Það vissi enginn hvað átti að gera við mig Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. júní 2015 09:00 Heiðar Logi Elíasson Erlendur Þór Magnússon Heiðar Logi Elíasson er fyrsti atvinnumaðurinn á brimbretti á Íslandi. Hann er einstaklega glaðlyndur, og aðeins rúmlega tvítugur að aldri, en hefur lifað viðburðaríka ævi. Hann var rekinn úr skóla í öðrum bekk, var alla barnæsku á risa skammti af rítalíni og ólst upp að einhverju leyti á geðdeild. Heiðar byrjaði ungur að drekka mikið, hætti og lífið tók stakkaskiptum. Hann hefur nú lært að beina orkunni á rétta staði og er um leið orðinn fyrirmynd fyrir unga stráka og stelpur. Heiðar Logi er nýkominn úr ævintýraferð frá Indónesíu þegar blaðamaður nær af honum tali. Hann er einstaklega brosmildur, sólbrúnn og talar af ástríðu um brimbrettin, aðaláhugamál Heiðars. Hann segist ekki alltaf hafa verið á þeim góða stað sem hann er á í dag.„Ég var kolvitlaus þegar ég var barn. Það var ekki hægt að hafa mig í einum einasta tíma. Við vorum nýflutt til Danmerkur og ég var í skóla þar. Ég var sendur til skólastjórans að minnsta kosti einu sinni á dag. Þeir höfðu aldrei séð svona ofvirkt barn,“ segir Heiðar Logi, skælbrosandi, þegar blaðamaður hittir hann fyrir á kaffihúsi í miðbænum. „Það eru til upptökur þar sem ég er hoppandi á milli borða í miðri kennslustund. Þetta var orðið þannig að ég mætti í skólann og einhver úr félagsmiðstöðinni var látinn sækja mig og fara með mig út úr kennslustofunni. Svo var mér skilað aftur í skólann rétt áður en honum lauk og ég sóttur. Ég var samt á trufluðum skammti af rítalíni. Svo voru foreldrar mínir boðaðir á fund og sagt að þau gætu ekki haft mig lengur í skólanum. Þau mæltu með því að ég færi inn á barnageðdeild, og ég fór þangað,“ útskýrir Heiðar.Heiðar á brimbrettinuErlendur Þór MagnússonRefsingar virkuðu ekki Heiðar var sóttur heim til sín á leigubíl á morgnana og keyrður á geðdeild og sendur heim eftir dagvistina í leigubíl. „Við vorum aðeins að læra og svo var verið að gera tilraunir á mér, til dæmis létu þeir mig hætta á rítalíni í viku. Þau vildu að ég yrði inniliggjandi á geðdeildinni á meðan, en mamma vildi hafa mig heima. Ég trylltist þegar ég var tekinn af lyfjunum. Á fjórða degi hringdi mamma upp á deild, hágrátandi, buguð og sagðist ekki geta meira. Ég held að hún hafi næstum því verið lögð inn sjálf. Þarna er ég ekki nema sjö ára,“ heldur hann áfram og bætir við að mamma hans hafi enga stjórn haft á honum. „Ég var til friðs þegar stjúppabbi minn var á staðnum. Um leið og hann gekk út varð ég trylltur. Hann beitti ekki ofbeldi, en var mjög harður. Ég var settur í straff. Þau prófuðu allt.”Fagfólk eina svarið Heiðar var þjónustaður af barnageðdeildinni í um það bil ár. „Þetta var æðislegt, þarna fékk ég að vera frjáls. Við lærðum frá tíu á morgnana til hádegis og svo fengum við frítíma. Það var aldrei verið að stjórna mér eða setja mér mörk, nema eðlileg mörk. Þarna fékk ég að gera það sem ég vildi. Ég hafði íþróttasal og tíma til að einbeita mér að því. Ég hef alltaf þurft að hafa lifandi hlutverk, eitthvert aksjón. Ég gat til dæmis ekki leikið mér með leikföng, mér fannst það svo leiðinlegt.“ Eftir dvölina á geðdeildinni var Heiðar sendur í marga skóla. „Ég passaði hvergi inn. Í eitt skiptið fór ég í skóla þar flestir nemendurnir lifðu við einhverskonar þroskahömlun. Það var ein af skyndilausnunum. Það vissi enginn hvað átti að gera við mig.“Öll skapandi hugsun hvarfHeiðar var ellefu ára þegar hann loksins fór í skóla sem hentaði. „Þar voru allskonar krakkar, ofvirkir, þeir sem höfðu orðið fyrir einelti og allt þar á milli. Þar voru sex kennarar á hverja fimmtán nemendur og ég fékk stuðninginn sem ég þurfti. Á einu ári fór ég í gegnum stærðfræðibækur frá fimmta bekk og upp í fyrsta ár í framhaldsskóla og náði jafnöldrum mínum í dönsku. Árið eftir flutti ég til Íslands og fór í skóla hér.“ Heiðar upplifði sig enn stjórnlausan. „Ég var búinn að fatta hvernig ég átti ekki að gera mig að algjöru fífli, en ég var ennþá í ruglinu. Ég varð félagsfælinn af lyfjunum og fannst ég ekki búa yfir neinum persónuleika. Ég fann aldrei upp á neinu að segja því öll skapandi hugsun lá í dvala.“ Eftir þetta lá leið Heiðars í framhaldsskóla með jafnöldrum sínum. Hann var enn á lyfjunum og segist aldrei hafa staðið sig jafn vel í skóla og fyrstu önn sína í menntaskólanum. „Það gekk fáránlega vel. Ég kláraði 20 einingar. Svo ákvað ég einn daginn að hætta á rítalíninu. Önnina eftir rétt slefaði ég upp í níu einingar og á þeirri þriðju sótti mamma mig í skólann einn daginn og bað mig að huga betur að náminu. Ég fékk svo mikið mótþróakast að ég mætti aldrei aftur. Ég held að skólataskan mín sé ennþá upp í skóla,“ segir Heiðar og hlær. Vont að vera stjórnlaus Þegar hér er komið sögu hafði Heiðar reynt aðeins fyrir sér á brimbretti. „Þegar ég hætti á lyfjunum þurfti ég að kynnast sjálfum mér aftur. Ég vissi ekkert hvað ég vildi. Þannig að ég var að slæpast og fann mikla huggun í sörfinu. Þetta hefur alltaf verið þannig, ef ég fæ enga útrás, þá er ég vonlaus.“ Heiðar hefur mikið lært inn á eigin ofvirkni og er í dag lyfjalaus, einstaklega jákvæður ungur maður.„Ég get ekki tekið of mikið að mér í einu, þá missi ég yfirsýn og fer í hálfgert panikk-ástand. Eins og þegar ég var lítill og mamma bað mig að taka til í herberginu mínu. Ég leit yfir herbergið, það var allt í drasli og ég gat ekki með nokkru móti byrjað að taka til. Ef mamma setti mér hinsvegar fyrir, kannski tvo eða þrjá hluti í einu, gat ég klárað þá. Þannig tók ég til í herberginu mínu þangað til ég varð tólf ára. Ef ég gat fengið að einbeita mér að einhverju einu, gerði ég það vel. Annars var ég í ruglinu,” segir Heiðar og hlær. Hann segir málið fyrir fólk í sinni stöðu að hafa markmið.„Það er svo mikil orka í gangi og ef ég hef hef ekki neitt til að beina orkunni að, þá verð ég stjórnlaus.”Sonur fíkilsHeiðari var sagt frá því að hann var ungur að hann mætti ekki drekka áfengi með ofvirknislyfjunum.„Þegar ég var fjórtán ára vorum við vinirnir að plana fyrsta fylleríð. Ég man að ég fór heim um kvöldið; ég tók alltaf lyf á morgnana klukkan 8 og svo aftur klukkan 6 svo það myndi duga út daginn. Mamma sagði mér að taka lyfin mín og ég sagði: Nei, ég er að fara að hitta strákana í kvöld og vil vera ég sjálfur. Hún sagði mér að taka töflurnar og ég neitaði aftur. Hún þráspurði mig þannig að ég sagði henni að ég ætlaði á fyllerí um kvöldið. Hún vissi ekki hvernig hún átti að bregðast við. Það var náttúrulega ekki hægt að hafa neina stjórn á mér, ég fann alltaf leið til þess að gera það sem ég vildi. Þannig að hún bað mig um að vekja sig þegar ég kæmi heim og að fara varlega,” segir Heiðar Blóðfaðir Heiðars er fíkill og þegar talið berst að honum verður Heiðar ögn alvarlegri.„Hann var allsgáður þegar ég fæddist en hefur háð mikla baráttu við fíknina. Hann er allsgáður í dag. Ég hef samt lært það að ég hef enga stjórn á því heldur, hvað hann gerir við sitt líf. Hann er pabbi minn og hann er mikill vinur minn og hann er æðislegur eins og hann er.” Heiðar heldur áfram og segir móður sína alltaf hafa sagt að hann væri í áhættuhópi um að þróa með sér fíkn.„Ég tók ekkert mark á því. Hún þakkaði mér fyrir að hafa sagt sér frá því að ég ætlaði á fyrsta fylleríið mitt. Ég var hissa á því að ég væri að ganga út um dyrnar þetta kvöld. Svo fór auðvitað allt í einhverja vitleysu. Þannig var mín drykkjusaga öll, ég gerði alltaf einhverja ömurlega hluti. Ég var alltaf að hugsa hvort ég ætti nokkuð að vera að þessu. Ég var alltaf að reyna að hætta, eða minnka þetta. Ég var ungur og lífið snerist að miklu leyti um djammið. Ég tók ákvörðun þegar ég var pínulítill að ég myndi aldrei prófa dóp, út af pabba, og ég hef aldrei gert það.” Hætti sjálfur að drekkaHeiðar lærði til þjóns og hefur rekið bari og unnið á veitingastöðum um alla Reykjavík.„Ég var sérstaklega góður í því að útbúa kokteila og drakk mikið af þeim,” segir Heiðar, léttur í bragði.„Ég hafði líka ferðast til Frakkalnds, í tveggja vikna sörfferð, þar sem ég sá hvernig menn umgengust vín þar. Rauðvín í hádeginu, ef því var að skipta. Ég heillaðist mikið af því, en ég var samt ekki lengi að því að átta mig á að þetta væri ekki fyrir mig og var bara 19 ára þegar ég hætti að drekka. Það breytti miklu fyrir mig.” Einu og hálfu ári eftir að Heiðar hætti að drekka var hann orðinn yfirþjónn á Loftinu og tók svo við sem rekstrarstjóri.„Mig hafði alltaf dreymt um að fara í ferðalög og hafði náð að púsla saman einhverri tveggja vikna Frakklandsferð sem endaði í rugli þegar ég var að drekka, en eftir að ég hætti að drekka er ég byrjaður að geta farið í þriggja mánaða ferðalög hingað og þangað, til Kanada, Kaliforníu. Ég er nýkominn úr þriggja mánaða ferðalagi um Indónesíu með kærustunni minni sem var ótrúlegt ævintýri. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt. Þegar ég hætti að drekka fór orkan að fara í hluti sem ég vil gera. Og orkan er mikil! Ég er alltaf að gera svo skemmtilega hluti!”Gafst tíu þúsundum sinnum upp Heiðar segir að það að losa sig við áfengi hafi haft þau áhrif að tækifærin komi frekar til hans.„Maður talar um það sem maður er að gera, býr til áhugaverðar samræður við fólk og þannig dúkka tækifærin upp. Alveg eins með sörfið. Þetta með að elta draumana og vera ekki alltaf að tefja. Frá því ég byrjaði að sörfa hafa allir hvatt mig til að gerast atvinnumaður. Ég var langyngsti sörfarinn á Íslandi en ég hélt alltaf að ég gæti það ekki. Ég gafst örugglega 10 þúsund sinnum upp á því að verða atvinnumaður en einhvernveginn var alltaf einhver í lífinu mínu sem sagði eitthvað sem gaf mér drifkraftinn til að láta þetta verða að veruleika. Og byrja að trúa á sjálfan mig. Núna er ég með samning hjá fyrirtækjum sem hjálpa mér að ná mínum markmiðum og draumum í sportinu. Ég vinn eiginlega við það að skapa augnablik – búa til myndefni sem fólk sér og vonandi hugsar: Vá, mig langar að gera þetta.”Mataræðið breytir miklu Heiðar lifir svokölluðum hreinum lífsstíl. Hann hefur aldrei verið í betra líkamlegu formi en nú.„Ég tók út allar mjólkurvörur, sykur, allt. Ég kalla þetta steinaldarmataræði. Allt sem vex, ekkert sem er búið til eða er bætt til að geta geymst betur, engar unnar vörur, hreint kjöt, fiskur, lífrænt grænmeti og ávextir, hnetur og fræ og rætur. Þegar ég breytti mataræðinu mínu, var eins og yrði logn í hausnum á mér líka. Meinið er að svona mataræði er tímafrekt, en það er alltaf hægt að grípa sér eitthvað á Gló, ef illa stendur á. Ég varð miklu heilbrigðari, orkuríkari, á góðan hátt. Ég gat í fyrsta skipti sest niður og drukkið te í rólegheitum.” Heiðar stundar líka jóga af miklum krafti.„Mig hefur alltaf langað til að vera liðugur og hef loksins fundið leið til þess án þess að drepleiðast,” segir Heiðar og hlær.„Ég og kærastan mín, stefnum á að verða Acro Yoga kennarar fljótlega. Svo hef ég líka verið að hugleiða og hef mikinn áhuga á því. Það hjálpar mér svo mikið þegar ég verð tættur eða ofvirknin fer að taka yfir. Þá sest ég niður og næ að einbeita mér að hugleiðslunni. Það er eiginlega betra en rítalín. Svo hef ég líka aðrar leiðir til þess að fá útrás. Ég spila til dæmis á flest hljóðfæri, aðallega á ukulele.” Heiðar vill nú, samhliða sörfinu, hjálpa krökkum í hans sporum.„Ég vil hafa áhrif á krakka sem standa frammi fyrir svipuðum erfiðleikum og ég stóð frammi fyrir. Það þarf að beina orkuna á rétta staði og ég get hjálpað til við það. Hvernig ég fer að því, kemur sennilega til mín seinna, en þangað til vona ég að mín saga hjálpi einhverjum.” Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Heiðar Logi Elíasson er fyrsti atvinnumaðurinn á brimbretti á Íslandi. Hann er einstaklega glaðlyndur, og aðeins rúmlega tvítugur að aldri, en hefur lifað viðburðaríka ævi. Hann var rekinn úr skóla í öðrum bekk, var alla barnæsku á risa skammti af rítalíni og ólst upp að einhverju leyti á geðdeild. Heiðar byrjaði ungur að drekka mikið, hætti og lífið tók stakkaskiptum. Hann hefur nú lært að beina orkunni á rétta staði og er um leið orðinn fyrirmynd fyrir unga stráka og stelpur. Heiðar Logi er nýkominn úr ævintýraferð frá Indónesíu þegar blaðamaður nær af honum tali. Hann er einstaklega brosmildur, sólbrúnn og talar af ástríðu um brimbrettin, aðaláhugamál Heiðars. Hann segist ekki alltaf hafa verið á þeim góða stað sem hann er á í dag.„Ég var kolvitlaus þegar ég var barn. Það var ekki hægt að hafa mig í einum einasta tíma. Við vorum nýflutt til Danmerkur og ég var í skóla þar. Ég var sendur til skólastjórans að minnsta kosti einu sinni á dag. Þeir höfðu aldrei séð svona ofvirkt barn,“ segir Heiðar Logi, skælbrosandi, þegar blaðamaður hittir hann fyrir á kaffihúsi í miðbænum. „Það eru til upptökur þar sem ég er hoppandi á milli borða í miðri kennslustund. Þetta var orðið þannig að ég mætti í skólann og einhver úr félagsmiðstöðinni var látinn sækja mig og fara með mig út úr kennslustofunni. Svo var mér skilað aftur í skólann rétt áður en honum lauk og ég sóttur. Ég var samt á trufluðum skammti af rítalíni. Svo voru foreldrar mínir boðaðir á fund og sagt að þau gætu ekki haft mig lengur í skólanum. Þau mæltu með því að ég færi inn á barnageðdeild, og ég fór þangað,“ útskýrir Heiðar.Heiðar á brimbrettinuErlendur Þór MagnússonRefsingar virkuðu ekki Heiðar var sóttur heim til sín á leigubíl á morgnana og keyrður á geðdeild og sendur heim eftir dagvistina í leigubíl. „Við vorum aðeins að læra og svo var verið að gera tilraunir á mér, til dæmis létu þeir mig hætta á rítalíni í viku. Þau vildu að ég yrði inniliggjandi á geðdeildinni á meðan, en mamma vildi hafa mig heima. Ég trylltist þegar ég var tekinn af lyfjunum. Á fjórða degi hringdi mamma upp á deild, hágrátandi, buguð og sagðist ekki geta meira. Ég held að hún hafi næstum því verið lögð inn sjálf. Þarna er ég ekki nema sjö ára,“ heldur hann áfram og bætir við að mamma hans hafi enga stjórn haft á honum. „Ég var til friðs þegar stjúppabbi minn var á staðnum. Um leið og hann gekk út varð ég trylltur. Hann beitti ekki ofbeldi, en var mjög harður. Ég var settur í straff. Þau prófuðu allt.”Fagfólk eina svarið Heiðar var þjónustaður af barnageðdeildinni í um það bil ár. „Þetta var æðislegt, þarna fékk ég að vera frjáls. Við lærðum frá tíu á morgnana til hádegis og svo fengum við frítíma. Það var aldrei verið að stjórna mér eða setja mér mörk, nema eðlileg mörk. Þarna fékk ég að gera það sem ég vildi. Ég hafði íþróttasal og tíma til að einbeita mér að því. Ég hef alltaf þurft að hafa lifandi hlutverk, eitthvert aksjón. Ég gat til dæmis ekki leikið mér með leikföng, mér fannst það svo leiðinlegt.“ Eftir dvölina á geðdeildinni var Heiðar sendur í marga skóla. „Ég passaði hvergi inn. Í eitt skiptið fór ég í skóla þar flestir nemendurnir lifðu við einhverskonar þroskahömlun. Það var ein af skyndilausnunum. Það vissi enginn hvað átti að gera við mig.“Öll skapandi hugsun hvarfHeiðar var ellefu ára þegar hann loksins fór í skóla sem hentaði. „Þar voru allskonar krakkar, ofvirkir, þeir sem höfðu orðið fyrir einelti og allt þar á milli. Þar voru sex kennarar á hverja fimmtán nemendur og ég fékk stuðninginn sem ég þurfti. Á einu ári fór ég í gegnum stærðfræðibækur frá fimmta bekk og upp í fyrsta ár í framhaldsskóla og náði jafnöldrum mínum í dönsku. Árið eftir flutti ég til Íslands og fór í skóla hér.“ Heiðar upplifði sig enn stjórnlausan. „Ég var búinn að fatta hvernig ég átti ekki að gera mig að algjöru fífli, en ég var ennþá í ruglinu. Ég varð félagsfælinn af lyfjunum og fannst ég ekki búa yfir neinum persónuleika. Ég fann aldrei upp á neinu að segja því öll skapandi hugsun lá í dvala.“ Eftir þetta lá leið Heiðars í framhaldsskóla með jafnöldrum sínum. Hann var enn á lyfjunum og segist aldrei hafa staðið sig jafn vel í skóla og fyrstu önn sína í menntaskólanum. „Það gekk fáránlega vel. Ég kláraði 20 einingar. Svo ákvað ég einn daginn að hætta á rítalíninu. Önnina eftir rétt slefaði ég upp í níu einingar og á þeirri þriðju sótti mamma mig í skólann einn daginn og bað mig að huga betur að náminu. Ég fékk svo mikið mótþróakast að ég mætti aldrei aftur. Ég held að skólataskan mín sé ennþá upp í skóla,“ segir Heiðar og hlær. Vont að vera stjórnlaus Þegar hér er komið sögu hafði Heiðar reynt aðeins fyrir sér á brimbretti. „Þegar ég hætti á lyfjunum þurfti ég að kynnast sjálfum mér aftur. Ég vissi ekkert hvað ég vildi. Þannig að ég var að slæpast og fann mikla huggun í sörfinu. Þetta hefur alltaf verið þannig, ef ég fæ enga útrás, þá er ég vonlaus.“ Heiðar hefur mikið lært inn á eigin ofvirkni og er í dag lyfjalaus, einstaklega jákvæður ungur maður.„Ég get ekki tekið of mikið að mér í einu, þá missi ég yfirsýn og fer í hálfgert panikk-ástand. Eins og þegar ég var lítill og mamma bað mig að taka til í herberginu mínu. Ég leit yfir herbergið, það var allt í drasli og ég gat ekki með nokkru móti byrjað að taka til. Ef mamma setti mér hinsvegar fyrir, kannski tvo eða þrjá hluti í einu, gat ég klárað þá. Þannig tók ég til í herberginu mínu þangað til ég varð tólf ára. Ef ég gat fengið að einbeita mér að einhverju einu, gerði ég það vel. Annars var ég í ruglinu,” segir Heiðar og hlær. Hann segir málið fyrir fólk í sinni stöðu að hafa markmið.„Það er svo mikil orka í gangi og ef ég hef hef ekki neitt til að beina orkunni að, þá verð ég stjórnlaus.”Sonur fíkilsHeiðari var sagt frá því að hann var ungur að hann mætti ekki drekka áfengi með ofvirknislyfjunum.„Þegar ég var fjórtán ára vorum við vinirnir að plana fyrsta fylleríð. Ég man að ég fór heim um kvöldið; ég tók alltaf lyf á morgnana klukkan 8 og svo aftur klukkan 6 svo það myndi duga út daginn. Mamma sagði mér að taka lyfin mín og ég sagði: Nei, ég er að fara að hitta strákana í kvöld og vil vera ég sjálfur. Hún sagði mér að taka töflurnar og ég neitaði aftur. Hún þráspurði mig þannig að ég sagði henni að ég ætlaði á fyllerí um kvöldið. Hún vissi ekki hvernig hún átti að bregðast við. Það var náttúrulega ekki hægt að hafa neina stjórn á mér, ég fann alltaf leið til þess að gera það sem ég vildi. Þannig að hún bað mig um að vekja sig þegar ég kæmi heim og að fara varlega,” segir Heiðar Blóðfaðir Heiðars er fíkill og þegar talið berst að honum verður Heiðar ögn alvarlegri.„Hann var allsgáður þegar ég fæddist en hefur háð mikla baráttu við fíknina. Hann er allsgáður í dag. Ég hef samt lært það að ég hef enga stjórn á því heldur, hvað hann gerir við sitt líf. Hann er pabbi minn og hann er mikill vinur minn og hann er æðislegur eins og hann er.” Heiðar heldur áfram og segir móður sína alltaf hafa sagt að hann væri í áhættuhópi um að þróa með sér fíkn.„Ég tók ekkert mark á því. Hún þakkaði mér fyrir að hafa sagt sér frá því að ég ætlaði á fyrsta fylleríið mitt. Ég var hissa á því að ég væri að ganga út um dyrnar þetta kvöld. Svo fór auðvitað allt í einhverja vitleysu. Þannig var mín drykkjusaga öll, ég gerði alltaf einhverja ömurlega hluti. Ég var alltaf að hugsa hvort ég ætti nokkuð að vera að þessu. Ég var alltaf að reyna að hætta, eða minnka þetta. Ég var ungur og lífið snerist að miklu leyti um djammið. Ég tók ákvörðun þegar ég var pínulítill að ég myndi aldrei prófa dóp, út af pabba, og ég hef aldrei gert það.” Hætti sjálfur að drekkaHeiðar lærði til þjóns og hefur rekið bari og unnið á veitingastöðum um alla Reykjavík.„Ég var sérstaklega góður í því að útbúa kokteila og drakk mikið af þeim,” segir Heiðar, léttur í bragði.„Ég hafði líka ferðast til Frakkalnds, í tveggja vikna sörfferð, þar sem ég sá hvernig menn umgengust vín þar. Rauðvín í hádeginu, ef því var að skipta. Ég heillaðist mikið af því, en ég var samt ekki lengi að því að átta mig á að þetta væri ekki fyrir mig og var bara 19 ára þegar ég hætti að drekka. Það breytti miklu fyrir mig.” Einu og hálfu ári eftir að Heiðar hætti að drekka var hann orðinn yfirþjónn á Loftinu og tók svo við sem rekstrarstjóri.„Mig hafði alltaf dreymt um að fara í ferðalög og hafði náð að púsla saman einhverri tveggja vikna Frakklandsferð sem endaði í rugli þegar ég var að drekka, en eftir að ég hætti að drekka er ég byrjaður að geta farið í þriggja mánaða ferðalög hingað og þangað, til Kanada, Kaliforníu. Ég er nýkominn úr þriggja mánaða ferðalagi um Indónesíu með kærustunni minni sem var ótrúlegt ævintýri. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt. Þegar ég hætti að drekka fór orkan að fara í hluti sem ég vil gera. Og orkan er mikil! Ég er alltaf að gera svo skemmtilega hluti!”Gafst tíu þúsundum sinnum upp Heiðar segir að það að losa sig við áfengi hafi haft þau áhrif að tækifærin komi frekar til hans.„Maður talar um það sem maður er að gera, býr til áhugaverðar samræður við fólk og þannig dúkka tækifærin upp. Alveg eins með sörfið. Þetta með að elta draumana og vera ekki alltaf að tefja. Frá því ég byrjaði að sörfa hafa allir hvatt mig til að gerast atvinnumaður. Ég var langyngsti sörfarinn á Íslandi en ég hélt alltaf að ég gæti það ekki. Ég gafst örugglega 10 þúsund sinnum upp á því að verða atvinnumaður en einhvernveginn var alltaf einhver í lífinu mínu sem sagði eitthvað sem gaf mér drifkraftinn til að láta þetta verða að veruleika. Og byrja að trúa á sjálfan mig. Núna er ég með samning hjá fyrirtækjum sem hjálpa mér að ná mínum markmiðum og draumum í sportinu. Ég vinn eiginlega við það að skapa augnablik – búa til myndefni sem fólk sér og vonandi hugsar: Vá, mig langar að gera þetta.”Mataræðið breytir miklu Heiðar lifir svokölluðum hreinum lífsstíl. Hann hefur aldrei verið í betra líkamlegu formi en nú.„Ég tók út allar mjólkurvörur, sykur, allt. Ég kalla þetta steinaldarmataræði. Allt sem vex, ekkert sem er búið til eða er bætt til að geta geymst betur, engar unnar vörur, hreint kjöt, fiskur, lífrænt grænmeti og ávextir, hnetur og fræ og rætur. Þegar ég breytti mataræðinu mínu, var eins og yrði logn í hausnum á mér líka. Meinið er að svona mataræði er tímafrekt, en það er alltaf hægt að grípa sér eitthvað á Gló, ef illa stendur á. Ég varð miklu heilbrigðari, orkuríkari, á góðan hátt. Ég gat í fyrsta skipti sest niður og drukkið te í rólegheitum.” Heiðar stundar líka jóga af miklum krafti.„Mig hefur alltaf langað til að vera liðugur og hef loksins fundið leið til þess án þess að drepleiðast,” segir Heiðar og hlær.„Ég og kærastan mín, stefnum á að verða Acro Yoga kennarar fljótlega. Svo hef ég líka verið að hugleiða og hef mikinn áhuga á því. Það hjálpar mér svo mikið þegar ég verð tættur eða ofvirknin fer að taka yfir. Þá sest ég niður og næ að einbeita mér að hugleiðslunni. Það er eiginlega betra en rítalín. Svo hef ég líka aðrar leiðir til þess að fá útrás. Ég spila til dæmis á flest hljóðfæri, aðallega á ukulele.” Heiðar vill nú, samhliða sörfinu, hjálpa krökkum í hans sporum.„Ég vil hafa áhrif á krakka sem standa frammi fyrir svipuðum erfiðleikum og ég stóð frammi fyrir. Það þarf að beina orkuna á rétta staði og ég get hjálpað til við það. Hvernig ég fer að því, kemur sennilega til mín seinna, en þangað til vona ég að mín saga hjálpi einhverjum.”
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira