Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, lenti í gær í 6. sæti í úrslitasundi 100 metra bringusunds á Heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. Varð hún fyrsta íslenska sundkonan sem keppti til úrslita í 50 metra laug en Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet í fyrradag er hún synti á 1:06;87 mínútum í undanrásunum. Bætti hún með því eigið Íslandsmet um rúma sekúndu sem hún setti á Smáþjóðaleikunum í júní. Hrafnhildur synti á 1:07;10 mínútum í gær, sekúndubroti hraðar en í undanúrslitunum og lauk keppni í 6. sæti. Hrafnhildur var að vonum sátt þegar slegið var á þráðinn til hennar í gær en hún var ánægð með tækifærið að fá að synda til úrslita með bestu sundkonum heimsins. „Þetta er auðvitað ákveðið spennufall, þetta var mjög skemmtileg reynsla fyrir mig. Ég hef aldrei komist í úrslit á jafn stóru móti og þessi reynsla mun eflaust nýtast mér síðar meir. Þetta hjálpar manni við undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana næsta sumar,“ sagði Hrafnhildur sem náði Ólympíulágmarkinu í undanrásunum. „Þetta voru margar af þeim stelpum sem ég hef verið að keppa við undanfarin ár. Ég hef alltaf litið upp til þeirra og verið að eltast við að ná þeim þegar við erum að keppa. Þær hafa alltaf verið hraðari en ég en það var gaman að geta synt með þeim og tekið fram úr þeim,“ sagði Hrafnhildur, sem vonaðist til þess að árangurinn í bringusundinu væri merki um það að hún myndi ná góðum árangri í öðrum greinum. Syndir hún næst á fimmtudaginn í 200 metra bringusundi sem er sterkasta grein hennar. „Ég á mína sterkustu grein eftir á fimmtudaginn og ég vona bara að ég nái jafn góðum árangri þar ef ekki bara betri. Ég er búin að æfa stíft fyrir það og ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvað gerist á fimmtudaginn. Þetta var gott fyrir sjálfstraustið og á sama tíma var þetta gott til að losa um stressið. Nú er ég búin að gera þetta einu sinni og er búin að læra aðeins hvernig þetta gengur fyrir sig,“ sagði Hrafnhildur sem var ánægð með aðstæðurnar í Kazan. „Þetta er mjög flott hérna. Það er góður matur á boðstólum og félagsskapurinn er af bestu gerð. Við erum mjög samheldin og styðjum hvert annað út í eitt svo þetta hefur bara verið æðislegt hingað til,“ sagði Hrafnhildur að lokum, en hún er ekki eini sundkappinn frá Íslandi sem hefur náð góðum árangri í Rússlandi. Náði Eygló Ósk Gústafsdóttir einnig Ólympíulágmarkinu í Rússlandi þegar hún setti nýtt Íslandsmet i 100 metra baksundi. Með því að synda í úrslitunum komst Hrafnhildur í flokk með bestu sundmönnum Íslands sem hafa synt í lokaúrslitum í 50 metra laug. Eru rúm tíu ár síðan íslenskur sundkappi keppti til úrslita. Það var þegar Örn Arnarson nældi í brons og silfur á Heimsmeistaramótinu í Fukuoka árið 2001. Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30 Þetta kom mikið á óvart Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sögulegum árangri á heimsmeistaramótinu í sundi í gær þegar hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur setti auk þess nýtt Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki. 4. ágúst 2015 06:30 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur: Þetta var ótrúlegt Eins og fram kom í Vísi í dag hefur sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gert frábæra hluti á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 16:59 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, lenti í gær í 6. sæti í úrslitasundi 100 metra bringusunds á Heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. Varð hún fyrsta íslenska sundkonan sem keppti til úrslita í 50 metra laug en Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet í fyrradag er hún synti á 1:06;87 mínútum í undanrásunum. Bætti hún með því eigið Íslandsmet um rúma sekúndu sem hún setti á Smáþjóðaleikunum í júní. Hrafnhildur synti á 1:07;10 mínútum í gær, sekúndubroti hraðar en í undanúrslitunum og lauk keppni í 6. sæti. Hrafnhildur var að vonum sátt þegar slegið var á þráðinn til hennar í gær en hún var ánægð með tækifærið að fá að synda til úrslita með bestu sundkonum heimsins. „Þetta er auðvitað ákveðið spennufall, þetta var mjög skemmtileg reynsla fyrir mig. Ég hef aldrei komist í úrslit á jafn stóru móti og þessi reynsla mun eflaust nýtast mér síðar meir. Þetta hjálpar manni við undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana næsta sumar,“ sagði Hrafnhildur sem náði Ólympíulágmarkinu í undanrásunum. „Þetta voru margar af þeim stelpum sem ég hef verið að keppa við undanfarin ár. Ég hef alltaf litið upp til þeirra og verið að eltast við að ná þeim þegar við erum að keppa. Þær hafa alltaf verið hraðari en ég en það var gaman að geta synt með þeim og tekið fram úr þeim,“ sagði Hrafnhildur, sem vonaðist til þess að árangurinn í bringusundinu væri merki um það að hún myndi ná góðum árangri í öðrum greinum. Syndir hún næst á fimmtudaginn í 200 metra bringusundi sem er sterkasta grein hennar. „Ég á mína sterkustu grein eftir á fimmtudaginn og ég vona bara að ég nái jafn góðum árangri þar ef ekki bara betri. Ég er búin að æfa stíft fyrir það og ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvað gerist á fimmtudaginn. Þetta var gott fyrir sjálfstraustið og á sama tíma var þetta gott til að losa um stressið. Nú er ég búin að gera þetta einu sinni og er búin að læra aðeins hvernig þetta gengur fyrir sig,“ sagði Hrafnhildur sem var ánægð með aðstæðurnar í Kazan. „Þetta er mjög flott hérna. Það er góður matur á boðstólum og félagsskapurinn er af bestu gerð. Við erum mjög samheldin og styðjum hvert annað út í eitt svo þetta hefur bara verið æðislegt hingað til,“ sagði Hrafnhildur að lokum, en hún er ekki eini sundkappinn frá Íslandi sem hefur náð góðum árangri í Rússlandi. Náði Eygló Ósk Gústafsdóttir einnig Ólympíulágmarkinu í Rússlandi þegar hún setti nýtt Íslandsmet i 100 metra baksundi. Með því að synda í úrslitunum komst Hrafnhildur í flokk með bestu sundmönnum Íslands sem hafa synt í lokaúrslitum í 50 metra laug. Eru rúm tíu ár síðan íslenskur sundkappi keppti til úrslita. Það var þegar Örn Arnarson nældi í brons og silfur á Heimsmeistaramótinu í Fukuoka árið 2001.
Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30 Þetta kom mikið á óvart Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sögulegum árangri á heimsmeistaramótinu í sundi í gær þegar hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur setti auk þess nýtt Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki. 4. ágúst 2015 06:30 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur: Þetta var ótrúlegt Eins og fram kom í Vísi í dag hefur sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gert frábæra hluti á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 16:59 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30
Þetta kom mikið á óvart Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sögulegum árangri á heimsmeistaramótinu í sundi í gær þegar hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur setti auk þess nýtt Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki. 4. ágúst 2015 06:30
Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08
Hrafnhildur: Þetta var ótrúlegt Eins og fram kom í Vísi í dag hefur sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gert frábæra hluti á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 16:59
Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53
Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23