Áhugaflugmenn gagnrýna takmörkun á einkaflugi á Þjóðhátíð Ingvar Haraldsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Flugvél lendir á flugvellinum í Vestmannaeyjum. vísir/óskar friðriksson Óánægja er meðal einka- og áhugaflugmanna með nýjar reglur Isavia um skipulag flugs til og frá Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgi. Samkvæmt reglunum verður afgreiðslutímum á flugvöllinn úthlutað svo flugtök og lendingar verði ekki fleiri en átta á hálftíma. Auk þess mun atvinnuflug hafi forgang. Fram til þessa hefur flugturninn í Vestmannaeyjum séð um að dreifa álagi á flugvöllinn. „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Valur Stefánsson, formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda.Valur StefánssonValur segir sambærilegt fyrirkomulag hafa verið reynt fyrir nokkrum árum en það hafi ekki gengið sem skyldi. „Það var ekkert af litlu vélunum sem fóru þá helgina,“ segir Valur. Valur spyr hvers vegna sé verið að setja nýjar reglur nú þar sem álagið á flugvellinum hafi verið mun meira áður en Landeyjahöfn var tekin í notkun árið 2010. „Það er miklu minna af litlum vélum sem eru að fara núna eftir að Landeyjahöfn kom því að Herjólfur er að ferja obbann af þessu fólki í dag sem hann gerði ekki áður,“ segir Valur. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir ástæðu breytinganna vera áhættumat sem gert hafi verið síðasta haust. „Þar komu í ljós öryggislegir vankantar og það hefði verið óábyrgt af okkur að bregðast ekki við,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að eftir samdrátt í flugi eftir hrun hafi flug til Vestmannaeyja tekið að aukast á ný yfir verslunarmannahelgi. Afgreiðslutíma á Vestmannaeyjaflugvelli um verslunarmannahelgi er úthlutað til þess að koma í veg fyrir að hættuástand skapist vegna of mikils álags. „Bæði er það til þess að tryggja að ekki séu of margar flugvélar í einu í loftrýminu og vegna þess að stæði á flugvellinum eru takmörkuð.“ Guðni segir að miðað við greiningu á umferðinni ættu flugmenn og flugfarþegar að komast leiðar sinnar. „En mögulega gætu þeir þurft að hliðra tímum til þess að dreifa álaginu á flugvöllinn betur,“ segir Guðni. Guðni bætir við að algengt sé að afgreiðslutímum sé úthlutað á álagstímum á flugvöllum. „Þetta á til dæmis við um Keflavíkurflugvöll en þar er afgreiðslutímum úthlutað á helstu álagstímum sólarhringsins,“ segir Guðni. Fréttir af flugi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Óánægja er meðal einka- og áhugaflugmanna með nýjar reglur Isavia um skipulag flugs til og frá Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgi. Samkvæmt reglunum verður afgreiðslutímum á flugvöllinn úthlutað svo flugtök og lendingar verði ekki fleiri en átta á hálftíma. Auk þess mun atvinnuflug hafi forgang. Fram til þessa hefur flugturninn í Vestmannaeyjum séð um að dreifa álagi á flugvöllinn. „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Valur Stefánsson, formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda.Valur StefánssonValur segir sambærilegt fyrirkomulag hafa verið reynt fyrir nokkrum árum en það hafi ekki gengið sem skyldi. „Það var ekkert af litlu vélunum sem fóru þá helgina,“ segir Valur. Valur spyr hvers vegna sé verið að setja nýjar reglur nú þar sem álagið á flugvellinum hafi verið mun meira áður en Landeyjahöfn var tekin í notkun árið 2010. „Það er miklu minna af litlum vélum sem eru að fara núna eftir að Landeyjahöfn kom því að Herjólfur er að ferja obbann af þessu fólki í dag sem hann gerði ekki áður,“ segir Valur. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir ástæðu breytinganna vera áhættumat sem gert hafi verið síðasta haust. „Þar komu í ljós öryggislegir vankantar og það hefði verið óábyrgt af okkur að bregðast ekki við,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að eftir samdrátt í flugi eftir hrun hafi flug til Vestmannaeyja tekið að aukast á ný yfir verslunarmannahelgi. Afgreiðslutíma á Vestmannaeyjaflugvelli um verslunarmannahelgi er úthlutað til þess að koma í veg fyrir að hættuástand skapist vegna of mikils álags. „Bæði er það til þess að tryggja að ekki séu of margar flugvélar í einu í loftrýminu og vegna þess að stæði á flugvellinum eru takmörkuð.“ Guðni segir að miðað við greiningu á umferðinni ættu flugmenn og flugfarþegar að komast leiðar sinnar. „En mögulega gætu þeir þurft að hliðra tímum til þess að dreifa álaginu á flugvöllinn betur,“ segir Guðni. Guðni bætir við að algengt sé að afgreiðslutímum sé úthlutað á álagstímum á flugvöllum. „Þetta á til dæmis við um Keflavíkurflugvöll en þar er afgreiðslutímum úthlutað á helstu álagstímum sólarhringsins,“ segir Guðni.
Fréttir af flugi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira