Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 19. október 2025 19:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Vísir Spurning barst frá 32 ára konu: „Ég fæ reglulega ógeðstilfinningu eftir fullnægingu eins og ég hafi gert eitthvað skítugt eða rangt. Ég hef heyrt aðrar konur lýsa sömu upplifun, oftar en einu sinni. Af hverju getur slíkt stafað og hvernig vinnur maður í því að laga þetta?” Mín kæra, þú ert alls ekki ein. Eftir bæði kynlíf og sjálfsfróun getur fólk upplifað tómleikatilfinningu, skömm, depurð, pirring eða ógeðstilfinningu. Postcoital Dysphoria (PCD) er enska heitið á þessari vanlíðan eftir kynlíf. En af hverju gerist þetta? Þegar við stundum sjálfsfróun eða kynlíf fer allskonar í gang innra með okkur. Dópamín, adrenalín og oxytósín seytist út í blóðið og við fullnægingu seytist út prólaktín, endorfín og serótónín. Fyrir flesta leiðir þetta hormónaflæði til vellíðunar og slökunar. En hjá sumum virðist koma niðursveifla eftir kynlíf. Kynlíf getur verið mjög berskjaldandi Það að vera nakin og stunda kynlíf með annarri manneskju eða manneskjum er mjög berskjaldandi. Á meðan á kynlífi stendur er fókus þinn sennilega á öllu því sem kveikir í þér en eftir kynlíf getum við skyndilega orðið vör við þessa berskjöldun. Það að upplifa skömm eða viðbjóð gæti í raun verið viðbragð við þessu. Ógeðsþröskuldurinn breytist í kynlífi Þegar við erum gröð þá dregur úr ógeðstilfinngunni hjá okkur. Þess vegna getur fólki fundist allskonar spennandi í kynlífi sem því finnst ekkert endilega spennandi þegar þau eru ekki gröð. Jafnvel getur komið upp viðbjóður við það að hugsa um líkamsvessa, blauta kossa eða kynfæri nema rétt á meðan á kynlífi/sjálfsfróun stendur. Umhyggja eftir kynlíf Við erum flest mjög meðvituð um það hversu mikilvægur forleikur er. Að senda heit skilaboð, plana skemmtilegt deit, fara saman út og hafa gaman! En hvað gerið þið eftir kynlíf? Takið þið upp símann? Farið þið strax að gera eitthvað annað? Mörg okkar hafa þörf fyrir kúr, nánd, spjall, samveru eða faðmlag. Það að hlúa vel að okkur eftir kynlíf eða sjálfsfróun getur aukið vellíðan og komið í veg fyrir djúpa niðursveiflu. Geðheilsa og líkamsímynd Hvernig er geðheilsa þín almennt? Ef við erum undir miklu álagi, með áfallasögu eða erum að upplifa kvíða og depurð í daglegu lífi, þá getum við fundið fyrir vanlíðan þegar við stöldrum við. Fyrri áföll geta einnig haft áhrif á líðan í kynlífi eða eftir kynlíf. Sama má segja um líkamsímynd. Ef við erum að takast á við slaka líkamsímynd eða höfum áhyggjur af útliti okkar getur það litað líðan okkar eftir kynlíf. Kynfræðsla og samfélagið Hvernig var sú kynfræðsla sem þú fékkst? Hvað finnst þér um kynlíf og sjálfsfróun? Er í boði fyrir þig að upplifa unað og fá það út úr kynlífi það sem þig langar í? Það er svo margt í okkar menningu sem kennir okkur að kynlíf sé eitthvað sem konur eigi helst ekki að hafa áhuga á. Margar konur fá yfir sig drusluskömm fyrir það eitt að sýna kynlífi áhuga. Ef við fáum ítrekað þessi skilaboð getum við með tímanum farið að tengja saman unað og skömm. Hvað er þá hægt að gera? Þegar þessi líðan kemur næst fram eftir kynlíf skaltu taka eftir henni. Ekki ýta tilfinningunni í burtu heldur hlustaðu á hana. Hvaðan kemur hún? Hvaða skilaboð eru á bakvið hana? Hvað þarf þessi tilfinning? Stundum er gott að skrifa hjá sér og fylgjast aðeins með þessari líðan. Er hún alltaf eins eða getur verið að hún sé breytileg eftir því hvar í tíðarhringnum þú ert stödd? Hvað væri hjálplegt þegar þér líður svona? Hvað þarftu frá maka/bólfélaga eftir kynlíf? Það væri gott að ræða þessa líðan og ákveða saman hvað þið viljið gera eftir kynlífið. Kúra, horfa saman á þátt, spjalla eða bara liggja aðeins saman? Kynlíf á að snúast um unað, vellíðan og tengingu. Stundum kallar þessi mikla berskjöldun líka fram gömul mynstur eða hugsanir sem við þurfum að gefa okkur tíma til að vinna úr. Þetta er ekki merki um að eitthvað sé að þér, heldur tækifæri til að vinna með þína líðan svo þú getir skapað meira rými fyrir unað. Ef spjall við maka/bólfélaga og meiri umhyggja eftir kynlíf hjálpa ekki væri gott að ræða þessa líðan við sálfræðing og þá væri gott að skoða m.a. líðan, fyrri áföll en líka þá kynfræðslu sem þú fékkst eða þau skilaboð sem þú hefur fengið um kynlíf. Gangi þér vel <3 Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Sjá meira
„Ég fæ reglulega ógeðstilfinningu eftir fullnægingu eins og ég hafi gert eitthvað skítugt eða rangt. Ég hef heyrt aðrar konur lýsa sömu upplifun, oftar en einu sinni. Af hverju getur slíkt stafað og hvernig vinnur maður í því að laga þetta?” Mín kæra, þú ert alls ekki ein. Eftir bæði kynlíf og sjálfsfróun getur fólk upplifað tómleikatilfinningu, skömm, depurð, pirring eða ógeðstilfinningu. Postcoital Dysphoria (PCD) er enska heitið á þessari vanlíðan eftir kynlíf. En af hverju gerist þetta? Þegar við stundum sjálfsfróun eða kynlíf fer allskonar í gang innra með okkur. Dópamín, adrenalín og oxytósín seytist út í blóðið og við fullnægingu seytist út prólaktín, endorfín og serótónín. Fyrir flesta leiðir þetta hormónaflæði til vellíðunar og slökunar. En hjá sumum virðist koma niðursveifla eftir kynlíf. Kynlíf getur verið mjög berskjaldandi Það að vera nakin og stunda kynlíf með annarri manneskju eða manneskjum er mjög berskjaldandi. Á meðan á kynlífi stendur er fókus þinn sennilega á öllu því sem kveikir í þér en eftir kynlíf getum við skyndilega orðið vör við þessa berskjöldun. Það að upplifa skömm eða viðbjóð gæti í raun verið viðbragð við þessu. Ógeðsþröskuldurinn breytist í kynlífi Þegar við erum gröð þá dregur úr ógeðstilfinngunni hjá okkur. Þess vegna getur fólki fundist allskonar spennandi í kynlífi sem því finnst ekkert endilega spennandi þegar þau eru ekki gröð. Jafnvel getur komið upp viðbjóður við það að hugsa um líkamsvessa, blauta kossa eða kynfæri nema rétt á meðan á kynlífi/sjálfsfróun stendur. Umhyggja eftir kynlíf Við erum flest mjög meðvituð um það hversu mikilvægur forleikur er. Að senda heit skilaboð, plana skemmtilegt deit, fara saman út og hafa gaman! En hvað gerið þið eftir kynlíf? Takið þið upp símann? Farið þið strax að gera eitthvað annað? Mörg okkar hafa þörf fyrir kúr, nánd, spjall, samveru eða faðmlag. Það að hlúa vel að okkur eftir kynlíf eða sjálfsfróun getur aukið vellíðan og komið í veg fyrir djúpa niðursveiflu. Geðheilsa og líkamsímynd Hvernig er geðheilsa þín almennt? Ef við erum undir miklu álagi, með áfallasögu eða erum að upplifa kvíða og depurð í daglegu lífi, þá getum við fundið fyrir vanlíðan þegar við stöldrum við. Fyrri áföll geta einnig haft áhrif á líðan í kynlífi eða eftir kynlíf. Sama má segja um líkamsímynd. Ef við erum að takast á við slaka líkamsímynd eða höfum áhyggjur af útliti okkar getur það litað líðan okkar eftir kynlíf. Kynfræðsla og samfélagið Hvernig var sú kynfræðsla sem þú fékkst? Hvað finnst þér um kynlíf og sjálfsfróun? Er í boði fyrir þig að upplifa unað og fá það út úr kynlífi það sem þig langar í? Það er svo margt í okkar menningu sem kennir okkur að kynlíf sé eitthvað sem konur eigi helst ekki að hafa áhuga á. Margar konur fá yfir sig drusluskömm fyrir það eitt að sýna kynlífi áhuga. Ef við fáum ítrekað þessi skilaboð getum við með tímanum farið að tengja saman unað og skömm. Hvað er þá hægt að gera? Þegar þessi líðan kemur næst fram eftir kynlíf skaltu taka eftir henni. Ekki ýta tilfinningunni í burtu heldur hlustaðu á hana. Hvaðan kemur hún? Hvaða skilaboð eru á bakvið hana? Hvað þarf þessi tilfinning? Stundum er gott að skrifa hjá sér og fylgjast aðeins með þessari líðan. Er hún alltaf eins eða getur verið að hún sé breytileg eftir því hvar í tíðarhringnum þú ert stödd? Hvað væri hjálplegt þegar þér líður svona? Hvað þarftu frá maka/bólfélaga eftir kynlíf? Það væri gott að ræða þessa líðan og ákveða saman hvað þið viljið gera eftir kynlífið. Kúra, horfa saman á þátt, spjalla eða bara liggja aðeins saman? Kynlíf á að snúast um unað, vellíðan og tengingu. Stundum kallar þessi mikla berskjöldun líka fram gömul mynstur eða hugsanir sem við þurfum að gefa okkur tíma til að vinna úr. Þetta er ekki merki um að eitthvað sé að þér, heldur tækifæri til að vinna með þína líðan svo þú getir skapað meira rými fyrir unað. Ef spjall við maka/bólfélaga og meiri umhyggja eftir kynlíf hjálpa ekki væri gott að ræða þessa líðan við sálfræðing og þá væri gott að skoða m.a. líðan, fyrri áföll en líka þá kynfræðslu sem þú fékkst eða þau skilaboð sem þú hefur fengið um kynlíf. Gangi þér vel <3
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Sjá meira