Ljóð frá ýmsum tímum við tuttugustu aldar tóna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 11:15 Sólveig Anna og Ingibjörg starfa saman í Kvennakór Garðabæjar en halda nú sína fyrstu tónleika tvær saman. Vísir/Andri Marinó „Lögin hafa öll verið lengi á óskalista mínum en ég hef ekki flutt þau fyrr,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona um efni tónleikanna í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í kvöld, þriðjudag, sem hefjast klukkan 20.30. Þar syngur hún og Sólveig Anna Jónsdóttir leikur á píanó. „Þetta eru allt 20. aldar lög en ljóðin eru frá ólíkum tímum,“ heldur Ingibjörg áfram og nefnir sem dæmi tónlist eftir Roger Quilter (1887-1953) við ljóð frá 16. öld. „Það er skemmtileg blanda sem harmónerar vel saman og úr verður áferðarfallegt og sterkt tónmál.“ Annar minni ljóðaflokkur er við tónlist eftir William Walton (1902-1983). „Walton er þekktur fyrir stærri verk,“ lýsir Ingibjörg, „en þarna býr hann til skemmtilega stemningu úr þremur mjög ólíkum sönglögum.“ Þetta var breski hlutinn. Svo er amerískur hluti líka. Ingibjörg nefnir meðal annars lag eftir fyrsta ameríska kventónskáldið, Amy M.C. Beach (1867-1944), sem hún segir hafa verið rokna píanista. „Við ljúkum svo tónleikunum á þremur sönglögum eftir Leonard Bernstein sem þekktur er fyrir söngleiki sína,“ segir Ingibjörg. „Þessi lög heyrast ekki oft en bera hans höfundarsvip og einkennast af léttleika.“ Ingibjörg og Sólveig starfa saman í Kvennakór Garðabæjar en halda nú sína fyrstu tónleika tvær saman. Sólveig Anna kveðst lítið hafa þekkt til verkanna á efnisskránni þegar þær byrjuðu að æfa. „En þetta er tónlist sem ég féll fyrir og höfðar vel til mín,“ segir hún. Spurðar hvort þær ætli víðar með prógrammið segir Sólveig Anna aldrei að vita hverju þær taki upp á fyrst þær séu komnar af stað. „Svona dagskrá verður ekki til fyrirhafnarlaust en undirbúningurinn er búinn að vera tóm gleði. Það er svo gaman að vinna með Ingibjörgu og efnisskráin er dásamleg.“ Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Lögin hafa öll verið lengi á óskalista mínum en ég hef ekki flutt þau fyrr,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona um efni tónleikanna í Listasafni Sigurjóns á Laugarnestanga í kvöld, þriðjudag, sem hefjast klukkan 20.30. Þar syngur hún og Sólveig Anna Jónsdóttir leikur á píanó. „Þetta eru allt 20. aldar lög en ljóðin eru frá ólíkum tímum,“ heldur Ingibjörg áfram og nefnir sem dæmi tónlist eftir Roger Quilter (1887-1953) við ljóð frá 16. öld. „Það er skemmtileg blanda sem harmónerar vel saman og úr verður áferðarfallegt og sterkt tónmál.“ Annar minni ljóðaflokkur er við tónlist eftir William Walton (1902-1983). „Walton er þekktur fyrir stærri verk,“ lýsir Ingibjörg, „en þarna býr hann til skemmtilega stemningu úr þremur mjög ólíkum sönglögum.“ Þetta var breski hlutinn. Svo er amerískur hluti líka. Ingibjörg nefnir meðal annars lag eftir fyrsta ameríska kventónskáldið, Amy M.C. Beach (1867-1944), sem hún segir hafa verið rokna píanista. „Við ljúkum svo tónleikunum á þremur sönglögum eftir Leonard Bernstein sem þekktur er fyrir söngleiki sína,“ segir Ingibjörg. „Þessi lög heyrast ekki oft en bera hans höfundarsvip og einkennast af léttleika.“ Ingibjörg og Sólveig starfa saman í Kvennakór Garðabæjar en halda nú sína fyrstu tónleika tvær saman. Sólveig Anna kveðst lítið hafa þekkt til verkanna á efnisskránni þegar þær byrjuðu að æfa. „En þetta er tónlist sem ég féll fyrir og höfðar vel til mín,“ segir hún. Spurðar hvort þær ætli víðar með prógrammið segir Sólveig Anna aldrei að vita hverju þær taki upp á fyrst þær séu komnar af stað. „Svona dagskrá verður ekki til fyrirhafnarlaust en undirbúningurinn er búinn að vera tóm gleði. Það er svo gaman að vinna með Ingibjörgu og efnisskráin er dásamleg.“
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira