Ágangur sjávar ógnar landnámsminjum Stefán Rafn Sveinbjörnsson skrifar 13. júlí 2015 06:00 Sjávarrof hefur eyðilagt minjar við Sæból, sem getið er í Landnámu. Mynd/Ingrid Kuhlman Eyþór Eðvarðsson „Ástandið er slæmt, það verður bara að segjast eins og er,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar. Mikið sjávarrof á sér stað víðs vegar um landið þar sem gamlar fornminjar er að finna. Margar þessara fornminja eru frá landnámsöld og hafa lítið verið rannsakaðar. Á Gufuskálum á Snæfellsnesi hafa merkilegar fornminjar eyðilagst í sjávarrofi en björgunaruppgröftur hefur átt sér stað á svæðinu undanfarin ár. „Svo eru mikil verðmæti til dæmis í moldinni þarna,“ segir Eyþór. „Hún er mikilvægur partur af þessu. Til dæmis á Gufuskálum erum við með átta metra háan jarðvistarhaug. Sem er bara einstakt. Það er þar sem menn eru að finna skartgripi frá fólki á landnámsöld. Þessar minjar eru nú í hættu,“ segir hann. „Maður er að koma á staði eins og Sæból í Önundarfirði sem er nefnt í Landnámu, einn af þessum stóru stöðum, og þar er rofið orðið það mikið að það eru eitt til þrjú tonn af torfum fallin niður og maður horfir inn í rofsárið og sér bein, steinahleðslur og mannvistarleifar sem eru ábyggilega þúsund ára gamlar.“ Hann segir að leita þurfi allra leiða til að varðveita minjarnar. Fólk hafi áhuga á málefninu en átti sig kannski ekki á því hve mikil hætta steðjar að minjunum. „Það sem þarf að gera er ná böndum utan um þetta, við vitum hreinlega ekki hvað eru margar svona minjar við Ísland. Þetta er meira og minna órannsakað. Það sem Skotar hafa til dæmis gert er að hugsa aðeins út fyrir kassann en þeir eru byrjaðir að færa minjar sem eru við sjávarsíðuna og eru búnir að koma upp vaktkerfi í kringum landið sem í er bara áhugafólk. Ef þetta væri á Íslandi gæti til dæmis hver fjörður passað upp á sínar minjar,“ segir Eyþór. Hann segir að þó að áhugafólk geti gert mikið til að passa upp á fornminjar þurfi að verja meira fjármagni til varðveislu þeirra. „Það bara vantar peninga. Það eru um 30 milljónir sem ríkið ver til fornleifarannsókna á ári, sem er allt of lítið.“ Fornminjar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Eyþór Eðvarðsson „Ástandið er slæmt, það verður bara að segjast eins og er,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar. Mikið sjávarrof á sér stað víðs vegar um landið þar sem gamlar fornminjar er að finna. Margar þessara fornminja eru frá landnámsöld og hafa lítið verið rannsakaðar. Á Gufuskálum á Snæfellsnesi hafa merkilegar fornminjar eyðilagst í sjávarrofi en björgunaruppgröftur hefur átt sér stað á svæðinu undanfarin ár. „Svo eru mikil verðmæti til dæmis í moldinni þarna,“ segir Eyþór. „Hún er mikilvægur partur af þessu. Til dæmis á Gufuskálum erum við með átta metra háan jarðvistarhaug. Sem er bara einstakt. Það er þar sem menn eru að finna skartgripi frá fólki á landnámsöld. Þessar minjar eru nú í hættu,“ segir hann. „Maður er að koma á staði eins og Sæból í Önundarfirði sem er nefnt í Landnámu, einn af þessum stóru stöðum, og þar er rofið orðið það mikið að það eru eitt til þrjú tonn af torfum fallin niður og maður horfir inn í rofsárið og sér bein, steinahleðslur og mannvistarleifar sem eru ábyggilega þúsund ára gamlar.“ Hann segir að leita þurfi allra leiða til að varðveita minjarnar. Fólk hafi áhuga á málefninu en átti sig kannski ekki á því hve mikil hætta steðjar að minjunum. „Það sem þarf að gera er ná böndum utan um þetta, við vitum hreinlega ekki hvað eru margar svona minjar við Ísland. Þetta er meira og minna órannsakað. Það sem Skotar hafa til dæmis gert er að hugsa aðeins út fyrir kassann en þeir eru byrjaðir að færa minjar sem eru við sjávarsíðuna og eru búnir að koma upp vaktkerfi í kringum landið sem í er bara áhugafólk. Ef þetta væri á Íslandi gæti til dæmis hver fjörður passað upp á sínar minjar,“ segir Eyþór. Hann segir að þó að áhugafólk geti gert mikið til að passa upp á fornminjar þurfi að verja meira fjármagni til varðveislu þeirra. „Það bara vantar peninga. Það eru um 30 milljónir sem ríkið ver til fornleifarannsókna á ári, sem er allt of lítið.“
Fornminjar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira