Samkynhneigð hjón fá ekki skilnað því ákvæði vantar Ingvar Haraldsson skrifar 4. ágúst 2015 09:00 gay pride Lára segir að það þýði lítið fyrir Íslendinga að gefa sig út fyrir frjálslyndi ef samkynhneigð hjón geti ekki skilið hér á landi.fréttablaðið/vilhelm Samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig hér á landi árið 2011 fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu því lagaheimild skortir. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segir engin lagaákvæði heimila skilnaði erlendra ríkisborgara búsettra erlendis hér á landi. Þá fái hjónin heldur ekki skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra séu ekki viðurkennd þar. Lára bendir á að samkynhneigð erlend pör hafi verið hvött til að koma hingað til lands til að gifta sig þrátt fyrir að ekki hafa verið gert ráð fyrir í lögum að þau geti skilið. „Samkynhneigðir eru að koma hingað til lands til að gifta sig en svo þegar kemur að skilnaði koma þau að lokuðum dyrum,“ segir hún. Lára segist hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Ég er búin að skrifa Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf og tala sérstaklega við innanríkisráðherra og einhvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára. Hún hafi einnig sent allsherjarnefnd Alþingis tillögu að lagabreytingu en fengið takmörkuð viðbrögð.Lára V. júlíusdóttir„Þetta er aðkallandi mál. Við getum ekkert verið að bjóða upp á þessa þjónustu og gefa okkur út fyrir að vera voða frjálslynd ef sú víðsýni nær ekki lengra en þetta,“ segir hún. Lára segir að samkvæmt lögum þurfi annar aðilinn í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í a.m.k. tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til að fá skilnað samþykktan. Engin slík ákvæði gilda um hjónabönd þar sem báðir aðilarnir séu erlendir ríkisborgar og búsettir erlendis. Lára bendir á að gagnkynhneigð hjón geti fengið skilnað í sínu heimalandi. „En ef þú ert samkynhneigður og býrð í landi þar sem hjúskapur samkynhneigðra er ekki viðurkenndur getur þú náttúrulega ekki fengið skilnað,“ segir Lára. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist. Þá geti erlendir ríkisborgarar búsettir erlendis sem skráð hafi sig í staðfesta samvist hér á landi getað slitið samvistinni fyrir íslenskum dómstólum. „Það kom ekkert sambærilegt ákvæði við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig,“ segir Lára. Málinu verður stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í haust að sögn Láru. „Dómstóllinn hefur ekki lagalegar heimildir til þess að taka við þessum málum. Þannig að annaðhvort vísar Héraðsdómur og Hæstiréttur þessu frá eða Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Lára. Fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti því að fá að skilja. Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Samkynhneigð hjón frá Rússlandi og Lettlandi sem giftu sig hér á landi árið 2011 fá ekki skilnað hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu því lagaheimild skortir. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna, segir engin lagaákvæði heimila skilnaði erlendra ríkisborgara búsettra erlendis hér á landi. Þá fái hjónin heldur ekki skilnað í heimalöndum sínum þar sem hjónabönd samkynhneigðra séu ekki viðurkennd þar. Lára bendir á að samkynhneigð erlend pör hafi verið hvött til að koma hingað til lands til að gifta sig þrátt fyrir að ekki hafa verið gert ráð fyrir í lögum að þau geti skilið. „Samkynhneigðir eru að koma hingað til lands til að gifta sig en svo þegar kemur að skilnaði koma þau að lokuðum dyrum,“ segir hún. Lára segist hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á málinu en talað fyrir daufum eyrum. „Ég er búin að skrifa Alþingi og innanríkisráðuneytinu bréf og tala sérstaklega við innanríkisráðherra og einhvern veginn yppa allir öxlum,“ segir Lára. Hún hafi einnig sent allsherjarnefnd Alþingis tillögu að lagabreytingu en fengið takmörkuð viðbrögð.Lára V. júlíusdóttir„Þetta er aðkallandi mál. Við getum ekkert verið að bjóða upp á þessa þjónustu og gefa okkur út fyrir að vera voða frjálslynd ef sú víðsýni nær ekki lengra en þetta,“ segir hún. Lára segir að samkvæmt lögum þurfi annar aðilinn í hjónabandi að hafa verið búsettur hér á landi í a.m.k. tvö ár séu báðir aðilar erlendir ríkisborgarar til að fá skilnað samþykktan. Engin slík ákvæði gilda um hjónabönd þar sem báðir aðilarnir séu erlendir ríkisborgar og búsettir erlendis. Lára bendir á að gagnkynhneigð hjón geti fengið skilnað í sínu heimalandi. „En ef þú ert samkynhneigður og býrð í landi þar sem hjúskapur samkynhneigðra er ekki viðurkenndur getur þú náttúrulega ekki fengið skilnað,“ segir Lára. Hugsað hafi verið fyrir þessu í lögum um staðfesta samvist. Þá geti erlendir ríkisborgarar búsettir erlendis sem skráð hafi sig í staðfesta samvist hér á landi getað slitið samvistinni fyrir íslenskum dómstólum. „Það kom ekkert sambærilegt ákvæði við lagabreytinguna um að samkynhneigðir gætu gift sig,“ segir Lára. Málinu verður stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í haust að sögn Láru. „Dómstóllinn hefur ekki lagalegar heimildir til þess að taka við þessum málum. Þannig að annaðhvort vísar Héraðsdómur og Hæstiréttur þessu frá eða Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé brot á mannréttindum,“ segir Lára. Fólk eigi rétt á að fá að gifta sig samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti því að fá að skilja.
Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent