Uppsagnir óumflýjanlegar Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2015 07:00 Framkvæmdastjóri hjúkrunar á LSH segir þá stöðu sem upp er komin grafalvarlega og að íslenskt heilbrigðiskerfi megi ekki við því að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum. „Það er hrun yfirvofandi í íslensku heilbrigðiskerfi ef af verður,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, við þeim fregnum að fjöldi hjúkrunarfræðinga ætli sér að segja upp vegna lagasetningar á verkfall þeirra sem samþykkt var á Alþingi síðastliðinn laugardag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það hafa verið brýnt að stöðva verkfallsaðgerðir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Það komu inn uppsagnir fyrir helgi sem ég hef fengið staðfestar en ég reikna með því að það komi mun fleiri uppsagnir inn á borð spítalans þegar hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu eftir helgina,“ segir Sigríður. „Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykki í íslensku heilbrigðiskerfi og ég hef heyrt í mjög sérhæfðum hjúkrunarfræðingum að þeir einstaklingar muni segja upp í stórum stíl.“ Verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í langan tíma og hefur staðan á sjúkrahúsum landsins versnað dag frá degi. Sigríður segir það hárrétt að verkfalli varð að ljúka en ekki með þessum hætti. Reiðin sé mikil innan stéttarinnar með lagasetningu á verkfall þeirra og langlundargeð hjúkrunarfræðinga sé að þrotum komið.Kristján Þór Júlíusson Heilbrigðisráðherra.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir stofnanirnar þurfa nú að taka á þeim vanda ef hjúkrunarfræðingar fara að segja upp í stórum stíl. „Það er leitt ef til þess þarf að koma,“ segir Kristján Þór. „Brýnasta úrlausnarefnið var að tryggja öryggi sjúklinga. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga eru veruleiki sem stofnanirnar þurfa svo að takast á við.“ BHM hefur boðað málsókn vegna lagasetningar þingsins og segir það brot á stjórnarskrá að afnema samningsrétt félagsins. „Það er áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinna nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu,“ segir í tilkynningu BHM. Verkfall 2016 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
„Það er hrun yfirvofandi í íslensku heilbrigðiskerfi ef af verður,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, við þeim fregnum að fjöldi hjúkrunarfræðinga ætli sér að segja upp vegna lagasetningar á verkfall þeirra sem samþykkt var á Alþingi síðastliðinn laugardag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það hafa verið brýnt að stöðva verkfallsaðgerðir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Það komu inn uppsagnir fyrir helgi sem ég hef fengið staðfestar en ég reikna með því að það komi mun fleiri uppsagnir inn á borð spítalans þegar hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu eftir helgina,“ segir Sigríður. „Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykki í íslensku heilbrigðiskerfi og ég hef heyrt í mjög sérhæfðum hjúkrunarfræðingum að þeir einstaklingar muni segja upp í stórum stíl.“ Verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í langan tíma og hefur staðan á sjúkrahúsum landsins versnað dag frá degi. Sigríður segir það hárrétt að verkfalli varð að ljúka en ekki með þessum hætti. Reiðin sé mikil innan stéttarinnar með lagasetningu á verkfall þeirra og langlundargeð hjúkrunarfræðinga sé að þrotum komið.Kristján Þór Júlíusson Heilbrigðisráðherra.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir stofnanirnar þurfa nú að taka á þeim vanda ef hjúkrunarfræðingar fara að segja upp í stórum stíl. „Það er leitt ef til þess þarf að koma,“ segir Kristján Þór. „Brýnasta úrlausnarefnið var að tryggja öryggi sjúklinga. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga eru veruleiki sem stofnanirnar þurfa svo að takast á við.“ BHM hefur boðað málsókn vegna lagasetningar þingsins og segir það brot á stjórnarskrá að afnema samningsrétt félagsins. „Það er áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinna nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu,“ segir í tilkynningu BHM.
Verkfall 2016 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira