Útikamar við Gullfoss Stjórnarmaðurinn skrifar 22. júlí 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn tók á dögunum á móti útlendum vinum sínum. Vinirnir eru vanir ferðalangar og hafa heimsótt Ísland nokkuð oft. Þó aldrei áður yfir háannatíma að sumri til. Í þetta skiptið höfðu þeir á orði að hlutirnir væru öðruvísi en áður; meiri mannmergð í flugstöðinni, uppáhaldshótelið fullbókað og erfiðara að fá leigubíl fyrir utan flugstöðina. Þá fannst þeim hærra hlutfall af úlpuklæddum Ameríkönum í gönguskóm við morgunverðarborðið á hótelinu sem þeir loks fundu. Þeir kipptu sér þó ekki sérstaklega upp við þetta, heldur ypptu öxlum og sögðust geta sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu jú valið að koma á háannatíma. Margir Íslendingar virðast þó ekki nálgast ferðamannaflauminn með jafn stóískri ró. Lausleg skoðun á fréttamiðlum bendir til að þeir erlendu gestir sem hingað koma geri helst ekki þarfir sínar nema á víðavangi, ferðist ekki nema í rútum sem allt stífla í miðbænum, hendi erlendum gjaldeyri í Peningagjá (stjórnarmaðurinn hélt raunar að það væri jákvætt fyrir gjaldeyrisjöfnuðinn) og strandi í stórum stíl uppi á hálendi með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ástandið virðist meira að segja orðið svo alvarlegt að vinsælasti vefmiðill landsins býður nú lesendum sínum upp á sérstakan flipa undir fyrirsögninni „Ferðamennska á Íslandi“. Þetta er nýmæli fyrir ferðaþjónustuna, en a.m.k. síðan frá bankahruni hefur sjávarútvegurinn verið eini íslenski iðnaðurinn sem skipað hefur sérstakan og sjálfstæðan fréttaflokk í fjölmiðlum. Í ár áætla stjórnvöld að ferðamannafjöldi á Íslandi fari í fyrsta skipti yfir eina milljón. Árið 2014 komu tvöfalt fleiri ferðamenn til landsins en árið 2010. Það er ekkert óeðlilegt við að ýmsir vaxtarverkir komi upp þegar ferðamannafjöldi tvöfaldast á fjórum árum. Nú er hins vegar tíminn til að bregðast við og styrkja innviðina. Þá blasa áleitnar spurningar við. Er eðlilegt að fólk greiði sérstaklega fyrir aðgang að ferðamannastöðum? Er vit í því að hafa flugvöll sem varla er notaður á besta byggingarlandi í höfuðborginni? Eigum við að leggja lest frá Keflavík? Eiga ferðamenn að taka þátt í kostnaði við björgunaraðgerðir, eða eiga skattgreiðendur að greiða fyrir kamaraðstöðu við Gullfoss? Allt saman eru þetta, og fleira til, áleitnar spurningar sem fólk verður að mynda sér skoðun á og hafa hugrekki til að íhuga með opnum hug. Þar þýðir ekki að leita sökudólga. Staðan er sú sem hún er, og staðreyndin sú að enginn sá fyrir að ferðamannafjöldi myndi tvöfaldast á örskotsstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Ferðamennska á Íslandi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Stjórnarmaðurinn tók á dögunum á móti útlendum vinum sínum. Vinirnir eru vanir ferðalangar og hafa heimsótt Ísland nokkuð oft. Þó aldrei áður yfir háannatíma að sumri til. Í þetta skiptið höfðu þeir á orði að hlutirnir væru öðruvísi en áður; meiri mannmergð í flugstöðinni, uppáhaldshótelið fullbókað og erfiðara að fá leigubíl fyrir utan flugstöðina. Þá fannst þeim hærra hlutfall af úlpuklæddum Ameríkönum í gönguskóm við morgunverðarborðið á hótelinu sem þeir loks fundu. Þeir kipptu sér þó ekki sérstaklega upp við þetta, heldur ypptu öxlum og sögðust geta sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu jú valið að koma á háannatíma. Margir Íslendingar virðast þó ekki nálgast ferðamannaflauminn með jafn stóískri ró. Lausleg skoðun á fréttamiðlum bendir til að þeir erlendu gestir sem hingað koma geri helst ekki þarfir sínar nema á víðavangi, ferðist ekki nema í rútum sem allt stífla í miðbænum, hendi erlendum gjaldeyri í Peningagjá (stjórnarmaðurinn hélt raunar að það væri jákvætt fyrir gjaldeyrisjöfnuðinn) og strandi í stórum stíl uppi á hálendi með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ástandið virðist meira að segja orðið svo alvarlegt að vinsælasti vefmiðill landsins býður nú lesendum sínum upp á sérstakan flipa undir fyrirsögninni „Ferðamennska á Íslandi“. Þetta er nýmæli fyrir ferðaþjónustuna, en a.m.k. síðan frá bankahruni hefur sjávarútvegurinn verið eini íslenski iðnaðurinn sem skipað hefur sérstakan og sjálfstæðan fréttaflokk í fjölmiðlum. Í ár áætla stjórnvöld að ferðamannafjöldi á Íslandi fari í fyrsta skipti yfir eina milljón. Árið 2014 komu tvöfalt fleiri ferðamenn til landsins en árið 2010. Það er ekkert óeðlilegt við að ýmsir vaxtarverkir komi upp þegar ferðamannafjöldi tvöfaldast á fjórum árum. Nú er hins vegar tíminn til að bregðast við og styrkja innviðina. Þá blasa áleitnar spurningar við. Er eðlilegt að fólk greiði sérstaklega fyrir aðgang að ferðamannastöðum? Er vit í því að hafa flugvöll sem varla er notaður á besta byggingarlandi í höfuðborginni? Eigum við að leggja lest frá Keflavík? Eiga ferðamenn að taka þátt í kostnaði við björgunaraðgerðir, eða eiga skattgreiðendur að greiða fyrir kamaraðstöðu við Gullfoss? Allt saman eru þetta, og fleira til, áleitnar spurningar sem fólk verður að mynda sér skoðun á og hafa hugrekki til að íhuga með opnum hug. Þar þýðir ekki að leita sökudólga. Staðan er sú sem hún er, og staðreyndin sú að enginn sá fyrir að ferðamannafjöldi myndi tvöfaldast á örskotsstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Ferðamennska á Íslandi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira