Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. júní 2015 09:00 Formaður Félags hjúkrunarfræðinga telur að búið sé að koma í veg fyrir að laun verði ákveðin af gerðardómi. vísir/vilhelm „Hljóðið er þungt í mönnum en vissulega á eftir að kynna samningana og fara yfir hvað felst í þessum samningi, segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hann tekur það fram að hann hafi ekki heyrt í mjög mörgum, heldur einungis fylgst með viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Á lokuðum hópi hjúkrunarfræðinga á Facebook hafa fjölmargir hjúkrunarfræðingar lýst vonbrigðum sínum með niðurstöðuna.Ólafur G. SkúlasonSamningurinn felur í sér 18,6 prósenta launahækkun, gildir til marsloka 2019, og er svipaður þeim samningi sem gerður var á almenna vinnumarkaðnum. Kynningarfundir verða á Landspítala og Hótel Hilton í dag og fundir verða svo haldnir utan höfuðborgarsvæðisins á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 4. til 15 júlí. „Það er ekkert tromp uppi í erminni. Við fáum þarna yfirlýsingu frá ráðherrum um að farið verði yfir það hvernig megi bæta kjör hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. En það er bara yfirlýsing,“ segir Ólafur. Ólafur segir það sinn skilning að með undirritun samningsins í gær sé búið að koma í veg fyrir að gerðardómur ákveði laun hjúkrunarfræðinga. Forsendur fyrir skipan gerðardómsins hafi verið þær að ekki væri búið að undirrita samning fyrir 1. júlí. „Þessar forsendur eru þá ekki lengur til staðar og ég lít svo á að verði þetta fellt, þá getum við sest niður aftur að samningaborðinu og reynt að semja á ný,“ segir Ólafur. Enn hafa engir samningar verið undirritaðir á milli BHM og ríkisins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnir á að bandalagið hafi stefnt íslenska ríkinu vegna laga sem sett voru á verkfallið. Hún telur ólíklegt að samningar náist fyrir 1. júlí og segir samninga hjúkrunarfræðinga og ríkisins engu breyta þar um. „Þetta breytir engu fyrir okkur. Við semjum á okkar forsendum og munum halda því áfram,“ segir Þórunn. Verkfall 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Hljóðið er þungt í mönnum en vissulega á eftir að kynna samningana og fara yfir hvað felst í þessum samningi, segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hann tekur það fram að hann hafi ekki heyrt í mjög mörgum, heldur einungis fylgst með viðbrögðum á samfélagsmiðlum. Á lokuðum hópi hjúkrunarfræðinga á Facebook hafa fjölmargir hjúkrunarfræðingar lýst vonbrigðum sínum með niðurstöðuna.Ólafur G. SkúlasonSamningurinn felur í sér 18,6 prósenta launahækkun, gildir til marsloka 2019, og er svipaður þeim samningi sem gerður var á almenna vinnumarkaðnum. Kynningarfundir verða á Landspítala og Hótel Hilton í dag og fundir verða svo haldnir utan höfuðborgarsvæðisins á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 4. til 15 júlí. „Það er ekkert tromp uppi í erminni. Við fáum þarna yfirlýsingu frá ráðherrum um að farið verði yfir það hvernig megi bæta kjör hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. En það er bara yfirlýsing,“ segir Ólafur. Ólafur segir það sinn skilning að með undirritun samningsins í gær sé búið að koma í veg fyrir að gerðardómur ákveði laun hjúkrunarfræðinga. Forsendur fyrir skipan gerðardómsins hafi verið þær að ekki væri búið að undirrita samning fyrir 1. júlí. „Þessar forsendur eru þá ekki lengur til staðar og ég lít svo á að verði þetta fellt, þá getum við sest niður aftur að samningaborðinu og reynt að semja á ný,“ segir Ólafur. Enn hafa engir samningar verið undirritaðir á milli BHM og ríkisins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnir á að bandalagið hafi stefnt íslenska ríkinu vegna laga sem sett voru á verkfallið. Hún telur ólíklegt að samningar náist fyrir 1. júlí og segir samninga hjúkrunarfræðinga og ríkisins engu breyta þar um. „Þetta breytir engu fyrir okkur. Við semjum á okkar forsendum og munum halda því áfram,“ segir Þórunn.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira