Neikvæð afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Í Danmörku spyrja stjórnvöld hvað þau geti gert til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi leita stjórnvöld allra leiða til þess að komast hjá því að hækka lífeyri eldri borgara jafnvel þótt kaup launþega sé að hækka. Ólíkt hafast stjórnvöld að í þessum tveimur löndum. Það er mismunandi afstaða til eldri borgara í Danmörku og á Íslandi. Það er eins og Alþingi og ríkisstjórn á Íslandi séu andsnúin eldri borgurum. Það er orðið tímabært, að þessar valdastofnanir á Íslandi breyti um afstöðu til aldraðra og öryrkja og taki upp jákvæðari afstöðu til þeirra. Alþingi ætti að taka sig á strax í haust, nú í september og samþykkja ríflegar kjarabætur til lífeyrisþega. Nýjar skoðanakannanir leiða í ljós, að kjósendur ætla ekki að sætta sig við hvað sem er frá stjórnmálaflokkunum. Eldri stjórnmálaflokkar hafa fengið rauða spjaldið. Það er eins og þeir séu á skilorði. Ef þeir ekki taka sig á og vinna betur fyrir kjósendur má búast við að einhverjir þeirra verði slegnir út. Þeir fá nýtt tækifæri strax í næsta mánuði.Alþingi kemur saman 8. september Það styttist í að Alþingi komi saman á ný en það mun koma saman 8. september. Þá gefst aftur möguleiki til þess fyrir stjórnarflokkana að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja sem enn eru óuppfyllt. Þar ber hæst kjaragliðnun tímabilsins frá 2009, sem ekki er farið að efna enn. Það þýðir a.m.k. 20% hækkun á lífeyri að efna þetta loforð. Lífeyrisþega munar um það. Einnig er eftir að efna nokkur loforð um afturköllun kjaraskerðingar frá 2009 en þar munar mikið um að leiðrétta skerðingu á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Það mál rataði inn í stjórnarsáttmálann en það hefur ekki dugað til. Það er ekki farið að efna það enn.Lífeyrisþegar fá ekki eina krónu Síðan bætist nú eftirfarandi við í syndaregistur stjórnarflokkanna: Stjórnin hefur hlunnfarið aldraða og öryrkja í kjölfar nýrra kjarasamninga, sem tóku gildi 1. maí á þessu ári. Gamli leikurinn er leikinn gagnvart lífeyrisþegum: Þó að launafólk fái verulegar kjarabætur, eða 31 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum frá 1. maí (14,5%), fá lífeyrisþegar ekki samhliða því eina krónu í hækkun. Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að fá neinar kjarabætur í átta mánuði. Og þegar ríkisstjórninni loks þóknast að láta lífeyrisþega fá einhverja hækkun er það eins brot af því, sem láglaunafólk fær, eða 8,9% í stað 14,5%. Launþegar fá 28% hækkun á þremur árum en lífeyrisþegar virðast aðeins eiga að fá þessi 8,9% eða tæplega þriðjung af hækkun launþega.Hvað er til ráða? Rætt verður í kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hvað er til ráða í kjaramálum eldri borgara. Stjórnvöld leiðrétta ekki kjaragliðnun liðins tíma þrátt fyrir ákveðin loforð þar um. Og stjórnvöld neita að láta lífeyrisþega fá sömu kjarabætur og láglaunafólk er að fá. Kjaragliðnunin eykst því en minnkar ekki þrátt fyrir fyrirheit um hið gagnstæða. Ljóst er því, að gömlu baráttuaðferðirnar duga ekki lengur. Það verður að fara nýjar leiðir til þess að knýja kjarabæturnar fram. Þar koma ýmis úrræði til greina. Þau munu sjá dagsins ljós á næstunni. Stjórnvöld geta ekki hundsað eldri borgara og öryrkja áfram án þess að þeir grípi til nýrra aðgerða og varna. Eldri borgarar, 67 ára og eldri, voru 37 þúsund talsins 2014 og verða 45 þúsund árið 2020. Þetta er því stór og öflugur hópur. Hann mun ekki áfram láta valta yfir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í Danmörku spyrja stjórnvöld hvað þau geti gert til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi leita stjórnvöld allra leiða til þess að komast hjá því að hækka lífeyri eldri borgara jafnvel þótt kaup launþega sé að hækka. Ólíkt hafast stjórnvöld að í þessum tveimur löndum. Það er mismunandi afstaða til eldri borgara í Danmörku og á Íslandi. Það er eins og Alþingi og ríkisstjórn á Íslandi séu andsnúin eldri borgurum. Það er orðið tímabært, að þessar valdastofnanir á Íslandi breyti um afstöðu til aldraðra og öryrkja og taki upp jákvæðari afstöðu til þeirra. Alþingi ætti að taka sig á strax í haust, nú í september og samþykkja ríflegar kjarabætur til lífeyrisþega. Nýjar skoðanakannanir leiða í ljós, að kjósendur ætla ekki að sætta sig við hvað sem er frá stjórnmálaflokkunum. Eldri stjórnmálaflokkar hafa fengið rauða spjaldið. Það er eins og þeir séu á skilorði. Ef þeir ekki taka sig á og vinna betur fyrir kjósendur má búast við að einhverjir þeirra verði slegnir út. Þeir fá nýtt tækifæri strax í næsta mánuði.Alþingi kemur saman 8. september Það styttist í að Alþingi komi saman á ný en það mun koma saman 8. september. Þá gefst aftur möguleiki til þess fyrir stjórnarflokkana að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja sem enn eru óuppfyllt. Þar ber hæst kjaragliðnun tímabilsins frá 2009, sem ekki er farið að efna enn. Það þýðir a.m.k. 20% hækkun á lífeyri að efna þetta loforð. Lífeyrisþega munar um það. Einnig er eftir að efna nokkur loforð um afturköllun kjaraskerðingar frá 2009 en þar munar mikið um að leiðrétta skerðingu á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Það mál rataði inn í stjórnarsáttmálann en það hefur ekki dugað til. Það er ekki farið að efna það enn.Lífeyrisþegar fá ekki eina krónu Síðan bætist nú eftirfarandi við í syndaregistur stjórnarflokkanna: Stjórnin hefur hlunnfarið aldraða og öryrkja í kjölfar nýrra kjarasamninga, sem tóku gildi 1. maí á þessu ári. Gamli leikurinn er leikinn gagnvart lífeyrisþegum: Þó að launafólk fái verulegar kjarabætur, eða 31 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum frá 1. maí (14,5%), fá lífeyrisþegar ekki samhliða því eina krónu í hækkun. Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að fá neinar kjarabætur í átta mánuði. Og þegar ríkisstjórninni loks þóknast að láta lífeyrisþega fá einhverja hækkun er það eins brot af því, sem láglaunafólk fær, eða 8,9% í stað 14,5%. Launþegar fá 28% hækkun á þremur árum en lífeyrisþegar virðast aðeins eiga að fá þessi 8,9% eða tæplega þriðjung af hækkun launþega.Hvað er til ráða? Rætt verður í kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hvað er til ráða í kjaramálum eldri borgara. Stjórnvöld leiðrétta ekki kjaragliðnun liðins tíma þrátt fyrir ákveðin loforð þar um. Og stjórnvöld neita að láta lífeyrisþega fá sömu kjarabætur og láglaunafólk er að fá. Kjaragliðnunin eykst því en minnkar ekki þrátt fyrir fyrirheit um hið gagnstæða. Ljóst er því, að gömlu baráttuaðferðirnar duga ekki lengur. Það verður að fara nýjar leiðir til þess að knýja kjarabæturnar fram. Þar koma ýmis úrræði til greina. Þau munu sjá dagsins ljós á næstunni. Stjórnvöld geta ekki hundsað eldri borgara og öryrkja áfram án þess að þeir grípi til nýrra aðgerða og varna. Eldri borgarar, 67 ára og eldri, voru 37 þúsund talsins 2014 og verða 45 þúsund árið 2020. Þetta er því stór og öflugur hópur. Hann mun ekki áfram láta valta yfir sig.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun