Rauðvín er ekki grennandi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2015 07:00 Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri athugasemd við frétt sem birtist á RÚV 22. júní um að rauðvín geti verið grennandi. Í fréttinni kemur fram að efnið resveratról geti breytt fitu í „góða fitu“ sem brennir kaloríum og á þann hátt verið grennandi. Þetta kemur einnig fram á vef The Independent. Með fréttinni er verið að vísa í rannsókn sem var birt í International Journal of Obesity. Mjög varasamt er að tengja rauðvínsdrykkju við niðurstöður rannsóknarinnar sem vitnað er í. Höfundar rannsóknarinnar álykta að neysla á ávöxtum og berjum geti haft grennandi áhrif en minnast ekki á rauðvín í þessu samhengi. Þvert á móti benda þeir á að resveratról síist burt í vinnsluferli á rauðvíni. Því finnst til dæmis mun minna af resveratróli í rauðvíni en vínberjum. Resveratról hefur talsvert verið rannsakað hjá mönnum. Þó svo að mýs virðist geta nýtt sér resveratról til að grennast þá á það sama ekki við um menn. Líkaminn breytir því að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og getur ekki nýtt sér það óbreytt nema að mjög litlu magni. Því eru engar vísbendingar um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Þannig er ekkert sem styður það að aukin rauðvínsdrykkja geti gagnast í þeim tilgangi að grenna sig. Auk þess sem rauðvín er mjög hitaeiningaríkt, sem getur stuðlað að þyngdaraukningu, inniheldur það krabbameinsvaldandi efni. Allt áfengi, þar á meðal rauðvín, er áhættuþáttur fyrir krabbamein í höfði og hálsi, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Flestir ávextir innihalda pólýfenól sem er samheiti yfir resveratról og önnur efni sem hafa svipaða virkni. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af resveratróli en rauðvín. Það er því ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri athugasemd við frétt sem birtist á RÚV 22. júní um að rauðvín geti verið grennandi. Í fréttinni kemur fram að efnið resveratról geti breytt fitu í „góða fitu“ sem brennir kaloríum og á þann hátt verið grennandi. Þetta kemur einnig fram á vef The Independent. Með fréttinni er verið að vísa í rannsókn sem var birt í International Journal of Obesity. Mjög varasamt er að tengja rauðvínsdrykkju við niðurstöður rannsóknarinnar sem vitnað er í. Höfundar rannsóknarinnar álykta að neysla á ávöxtum og berjum geti haft grennandi áhrif en minnast ekki á rauðvín í þessu samhengi. Þvert á móti benda þeir á að resveratról síist burt í vinnsluferli á rauðvíni. Því finnst til dæmis mun minna af resveratróli í rauðvíni en vínberjum. Resveratról hefur talsvert verið rannsakað hjá mönnum. Þó svo að mýs virðist geta nýtt sér resveratról til að grennast þá á það sama ekki við um menn. Líkaminn breytir því að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og getur ekki nýtt sér það óbreytt nema að mjög litlu magni. Því eru engar vísbendingar um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Þannig er ekkert sem styður það að aukin rauðvínsdrykkja geti gagnast í þeim tilgangi að grenna sig. Auk þess sem rauðvín er mjög hitaeiningaríkt, sem getur stuðlað að þyngdaraukningu, inniheldur það krabbameinsvaldandi efni. Allt áfengi, þar á meðal rauðvín, er áhættuþáttur fyrir krabbamein í höfði og hálsi, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Flestir ávextir innihalda pólýfenól sem er samheiti yfir resveratról og önnur efni sem hafa svipaða virkni. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af resveratróli en rauðvín. Það er því ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar