Róstusamt í ræðustólnum Snærós Sindradóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 13. júní 2015 07:00 Sigmundur Stjórnarandstaðan segir ráðamenn loka augunum gagnvart vanda heilbrigðiskerfisins. vísir/valli Það kom mörgum stjórnarandstæðingum í opna skjöldu á þingfundi í gær að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu en ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“Katrín Júlíusdóttir Mikil ólga var á Alþingi í gær undir umræðum um lög á verkfall Bandalags háskólamanna og hjúkrunarfræðinga. Umræður um frumvarpið stóðu enn á Alþingi þegar Fréttablaðið fór í prentun en að öllum líkindum verður fjallað um málið í allsherjar- og menntamálanefnd í dag og málinu lokið í seinni umræðum í kjölfarið. Frumvarpið sem Sigurður Ingi lagði fram bannar allar vinnustöðvanir og aðgerðir til að knýja fram kjarabætur. Hafi deiluaðilar ekki skrifað undir kjarasamninga fyrir 1. júlí skal Hæstiréttur skipa þrjá menn í gerðardóm sem ákveður kaup og kjör félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem um ræðir. Gerðardómur skal taka mið af kjörum þeirra stétta sem teljast sambærilegar í menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Auk þess skal gerðardómur gæta að stöðugleika efnahagsmála.Gunnar Bragi Sveinsson Hiti var í þingmönnum en meðal annars voru gerð hróp og köll að Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra þegar hann sakaði stjórnarandstöðuna um kjarkleysi og hlaut Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, lófatak úr áhorfendastúkum þegar hann hvatti þingheim til að leita annarra lausna en að setja lög á verkfallið. Við upphaf þingfundar voru félagsmenn BHM og Félags hjúkrunarfræðinga mættir á Austurvöll til að mótmæla frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóðið var þungt í fólki. „Það er bara hörmuleg niðurstaða,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um lagasetningu á verkföllin. „Versta mögulega niðurstaða. Við höfum samningsrétt samkvæmt stjórnarskrá og viljum semja um kaup okkar og kjör. Fólk er mjög reitt, það er vonsvikið og finnst það hafa verið niðurlægt í þessu langa ferli. Við höfum ekki fengið alvöru samningaviðræður. Ríkið gerði ekkert til að reyna að koma í veg fyrir verkföllin. Staðan er mjög alvarleg.“ Verkfall 2016 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Það kom mörgum stjórnarandstæðingum í opna skjöldu á þingfundi í gær að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu en ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“Katrín Júlíusdóttir Mikil ólga var á Alþingi í gær undir umræðum um lög á verkfall Bandalags háskólamanna og hjúkrunarfræðinga. Umræður um frumvarpið stóðu enn á Alþingi þegar Fréttablaðið fór í prentun en að öllum líkindum verður fjallað um málið í allsherjar- og menntamálanefnd í dag og málinu lokið í seinni umræðum í kjölfarið. Frumvarpið sem Sigurður Ingi lagði fram bannar allar vinnustöðvanir og aðgerðir til að knýja fram kjarabætur. Hafi deiluaðilar ekki skrifað undir kjarasamninga fyrir 1. júlí skal Hæstiréttur skipa þrjá menn í gerðardóm sem ákveður kaup og kjör félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem um ræðir. Gerðardómur skal taka mið af kjörum þeirra stétta sem teljast sambærilegar í menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Auk þess skal gerðardómur gæta að stöðugleika efnahagsmála.Gunnar Bragi Sveinsson Hiti var í þingmönnum en meðal annars voru gerð hróp og köll að Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra þegar hann sakaði stjórnarandstöðuna um kjarkleysi og hlaut Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, lófatak úr áhorfendastúkum þegar hann hvatti þingheim til að leita annarra lausna en að setja lög á verkfallið. Við upphaf þingfundar voru félagsmenn BHM og Félags hjúkrunarfræðinga mættir á Austurvöll til að mótmæla frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóðið var þungt í fólki. „Það er bara hörmuleg niðurstaða,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um lagasetningu á verkföllin. „Versta mögulega niðurstaða. Við höfum samningsrétt samkvæmt stjórnarskrá og viljum semja um kaup okkar og kjör. Fólk er mjög reitt, það er vonsvikið og finnst það hafa verið niðurlægt í þessu langa ferli. Við höfum ekki fengið alvöru samningaviðræður. Ríkið gerði ekkert til að reyna að koma í veg fyrir verkföllin. Staðan er mjög alvarleg.“
Verkfall 2016 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira