Salernismál mjög slæm víða um landið Ingvar Haraldsson skrifar 17. júlí 2015 07:00 Langar biðraðir myndast oft við salernin við Jökulsárlón vegna mannmergðar. vísir/pjetur „Klósettmál eru yfirleitt hvergi nokkurs staðar verri en einmitt hér,“ sagði Valur Freyr Jónsson rútubílstjóri sem staddur var við Jökulsárlón í gærmorgun. Valur sem ekur nú hópi Þjóðverja hringinn sagði um 100 fólksbíla vera við lónið og 15 rútur, en þrjú eða fjögur kvennaklósett, og tvær þvagskálar og einn salernisbás fyrir karla. „Það eru um þrjátíu konur sem bíða í röð,“ sagði hann. Valur sagði sjaldgæft að við þjóðveginn væru nægjanlega mörg klósett til að taka á móti stórum hópum ferðamanna, sérstaklega á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er hvað mestur. Við Seljalandsfoss anni salernisaðstaðan engan veginn þeim mikla fjölda sem heimsækir staðinn. „Þar er alla daga alla tíma löng biðröð vegna þess að þar er eitt klósett fyrir fatlaða, annað fyrir karla og þriðja fyrir konur,“ sagði Valur.Skapti Örn Ólafsson„Það er alltaf verið að dásama tekjurnar af ferðamönnum,“ sagði Valur og spurði hvernig það mætti vera að ekki væri hægt að byggja upp sómasamlega salernisaðstöðu fyrir þá fjármuni sem ferðamenn kæmu með til landsins.Kári JónassonKári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna og fyrrverandi ritstjóri, segir að eitthvað verði að gera til að bæta salernisaðstöðuna við Seljalandsfoss og fleiri staði. „Útsvarsgreiðendur á Hvolsvelli geta ekki staðið í því að setja þetta upp, hið opinbera verður að gera það,“ segir Kári. „Þetta er alveg hræðilegt sums staðar. Það verður bara að setja upp klósett og láta borga fyrir það. Fólk er vant því víða um lönd,“ bætir hann við. „Það þarf að setja aukinn kraft í uppbyggingu innviða, þar á meðal klósetta,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin lagði 850 milljónir króna til uppbyggingar ferðamannastaða í maí. „Þetta er gott fyrsta skref,“ segir hann. Skapti Örn segir að áætlað hafi verið að verja þurfi milljarði króna árlega til uppbyggingar ferðamannastaða. „Það kann að vera að sú tala þurfi jafnvel að hækka því að ferðamönnum hefur fjölgað meira það sem af er þessu ári en undanfarin ár,“ segir Skapti. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
„Klósettmál eru yfirleitt hvergi nokkurs staðar verri en einmitt hér,“ sagði Valur Freyr Jónsson rútubílstjóri sem staddur var við Jökulsárlón í gærmorgun. Valur sem ekur nú hópi Þjóðverja hringinn sagði um 100 fólksbíla vera við lónið og 15 rútur, en þrjú eða fjögur kvennaklósett, og tvær þvagskálar og einn salernisbás fyrir karla. „Það eru um þrjátíu konur sem bíða í röð,“ sagði hann. Valur sagði sjaldgæft að við þjóðveginn væru nægjanlega mörg klósett til að taka á móti stórum hópum ferðamanna, sérstaklega á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er hvað mestur. Við Seljalandsfoss anni salernisaðstaðan engan veginn þeim mikla fjölda sem heimsækir staðinn. „Þar er alla daga alla tíma löng biðröð vegna þess að þar er eitt klósett fyrir fatlaða, annað fyrir karla og þriðja fyrir konur,“ sagði Valur.Skapti Örn Ólafsson„Það er alltaf verið að dásama tekjurnar af ferðamönnum,“ sagði Valur og spurði hvernig það mætti vera að ekki væri hægt að byggja upp sómasamlega salernisaðstöðu fyrir þá fjármuni sem ferðamenn kæmu með til landsins.Kári JónassonKári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna og fyrrverandi ritstjóri, segir að eitthvað verði að gera til að bæta salernisaðstöðuna við Seljalandsfoss og fleiri staði. „Útsvarsgreiðendur á Hvolsvelli geta ekki staðið í því að setja þetta upp, hið opinbera verður að gera það,“ segir Kári. „Þetta er alveg hræðilegt sums staðar. Það verður bara að setja upp klósett og láta borga fyrir það. Fólk er vant því víða um lönd,“ bætir hann við. „Það þarf að setja aukinn kraft í uppbyggingu innviða, þar á meðal klósetta,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin lagði 850 milljónir króna til uppbyggingar ferðamannastaða í maí. „Þetta er gott fyrsta skref,“ segir hann. Skapti Örn segir að áætlað hafi verið að verja þurfi milljarði króna árlega til uppbyggingar ferðamannastaða. „Það kann að vera að sú tala þurfi jafnvel að hækka því að ferðamönnum hefur fjölgað meira það sem af er þessu ári en undanfarin ár,“ segir Skapti.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08
Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00