Neikvæð afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Í Danmörku spyrja stjórnvöld hvað þau geti gert til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi leita stjórnvöld allra leiða til þess að komast hjá því að hækka lífeyri eldri borgara jafnvel þótt kaup launþega sé að hækka. Ólíkt hafast stjórnvöld að í þessum tveimur löndum. Það er mismunandi afstaða til eldri borgara í Danmörku og á Íslandi. Það er eins og Alþingi og ríkisstjórn á Íslandi séu andsnúin eldri borgurum. Það er orðið tímabært, að þessar valdastofnanir á Íslandi breyti um afstöðu til aldraðra og öryrkja og taki upp jákvæðari afstöðu til þeirra. Alþingi ætti að taka sig á strax í haust, nú í september og samþykkja ríflegar kjarabætur til lífeyrisþega. Nýjar skoðanakannanir leiða í ljós, að kjósendur ætla ekki að sætta sig við hvað sem er frá stjórnmálaflokkunum. Eldri stjórnmálaflokkar hafa fengið rauða spjaldið. Það er eins og þeir séu á skilorði. Ef þeir ekki taka sig á og vinna betur fyrir kjósendur má búast við að einhverjir þeirra verði slegnir út. Þeir fá nýtt tækifæri strax í næsta mánuði.Alþingi kemur saman 8. september Það styttist í að Alþingi komi saman á ný en það mun koma saman 8. september. Þá gefst aftur möguleiki til þess fyrir stjórnarflokkana að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja sem enn eru óuppfyllt. Þar ber hæst kjaragliðnun tímabilsins frá 2009, sem ekki er farið að efna enn. Það þýðir a.m.k. 20% hækkun á lífeyri að efna þetta loforð. Lífeyrisþega munar um það. Einnig er eftir að efna nokkur loforð um afturköllun kjaraskerðingar frá 2009 en þar munar mikið um að leiðrétta skerðingu á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Það mál rataði inn í stjórnarsáttmálann en það hefur ekki dugað til. Það er ekki farið að efna það enn.Lífeyrisþegar fá ekki eina krónu Síðan bætist nú eftirfarandi við í syndaregistur stjórnarflokkanna: Stjórnin hefur hlunnfarið aldraða og öryrkja í kjölfar nýrra kjarasamninga, sem tóku gildi 1. maí á þessu ári. Gamli leikurinn er leikinn gagnvart lífeyrisþegum: Þó að launafólk fái verulegar kjarabætur, eða 31 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum frá 1. maí (14,5%), fá lífeyrisþegar ekki samhliða því eina krónu í hækkun. Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að fá neinar kjarabætur í átta mánuði. Og þegar ríkisstjórninni loks þóknast að láta lífeyrisþega fá einhverja hækkun er það eins brot af því, sem láglaunafólk fær, eða 8,9% í stað 14,5%. Launþegar fá 28% hækkun á þremur árum en lífeyrisþegar virðast aðeins eiga að fá þessi 8,9% eða tæplega þriðjung af hækkun launþega.Hvað er til ráða? Rætt verður í kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hvað er til ráða í kjaramálum eldri borgara. Stjórnvöld leiðrétta ekki kjaragliðnun liðins tíma þrátt fyrir ákveðin loforð þar um. Og stjórnvöld neita að láta lífeyrisþega fá sömu kjarabætur og láglaunafólk er að fá. Kjaragliðnunin eykst því en minnkar ekki þrátt fyrir fyrirheit um hið gagnstæða. Ljóst er því, að gömlu baráttuaðferðirnar duga ekki lengur. Það verður að fara nýjar leiðir til þess að knýja kjarabæturnar fram. Þar koma ýmis úrræði til greina. Þau munu sjá dagsins ljós á næstunni. Stjórnvöld geta ekki hundsað eldri borgara og öryrkja áfram án þess að þeir grípi til nýrra aðgerða og varna. Eldri borgarar, 67 ára og eldri, voru 37 þúsund talsins 2014 og verða 45 þúsund árið 2020. Þetta er því stór og öflugur hópur. Hann mun ekki áfram láta valta