Feitir borga ekki meira fyrir flugsæti hjá íslenskum flugfélögum Snærós Sindradóttir skrifar 17. júlí 2015 07:00 Fáum þykir þægilegt að ferðast lengi í flugvél. Sérstaklega ekki fólk sem er stórt á alla kanta. vísir/Vilhelm Íslenskir flugfarþegar, sem af einhverjum ástæðum komast ekki fyrir í einu flugsæti, þurfa ekki að búast við því að vera gert að borga fyrir annað sæti við innritun. Í Bandaríkjunum hefur lengi verið uppi umræða um hvað er sanngjarnt í þessum efnum. Fréttablaðið hafði samband við WOW air, Icelandair og Flugfélag Íslands og leitaði svara við því hvernig brugðist væri við fólki sem ekki væri sniðið í flugvélasæti. „Þetta kemur stundum til tals. Þegar þetta gerist er reynt að finna viðkomandi sæti þar sem er laust við hliðina. Þegar vélin er alveg sneisafull þá er fólk sett í gangsæti,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Sigrún DaníelsdóttirHann bendir þó á að fleiri en feitt fólk taki mikið pláss í flugvélum. „Ég sá mynd sem var mjög sláandi. Þá voru kraftlyftingagaurar að fara út og þeir sátu sitthvorum megin við ganginn. Það var varla hægt að skjóta sér á milli þeirra þar sem þeir nánast snertust.“ Hann segir að þó flugfélagið skikki engan til að borga fyrir tvö sæti séu dæmi þess að fólk velji sjálft að borga fyrir meira pláss. „Ef það er einhver sem veit sjálfur að hann kemst ekki á milli, þá er búið að láta vita og jafnvel kaupa hliðarsæti.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tekur í sama streng og Guðjón. „Við leysum málin með framlengingu á belti. Hingað til hefur þetta alltaf verið leyst farsællega um borð.“ Aðspurð hvort farþegar flugfélagsins hafi verið beðnir um að borga fyrir annað sæti við innritun segir hún að það hafi ekki verið gert hingað til.Guðjón ArngrímssonÞað sama er uppi á teningnum hjá Flugfélagi Íslands. Reynt er að koma því þannig fyrir að fólk sem þarf tvö sæti fái tvö sæti. Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir Samtök um líkamsvirðingu. Henni þykir óeðlilegt ef farþegum er gert að borga fyrir tvö sæti. „Alveg eins og við framleiðum skó í mismunandi stærðum þurfum við að gera okkur grein fyrir því að fólk kemur í mismunandi stærðum.“ Hún bendir á að þrátt fyrir að mannkynið hafi breikkað og hækkað hafi flugsæti minnkað í sparnaðarskyni. „Mér finnst mjög eðlilegt að flugfélögin endurskoði þetta þannig að flugvélarnar séu betur í stakk búnar til að mæta farþegum af ólíkum stærðum.“ Fréttir af flugi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira
Íslenskir flugfarþegar, sem af einhverjum ástæðum komast ekki fyrir í einu flugsæti, þurfa ekki að búast við því að vera gert að borga fyrir annað sæti við innritun. Í Bandaríkjunum hefur lengi verið uppi umræða um hvað er sanngjarnt í þessum efnum. Fréttablaðið hafði samband við WOW air, Icelandair og Flugfélag Íslands og leitaði svara við því hvernig brugðist væri við fólki sem ekki væri sniðið í flugvélasæti. „Þetta kemur stundum til tals. Þegar þetta gerist er reynt að finna viðkomandi sæti þar sem er laust við hliðina. Þegar vélin er alveg sneisafull þá er fólk sett í gangsæti,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Sigrún DaníelsdóttirHann bendir þó á að fleiri en feitt fólk taki mikið pláss í flugvélum. „Ég sá mynd sem var mjög sláandi. Þá voru kraftlyftingagaurar að fara út og þeir sátu sitthvorum megin við ganginn. Það var varla hægt að skjóta sér á milli þeirra þar sem þeir nánast snertust.“ Hann segir að þó flugfélagið skikki engan til að borga fyrir tvö sæti séu dæmi þess að fólk velji sjálft að borga fyrir meira pláss. „Ef það er einhver sem veit sjálfur að hann kemst ekki á milli, þá er búið að láta vita og jafnvel kaupa hliðarsæti.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tekur í sama streng og Guðjón. „Við leysum málin með framlengingu á belti. Hingað til hefur þetta alltaf verið leyst farsællega um borð.“ Aðspurð hvort farþegar flugfélagsins hafi verið beðnir um að borga fyrir annað sæti við innritun segir hún að það hafi ekki verið gert hingað til.Guðjón ArngrímssonÞað sama er uppi á teningnum hjá Flugfélagi Íslands. Reynt er að koma því þannig fyrir að fólk sem þarf tvö sæti fái tvö sæti. Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir Samtök um líkamsvirðingu. Henni þykir óeðlilegt ef farþegum er gert að borga fyrir tvö sæti. „Alveg eins og við framleiðum skó í mismunandi stærðum þurfum við að gera okkur grein fyrir því að fólk kemur í mismunandi stærðum.“ Hún bendir á að þrátt fyrir að mannkynið hafi breikkað og hækkað hafi flugsæti minnkað í sparnaðarskyni. „Mér finnst mjög eðlilegt að flugfélögin endurskoði þetta þannig að flugvélarnar séu betur í stakk búnar til að mæta farþegum af ólíkum stærðum.“
Fréttir af flugi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Sjá meira