Fyrsta PIP-púðamálið tapast í áfrýjunarrétti Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2015 07:00 Alls fengu um 440 íslenskar konur ígræddar PIP-brjóstafyllingar með iðnaðarsilíkoni. nordicphotos/afp Franskur áfrýjunardómstóll sýknaði TÜV Rheinland í fyrstu hópmálsókninni í PIP-brjóstafyllingamálinu svokallaða en nokkur þúsund konur hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu sem hafði eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna. Um 440 íslenskar konur fengu ígræddar PIP-brjóstafyllingar en af þeim hafa 204 konur höfðað mál á hendur TÜV Rheinland sem vottaði og sá um eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna í Frakklandi. Dómsmálin sem hafa verið höfðuð eru þrjú, en íslensku konurnar tilheyra stærstu málsókninni sem er númer tvö í röðinni og verður mál þeirra flutt 24. júlí næstkomandi í Frakklandi. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir dóminn hafa lítil áhrif á málsókn Íslendinganna. „Dómnum verður væntanlega áfrýjað til Cour de cassation [efsta dómstigs Frakklands] en gera má ráð fyrir að niðurstaða þess dómstóls liggi ekki fyrir fyrr en eftir eitt ár. Þrátt fyrir að mínir umbjóðendur séu ekki aðilar að málinu þá hef ég þó að sjálfsögðu rætt málið við frönsku lögmennina og greint þeim frá þeirri skoðun minni að það eigi að fara með málið alla leið.“ Saga segir liggja fyrir að þar sem íslensku konurnar eru ekki aðilar að málinu sem tapaðist þá eru þær ekki með aðgengi að öllum upplýsingum um málið. „Þessi dómsniðurstaða verður væntanlega til þess að íslenskar konur fá ekki dæmda svokallaða innborgun inn á málið. Þá getur þetta leitt til þess að mál íslenskra kvenna tefjist á meðan beðið verður eftir niðurstöðu Cour de cassation í fyrstu hópmálsókninni,“ segir Saga. Aldrei fyrr hafa svo margir Íslendingar sótt mál saman eftir því sem næst verður komist en mál íslensku kvennanna verður eins og áður segið tekið fyrir í lok júlí. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Franskur áfrýjunardómstóll sýknaði TÜV Rheinland í fyrstu hópmálsókninni í PIP-brjóstafyllingamálinu svokallaða en nokkur þúsund konur hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu sem hafði eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna. Um 440 íslenskar konur fengu ígræddar PIP-brjóstafyllingar en af þeim hafa 204 konur höfðað mál á hendur TÜV Rheinland sem vottaði og sá um eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna í Frakklandi. Dómsmálin sem hafa verið höfðuð eru þrjú, en íslensku konurnar tilheyra stærstu málsókninni sem er númer tvö í röðinni og verður mál þeirra flutt 24. júlí næstkomandi í Frakklandi. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir dóminn hafa lítil áhrif á málsókn Íslendinganna. „Dómnum verður væntanlega áfrýjað til Cour de cassation [efsta dómstigs Frakklands] en gera má ráð fyrir að niðurstaða þess dómstóls liggi ekki fyrir fyrr en eftir eitt ár. Þrátt fyrir að mínir umbjóðendur séu ekki aðilar að málinu þá hef ég þó að sjálfsögðu rætt málið við frönsku lögmennina og greint þeim frá þeirri skoðun minni að það eigi að fara með málið alla leið.“ Saga segir liggja fyrir að þar sem íslensku konurnar eru ekki aðilar að málinu sem tapaðist þá eru þær ekki með aðgengi að öllum upplýsingum um málið. „Þessi dómsniðurstaða verður væntanlega til þess að íslenskar konur fá ekki dæmda svokallaða innborgun inn á málið. Þá getur þetta leitt til þess að mál íslenskra kvenna tefjist á meðan beðið verður eftir niðurstöðu Cour de cassation í fyrstu hópmálsókninni,“ segir Saga. Aldrei fyrr hafa svo margir Íslendingar sótt mál saman eftir því sem næst verður komist en mál íslensku kvennanna verður eins og áður segið tekið fyrir í lok júlí.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira