Stefna að byggingu nýs heilsuhótels í Hveragerði jón hákon halldórsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Áformað er að heilsuhótelið verði byggt á lóð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins. vísir/pjetur Náttúrulækningafélag Íslands hefur síðustu þrjú ár skoðað möguleika á að byggja upp heilsuþjónustu fyrir almenning og ferðamenn í Hveragerði. Á dögunum var lögð inn umsókn til Hveragerðisbæjar um verkefnið. Þetta segir Ingi Þór Jónsson, stjórnarmaður hjá Náttúrulækningafélaginu. Erindi þessa efnis er hjá skipulagsyfirvöldum til umfjöllunar með tilliti til breytinga á aðal- og deiliskipulagi og segir Ingi Þór að vonast sé til þess að skýr svör liggi fyrir fljótlega. „Við erum búin að skoða markaðinn og fara mjög vandlega yfir þetta. Hugmyndin snýr að því að vera sem næst náttúrunni og að upplifunin sé vatnið og krafturinn úr jörðinni og náttúran og hreina loftið,“ segir Ingi Þór. Áformað er að byggingin verði 8.500 fermetrar að flatarmáli, 90 herbergi með heilsulind og gróðurhúsum. Markhópurinn yrði fólk á bilinu 30 til 70 ára. Ingi Þór segir að aukin eftirspurn sé eftir heilsuþjónustu, bæði vellíðunar- og lækningaþjónustu, og gert sé ráð fyrir að á næstu árum og áratugum muni sú eftirspurn aukast verulega. „Það eru allt að fimmtán prósent ferðamanna í Evrópu sem eru skilgreind heilsuferðamenn,“ segir Ingi Þór, en einnig sé vaxandi markaður í Bandaríkjunum. Hann segir að inn í áformin spili 60 ára reynsla af rekstri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins í endurhæfingu. Heilsustofnunin muni þó starfa áfram með svipuðum hætti og verið hefur. „Við viljum vanda til verka og enn er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um verkið en það skýrist von bráðar,“ segir Ingi. Frekari heilsutengd ferðaþjónusta er ráðgerð í nágrenni Hveragerðis. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarráð hefði samþykkt beiðni eignarhaldsfélagsins First um forgang að byggingarlóð til byggingar heilsulindar í Ölfusdal. Hugmyndirnar ganga út á byggingu hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. Undirbúningur er kominn vel á veg, en verkefnið er unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Hugmyndir First ehf. ganga út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ sagði Ólafur Sigurðsson hjá First ehf. í samtali við Fréttablaðið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Náttúrulækningafélag Íslands hefur síðustu þrjú ár skoðað möguleika á að byggja upp heilsuþjónustu fyrir almenning og ferðamenn í Hveragerði. Á dögunum var lögð inn umsókn til Hveragerðisbæjar um verkefnið. Þetta segir Ingi Þór Jónsson, stjórnarmaður hjá Náttúrulækningafélaginu. Erindi þessa efnis er hjá skipulagsyfirvöldum til umfjöllunar með tilliti til breytinga á aðal- og deiliskipulagi og segir Ingi Þór að vonast sé til þess að skýr svör liggi fyrir fljótlega. „Við erum búin að skoða markaðinn og fara mjög vandlega yfir þetta. Hugmyndin snýr að því að vera sem næst náttúrunni og að upplifunin sé vatnið og krafturinn úr jörðinni og náttúran og hreina loftið,“ segir Ingi Þór. Áformað er að byggingin verði 8.500 fermetrar að flatarmáli, 90 herbergi með heilsulind og gróðurhúsum. Markhópurinn yrði fólk á bilinu 30 til 70 ára. Ingi Þór segir að aukin eftirspurn sé eftir heilsuþjónustu, bæði vellíðunar- og lækningaþjónustu, og gert sé ráð fyrir að á næstu árum og áratugum muni sú eftirspurn aukast verulega. „Það eru allt að fimmtán prósent ferðamanna í Evrópu sem eru skilgreind heilsuferðamenn,“ segir Ingi Þór, en einnig sé vaxandi markaður í Bandaríkjunum. Hann segir að inn í áformin spili 60 ára reynsla af rekstri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins í endurhæfingu. Heilsustofnunin muni þó starfa áfram með svipuðum hætti og verið hefur. „Við viljum vanda til verka og enn er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um verkið en það skýrist von bráðar,“ segir Ingi. Frekari heilsutengd ferðaþjónusta er ráðgerð í nágrenni Hveragerðis. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarráð hefði samþykkt beiðni eignarhaldsfélagsins First um forgang að byggingarlóð til byggingar heilsulindar í Ölfusdal. Hugmyndirnar ganga út á byggingu hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. Undirbúningur er kominn vel á veg, en verkefnið er unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Hugmyndir First ehf. ganga út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ sagði Ólafur Sigurðsson hjá First ehf. í samtali við Fréttablaðið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira