Vigdís Hauksdóttir vill byggja upp fyrir ferðamenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Leiðsögumenn hafa kvartað undan því að það vanti salernisaðstöðu á vinsælustu ferðamannastöðunum. vísir/pjetur „Þetta er náttúrulega skelfilegt ástand. Aldrei myndi mér detta í hug að fara til útlanda og gera eitthvað annað en að fara á snyrtinguna, ef svo ber undir. Ég skil ekki þennan kúltúr sem er að birtast okkur,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um fréttir í vikunni af umgengni ferðamanna við helstu náttúruperlur Íslands. Í Fréttablaðinu var greint frá því í vikunni að ferðamenn hægðu sér við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður sagði við Fréttablaðið af þessu tilefni að leiðsögumenn bæðust afsökunar á ástandi mála í salernismálum í hvert sinn sem þeir færu á þessa staði.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir segir að nú þurfi menn að fara að bretta upp ermarnar. „Það er í fyrsta lagi þannig að það er bráðnauðsynlegt að fara að byggja upp þessa ferðamannastaði og leysa þessi salernisvandamál þar sem þau birtast okkur.“ Vigdís kveðst vera talsmaður þess að hugað verði að því af fullri alvöru að afnema ívilnanir í ferðaþjónustunni. Þannig verði virðisaukaskattur á ferðaþjónustutengdar greinar færður í efra þrep. „Því að þegar ákveðið var að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu yrði í lægra þrepi var það til þess að lyfta atvinnugreininni upp og koma henni í funksjón,“ segir Vigdís. Nú þegar ferðaþjónustan sé orðin svipað stór í veltu og sjávarútvegurinn þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Það þurfi því að taka strax ákvörðun um að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu upp í efra þrep, en veita tveggja ára aðlögunartíma á gildistöku. „Þannig að verðskrár og annað haldi sér og það verði ekki forsendubrestur hjá ferðaþjónustuaðilum sjálfum,“ segir Vigdís. Þá segist Vigdís jafnframt vera talsmaður þess að það verði tekið upp komugjald til landsins. Og það verði að taka ákvörðun um það helst í næstu fjárlögum. Komugjaldið verði eyrnamerkt til uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég lít jákvæðum augum á það að það skiptist að einverju leyti milli ríkisins og eitthvað falli í hlut sveitarfélaga,“ segir Vigdís. Hún leggur þó áherslu á að þetta séu einungis hennar eigin hugleiðingar í skattamálum. Vigdís leggur áherslu á að búið verði að gera heildarúttekt á þörfinni fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. Uppbyggingin verði þá markvissari. „Enda hefur umhverfisráðherra farið af stað með vinnu og það var komin úrlausn í það mál í vor áður en þingi lauk,“ segir Vigdís. Féð sem fari til ferðamannastaða verði best nýtt ef uppbyggingin grundvallast á slíku mati og fyrst verði farið í uppbyggingu þeirra staða þar sem þörfin er mest. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
„Þetta er náttúrulega skelfilegt ástand. Aldrei myndi mér detta í hug að fara til útlanda og gera eitthvað annað en að fara á snyrtinguna, ef svo ber undir. Ég skil ekki þennan kúltúr sem er að birtast okkur,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um fréttir í vikunni af umgengni ferðamanna við helstu náttúruperlur Íslands. Í Fréttablaðinu var greint frá því í vikunni að ferðamenn hægðu sér við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður sagði við Fréttablaðið af þessu tilefni að leiðsögumenn bæðust afsökunar á ástandi mála í salernismálum í hvert sinn sem þeir færu á þessa staði.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir segir að nú þurfi menn að fara að bretta upp ermarnar. „Það er í fyrsta lagi þannig að það er bráðnauðsynlegt að fara að byggja upp þessa ferðamannastaði og leysa þessi salernisvandamál þar sem þau birtast okkur.“ Vigdís kveðst vera talsmaður þess að hugað verði að því af fullri alvöru að afnema ívilnanir í ferðaþjónustunni. Þannig verði virðisaukaskattur á ferðaþjónustutengdar greinar færður í efra þrep. „Því að þegar ákveðið var að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu yrði í lægra þrepi var það til þess að lyfta atvinnugreininni upp og koma henni í funksjón,“ segir Vigdís. Nú þegar ferðaþjónustan sé orðin svipað stór í veltu og sjávarútvegurinn þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Það þurfi því að taka strax ákvörðun um að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu upp í efra þrep, en veita tveggja ára aðlögunartíma á gildistöku. „Þannig að verðskrár og annað haldi sér og það verði ekki forsendubrestur hjá ferðaþjónustuaðilum sjálfum,“ segir Vigdís. Þá segist Vigdís jafnframt vera talsmaður þess að það verði tekið upp komugjald til landsins. Og það verði að taka ákvörðun um það helst í næstu fjárlögum. Komugjaldið verði eyrnamerkt til uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég lít jákvæðum augum á það að það skiptist að einverju leyti milli ríkisins og eitthvað falli í hlut sveitarfélaga,“ segir Vigdís. Hún leggur þó áherslu á að þetta séu einungis hennar eigin hugleiðingar í skattamálum. Vigdís leggur áherslu á að búið verði að gera heildarúttekt á þörfinni fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. Uppbyggingin verði þá markvissari. „Enda hefur umhverfisráðherra farið af stað með vinnu og það var komin úrlausn í það mál í vor áður en þingi lauk,“ segir Vigdís. Féð sem fari til ferðamannastaða verði best nýtt ef uppbyggingin grundvallast á slíku mati og fyrst verði farið í uppbyggingu þeirra staða þar sem þörfin er mest.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00
Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17