yfir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Í Danmörku spyrja stjórnvöld hvað þau geti gert til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi leita stjórnvöld allra leiða til þess að komast hjá því að hækka lífeyri eldri borgara jafnvel þótt kaup launþega sé að hækka. Ólíkt hafast stjórnvöld að í þessum tveimur löndum. Það er mismunandi afstaða til eldri borgara í Danmörku og á Íslandi. Það er eins og Alþingi og ríkisstjórn á Íslandi séu andsnúin eldri borgurum. Það er orðið tímabært, að þessar valdastofnanir á Íslandi breyti um afstöðu til aldraðra og öryrkja og taki upp jákvæðari afstöðu til þeirra. Alþingi ætti að taka sig á strax í haust, nú í september og samþykkja ríflegar kjarabætur til lífeyrisþega. Nýjar skoðanakannanir leiða í ljós, að kjósendur ætla ekki að sætta sig við hvað sem er frá stjórnmálaflokkunum. Eldri stjórnmálaflokkar hafa fengið rauða spjaldið. Það er eins og þeir séu á skilorði. Ef þeir ekki taka sig á og vinna betur fyrir kjósendur má búast við að einhverjir þeirra verði slegnir út. Þeir fá nýtt tækifæri strax í næsta mánuði.Alþingi kemur saman 8. september Það styttist í að Alþingi komi saman á ný en það mun koma saman 8. september. Þá gefst aftur möguleiki til þess fyrir stjórnarflokkana að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja sem enn eru óuppfyllt. Þar ber hæst kjaragliðnun tímabilsins frá 2009, sem ekki er farið að efna enn. Það þýðir a.m.k. 20% hækkun á lífeyri að efna þetta loforð. Lífeyrisþega munar um það. Einnig er eftir að efna nokkur loforð um afturköllun kjaraskerðingar frá 2009 en þar munar mikið um að leiðrétta skerðingu á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Það mál rataði inn í stjórnarsáttmálann en það hefur ekki dugað til. Það er ekki farið að efna það enn.Lífeyrisþegar fá ekki eina krónu Síðan bætist nú eftirfarandi við í syndaregistur stjórnarflokkanna: Stjórnin hefur hlunnfarið aldraða og öryrkja í kjölfar nýrra kjarasamninga, sem tóku gildi 1. maí á þessu ári. Gamli leikurinn er leikinn gagnvart lífeyrisþegum: Þó að launafólk fái verulegar kjarabætur, eða 31 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum frá 1. maí (14,5%), fá lífeyrisþegar ekki samhliða því eina krónu í hækkun. Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að fá neinar kjarabætur í átta mánuði. Og þegar ríkisstjórninni loks þóknast að láta lífeyrisþega fá einhverja hækkun er það eins brot af því, sem láglaunafólk fær, eða 8,9% í stað 14,5%. Launþegar fá 28% hækkun á þremur árum en lífeyrisþegar virðast aðeins eiga að fá þessi 8,9% eða tæplega þriðjung af hækkun launþega.Hvað er til ráða? Rætt verður í kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hvað er til ráða í kjaramálum eldri borgara. Stjórnvöld leiðrétta ekki kjaragliðnun liðins tíma þrátt fyrir ákveðin loforð þar um. Og stjórnvöld neita að láta lífeyrisþega fá sömu kjarabætur og láglaunafólk er að fá. Kjaragliðnunin eykst því en minnkar ekki þrátt fyrir fyrirheit um hið gagnstæða. Ljóst er því, að gömlu baráttuaðferðirnar duga ekki lengur. Það verður að fara nýjar leiðir til þess að knýja kjarabæturnar fram. Þar koma ýmis úrræði til greina. Þau munu sjá dagsins ljós á næstunni. Stjórnvöld geta ekki hundsað eldri borgara og öryrkja áfram án þess að þeir grípi til nýrra aðgerða og varna. Eldri borgarar, 67 ára og eldri, voru 37 þúsund talsins 2014 og verða 45 þúsund árið 2020. Þetta er því stór og öflugur hópur. Hann mun ekki áfram láta valta yfir sig.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun