Hinsegin hnökrar Óskar Steinn Ómarsson skrifar 7. ágúst 2015 09:45 Í leiðara Fréttablaðsins miðvikudaginn 5. ágúst skrifar Fanney Birna Jónsdóttir um „hnökrana“ sem eftir eru í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Sem dæmi um „hnökra“ þessa skrifar Fanney Birna um raunir samkynja hjóna frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig á Íslandi en fá ekki skilnað hér því lagaheimild skorti. Látum það liggja á milli hluta hvort orðið „hnökrar“ eigi við í þessu tilviki. Það sem vakti hins vegar athygli mína við lesturinn var að ekki einu orði var minnst á þá „hnökra“ sem jaðarhópar hinsegin regnhlífarinnar þurfa enn að glíma við. Í leiðaranum vitnar Fanney Birna í orð Evu Maríu Þórarinsdóttur, formanns Hinsegin daga, sem lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag að skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafi þurft að velta fyrir sér hvers vegna enn sé verið að halda hátíðina. Eva bætti svo við: „Það hefur orðið svo mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir.“ Í leiðara Fanneyjar Birnu og í viðtalinu við Evu Maríu kristallast vandamál hinsegin hreyfingarinnar. Samkynhneigt sís fólk yfirgnæfir umræðuna og aðrir sem tilheyra hinsegin regnhlífinni verða eftir í baráttunni. Við erum nefnilega ekki komin með öll réttindi sem við höfum barist fyrir. Það misrétti sem enn á eftir að leiðrétta getur ekki með nokkru móti kallast „hnökrar“. Það á enn margt eftir að gera í réttindum hinsegin fólks, þá sérstaklega trans- og intersexfólks og annarra sem tilheyra jaðarhópum hreyfingarinnar. Þó að við sem erum „bara“ samkynhneigð njótum þeirra forréttinda að geta upplifað hversdagsleg vandamál okkar sem „hnökra“ þá upplifir hinsegin fólk innan okkar raða ennþá ofbeldi, kerfisbundna mismunun og brjálæðislega fordóma. Það rekst á endalausa og himinháa veggi í kerfinu. Því er ýtt út í læknismeðferðir sem það vill ekki. Það er talið geðveikt. Það verður fyrir einelti og lifir við skert atvinnuöryggi. Þetta eru ekki „hnökrar“. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að við höldum Hinsegin daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins miðvikudaginn 5. ágúst skrifar Fanney Birna Jónsdóttir um „hnökrana“ sem eftir eru í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Sem dæmi um „hnökra“ þessa skrifar Fanney Birna um raunir samkynja hjóna frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig á Íslandi en fá ekki skilnað hér því lagaheimild skorti. Látum það liggja á milli hluta hvort orðið „hnökrar“ eigi við í þessu tilviki. Það sem vakti hins vegar athygli mína við lesturinn var að ekki einu orði var minnst á þá „hnökra“ sem jaðarhópar hinsegin regnhlífarinnar þurfa enn að glíma við. Í leiðaranum vitnar Fanney Birna í orð Evu Maríu Þórarinsdóttur, formanns Hinsegin daga, sem lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag að skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafi þurft að velta fyrir sér hvers vegna enn sé verið að halda hátíðina. Eva bætti svo við: „Það hefur orðið svo mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir.“ Í leiðara Fanneyjar Birnu og í viðtalinu við Evu Maríu kristallast vandamál hinsegin hreyfingarinnar. Samkynhneigt sís fólk yfirgnæfir umræðuna og aðrir sem tilheyra hinsegin regnhlífinni verða eftir í baráttunni. Við erum nefnilega ekki komin með öll réttindi sem við höfum barist fyrir. Það misrétti sem enn á eftir að leiðrétta getur ekki með nokkru móti kallast „hnökrar“. Það á enn margt eftir að gera í réttindum hinsegin fólks, þá sérstaklega trans- og intersexfólks og annarra sem tilheyra jaðarhópum hreyfingarinnar. Þó að við sem erum „bara“ samkynhneigð njótum þeirra forréttinda að geta upplifað hversdagsleg vandamál okkar sem „hnökra“ þá upplifir hinsegin fólk innan okkar raða ennþá ofbeldi, kerfisbundna mismunun og brjálæðislega fordóma. Það rekst á endalausa og himinháa veggi í kerfinu. Því er ýtt út í læknismeðferðir sem það vill ekki. Það er talið geðveikt. Það verður fyrir einelti og lifir við skert atvinnuöryggi. Þetta eru ekki „hnökrar“. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að við höldum Hinsegin daga.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun