Sjúkraflug er utan áhættumats Isavia Sveinn arnarsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Áhættumat Isavia tekur sjúkraflug ekki með í útreikninga áhættumats vegna lokunar flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Öll sérhæfð bráðaþjónusta fyrir alla landsmenn er á Landspítalanum við Hringbraut. vísir/pjetur Ekki er hugsað til sjúkraflutninga í áhættumati Isavia á hugsanlegri lokun 06/24 flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Hjartað í Vatnsmýrinni gagnrýnir að sá viðamikli þáttur sé ekki hafður með í áhættumatinu. „Hverfandi líkur eru taldar á að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist,“ segir í áhættumati Isavia vegna lokunar flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, sem sumir hafa viljað kalla neyðarbraut.Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa lengi viljað loka þeirri flugbraut til að liðka fyrir byggð í Vatnsmýri. Vegna þeirra hugmynda bað innanríkisráðuneytið Isavia, sem annast rekstur flugvalla á Íslandi, að gera áhættumat um lokun brautarinnar. Isavia kemst þannig að orði að lokunin yrði „þolanleg og að hverfandi líkur eru taldar á að mannslíf tapist verði flugbrautin aflögð“. Í annmörkum áhættumatsins segir að verkefnið hafi verið að meta breytingu á flugvallarkerfi Reykjavíkurflugvallar út frá flugöryggislegum þáttum. „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallakerfið í landinu, neyðarskipulagi Almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar,“ segir í skýrslunni. Leifur Hallgrímsson Forstjóri MýflugsNjáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og einn forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri, telur þessa annmarka mjög áhrifamikla. „Það orkar tvímælis að sjúkraflug sé ekki tekið með í áhættumatsskýrsluna. Það getur verið að mannslíf tapist ekki við lokun flugbrautarinnar ef þú telur ekki sjúkraflugið með. Þetta snýr að almannahagsmunum. Öryggishagsmunir almennings eru mikilvægir en Isavia skoðar þá ekkert í þessari áhættumatsskýrslu,“ segir Njáll Trausti. Mýflug flaug 538 ferðir í sjúkraflugi í fyrra og var helmingur þeirra ferða í miklum forgangi, svokallað F1- eða F2-flug þar sem líf sjúklings er í húfi. „Ef menn ætla að loka og hafa engar mótvægisaðgerðir, þá mun einhvern tímann koma til þess að við lendum í vandræðum. Ég er ekkert að segja að einhver muni deyja en það verður ekki útilokað. Það eru miklar líkur á að manntjón hljótist af,“ segir Leifur Hallgrímsson, forstjóri Mýflugs. Fréttir af flugi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ekki er hugsað til sjúkraflutninga í áhættumati Isavia á hugsanlegri lokun 06/24 flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Hjartað í Vatnsmýrinni gagnrýnir að sá viðamikli þáttur sé ekki hafður með í áhættumatinu. „Hverfandi líkur eru taldar á að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist,“ segir í áhættumati Isavia vegna lokunar flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, sem sumir hafa viljað kalla neyðarbraut.Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa lengi viljað loka þeirri flugbraut til að liðka fyrir byggð í Vatnsmýri. Vegna þeirra hugmynda bað innanríkisráðuneytið Isavia, sem annast rekstur flugvalla á Íslandi, að gera áhættumat um lokun brautarinnar. Isavia kemst þannig að orði að lokunin yrði „þolanleg og að hverfandi líkur eru taldar á að mannslíf tapist verði flugbrautin aflögð“. Í annmörkum áhættumatsins segir að verkefnið hafi verið að meta breytingu á flugvallarkerfi Reykjavíkurflugvallar út frá flugöryggislegum þáttum. „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallakerfið í landinu, neyðarskipulagi Almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar,“ segir í skýrslunni. Leifur Hallgrímsson Forstjóri MýflugsNjáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og einn forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri, telur þessa annmarka mjög áhrifamikla. „Það orkar tvímælis að sjúkraflug sé ekki tekið með í áhættumatsskýrsluna. Það getur verið að mannslíf tapist ekki við lokun flugbrautarinnar ef þú telur ekki sjúkraflugið með. Þetta snýr að almannahagsmunum. Öryggishagsmunir almennings eru mikilvægir en Isavia skoðar þá ekkert í þessari áhættumatsskýrslu,“ segir Njáll Trausti. Mýflug flaug 538 ferðir í sjúkraflugi í fyrra og var helmingur þeirra ferða í miklum forgangi, svokallað F1- eða F2-flug þar sem líf sjúklings er í húfi. „Ef menn ætla að loka og hafa engar mótvægisaðgerðir, þá mun einhvern tímann koma til þess að við lendum í vandræðum. Ég er ekkert að segja að einhver muni deyja en það verður ekki útilokað. Það eru miklar líkur á að manntjón hljótist af,“ segir Leifur Hallgrímsson, forstjóri Mýflugs.
Fréttir af flugi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira