Hún segist hafa fengið hugmyndina að stofnun hópsins þegar hún byrjaði að vinna fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar en hún er nýtekin við stöðu formanns ráðsins. „Ég fór á ráðstefnu um skapandi leiðir til þess að virkja jaðarhópa og þar var maður sem rekur leikhús heimilislausra í Bratislava, Patrik Krebs. Leikhús heimilislausra þar í borg hefur verið starfandi í tólf ár með góðum árangri og alltaf sífellt fleiri sem taka þátt þar,“ útskýrir Ilmur. Rúnar hefur áður verið að vinna að sams konar verkefnum en hann stofnaði til að mynda Götuleikhúsið á sínum tíma sem var upphaflega hugsað sem úrræði til virkja ungt atvinnulaust fólk. Þau fengu 200.000 krónur í styrk til að búa til þessa sýningu sem sýnd verður á menningarnótt. „Við vitum ekki hvað við gerum í framhaldinu, við erum að keyra þetta áfram á ástríðu og sjáum svo hvað kemur út úr þessu,“ segir Ilmur spurð út í framhaldið. Í hópnum eru miklir hæfileikar og eru þau Ilmur og Rúnar ánægð með hvernig þessari hugmynd hefur undið fram. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það eru sífellt fleiri að safnast í hópinn og greinilega eftirspurn eftir svona iðju. Það er alls kyns fólk í hópnum, til dæmis einn hælisleitandi frá Egyptalandi sem getur flutt Hamlet á arabísku og svo eru þarna útigangsmenn- og konur, fólk sem hefur glímt við geðfatlanir og alls kyns fólk.“ Mikil samheldni er í hópnum eins og sjá má.Vísir/Anton BrinkEn gengur ekkert erfiðlega að halda uppi aga á æfingum ef menn mæta jafnvel undir áhrifum áfengis á æfingar? „Við reyndum að setja reglur í upphafi. Það er til dæmis mjög skýrt í leikhúsinu á Bratislava að einstaklingar megi ekki vera undir áhrifum á æfingum eða á sýningum. Stundum hefur fólk mætt undir áhrifum en þá er það yfirleitt farið snemma af æfingum og hefur ekki athygli, það er ástæðan fyrir því að fólk á ekki að vera undir áhrifum. Hins vegar reynum við bara að vinna með það sem við náum út úr fólki,“ útskýrir Ilmur. Verkið sem þau ætla að sýna er frumsamið brotakennt verk úr öllum áttum sem er skapað út frá áhuga og hæfileikum meðlima hópsins, sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir. „Þetta verk er algjör samsuða. Við höfum nýtt það ef það er eitthvað sem fólk vill segja, eitthvað sem brennur á fólki. Þarna eru líka frumsamin lög eða ljóð eftir meðlimina. Fólk kemur til dæmis með frumsamið lag til okkar en svo hverfur það á braut á vit einhverra ævintýra.“ Sýningin hefst klukkan 20.00 á menningarnótt í Samkomusal Hjálpræðishersins og er frítt inn. Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
Þau Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Rúnar Guðbrandsson leikstjóri standa á bak við verkefnið heimilislausa leikhúsið ETHOS sem sýnir sitt fyrsta verk á menningarnótt. Um er að ræða leikhóp sem skipaður er fólki sem ekki hefur fengið tækifæri til þess að láta hæfileika sína í ljós, eru heimilislausir, hælisleitendur, glíma við geðfötlun og annað slíkt. „Markmið okkar er að virkja hæfileikana hjá fólki sem hefur ekki burði til að koma sjálfu sér á framfæri. Þetta er ekki þerapía, ætlunin er ekki að bjarga mannslífum, í besta falli að reyna að gera lífið aðeins bærilegra, gefa fólki tækifæri til að gefa tíma sínum tilgang, en fyrst og síðast er tilgangurinn að skapa listaverk,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir.Ilmur Kristjánsdóttir og Rúnar Guðbrandsson segja hæfileikaríka einstaklinga vera í hópnum.Hún segist hafa fengið hugmyndina að stofnun hópsins þegar hún byrjaði að vinna fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar en hún er nýtekin við stöðu formanns ráðsins. „Ég fór á ráðstefnu um skapandi leiðir til þess að virkja jaðarhópa og þar var maður sem rekur leikhús heimilislausra í Bratislava, Patrik Krebs. Leikhús heimilislausra þar í borg hefur verið starfandi í tólf ár með góðum árangri og alltaf sífellt fleiri sem taka þátt þar,“ útskýrir Ilmur. Rúnar hefur áður verið að vinna að sams konar verkefnum en hann stofnaði til að mynda Götuleikhúsið á sínum tíma sem var upphaflega hugsað sem úrræði til virkja ungt atvinnulaust fólk. Þau fengu 200.000 krónur í styrk til að búa til þessa sýningu sem sýnd verður á menningarnótt. „Við vitum ekki hvað við gerum í framhaldinu, við erum að keyra þetta áfram á ástríðu og sjáum svo hvað kemur út úr þessu,“ segir Ilmur spurð út í framhaldið. Í hópnum eru miklir hæfileikar og eru þau Ilmur og Rúnar ánægð með hvernig þessari hugmynd hefur undið fram. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það eru sífellt fleiri að safnast í hópinn og greinilega eftirspurn eftir svona iðju. Það er alls kyns fólk í hópnum, til dæmis einn hælisleitandi frá Egyptalandi sem getur flutt Hamlet á arabísku og svo eru þarna útigangsmenn- og konur, fólk sem hefur glímt við geðfatlanir og alls kyns fólk.“ Mikil samheldni er í hópnum eins og sjá má.Vísir/Anton BrinkEn gengur ekkert erfiðlega að halda uppi aga á æfingum ef menn mæta jafnvel undir áhrifum áfengis á æfingar? „Við reyndum að setja reglur í upphafi. Það er til dæmis mjög skýrt í leikhúsinu á Bratislava að einstaklingar megi ekki vera undir áhrifum á æfingum eða á sýningum. Stundum hefur fólk mætt undir áhrifum en þá er það yfirleitt farið snemma af æfingum og hefur ekki athygli, það er ástæðan fyrir því að fólk á ekki að vera undir áhrifum. Hins vegar reynum við bara að vinna með það sem við náum út úr fólki,“ útskýrir Ilmur. Verkið sem þau ætla að sýna er frumsamið brotakennt verk úr öllum áttum sem er skapað út frá áhuga og hæfileikum meðlima hópsins, sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir. „Þetta verk er algjör samsuða. Við höfum nýtt það ef það er eitthvað sem fólk vill segja, eitthvað sem brennur á fólki. Þarna eru líka frumsamin lög eða ljóð eftir meðlimina. Fólk kemur til dæmis með frumsamið lag til okkar en svo hverfur það á braut á vit einhverra ævintýra.“ Sýningin hefst klukkan 20.00 á menningarnótt í Samkomusal Hjálpræðishersins og er frítt inn.
Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira