Lífeyrisþegar borga brúsann! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 12. júní 2015 07:00 Jöfnuður á Íslandi hefur ekki mælst meiri en á árinu 2014. Þessi greining Hagstofunnar byggir á tekjugögnum ársins 2013 sem var síðasta stjórnarár ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi niðurstaða er auðvitað ekki tilviljun heldur árangur af markvissri stefnu um aukinn jöfnuð. Af hverju jöfnuð? Markmiðið um jöfnuð er ekki pólitísk kredda. Rannsóknir sýna að þeim samfélögum vegnar best þar sem jöfnuður er mikill. Þar er meðalævi fólks lengri, heilsufar og félagsleg líðan umtalsvert betri og glæpir færri. Atvinnulífið nýtur góðs af vegna þess að fólk verður óhræddara við að skipta um starfsvettvang eða reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri ef öryggisnetið er þéttriðið. Það græða því allir á auknum jöfnuði og það í bókstaflegri merkingu. Aftur hægristefnu? Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stjórnuðu landinu á árunum 1995 til 2007. Á þeim árum jókst ójöfnuður á Íslandi. Að hluta til má rekja þessa þróun til munar í launum og fjármagnstekjum en pólitískar ákvarðanir juku þennan mun með skattkerfisbreytingum. Nú á að endurtaka leikinn með einföldun skattkerfisins og lækkun ríkisútgjalda. Það þýðir á mannamáli að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja auka misskiptingu í ráðstöfunartekjum og vinna gegn markmiðinu um gott opinbert mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla óháð efnahag. Lífeyrisþegar úti í kuldanum Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fer ekki dult með trúna á ójöfnuð. Í ríkisfjármálaáætlun er beinlínis lagt upp með það að tekjur lífeyrisþega dragist aftur úr tekjum annarra hópa og Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að lífeyrisþegar fái ekki sömu hækkun og aðrir. Samfylkingin mótmælir Við í Samfylkingunni munum ekki sætta okkur við að lífeyrisþegar verði látnir greiða fyrir skattalækkanir hátekjufólks með lægri lífeyri. Í kjarasamningunum árið 2011 voru bætur almannatrygginga hækkaðar til jafns við vinnumarkaðinn og hækkuðu útgjöldin því um 23% á milli ára. Við munum berjast fyrir því að sami háttur verði hafður á nú. Það verður ekki liðið að tæplega 50.000 Íslendingar verði stimplaðir sem annars flokks fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jöfnuður á Íslandi hefur ekki mælst meiri en á árinu 2014. Þessi greining Hagstofunnar byggir á tekjugögnum ársins 2013 sem var síðasta stjórnarár ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þessi niðurstaða er auðvitað ekki tilviljun heldur árangur af markvissri stefnu um aukinn jöfnuð. Af hverju jöfnuð? Markmiðið um jöfnuð er ekki pólitísk kredda. Rannsóknir sýna að þeim samfélögum vegnar best þar sem jöfnuður er mikill. Þar er meðalævi fólks lengri, heilsufar og félagsleg líðan umtalsvert betri og glæpir færri. Atvinnulífið nýtur góðs af vegna þess að fólk verður óhræddara við að skipta um starfsvettvang eða reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri ef öryggisnetið er þéttriðið. Það græða því allir á auknum jöfnuði og það í bókstaflegri merkingu. Aftur hægristefnu? Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stjórnuðu landinu á árunum 1995 til 2007. Á þeim árum jókst ójöfnuður á Íslandi. Að hluta til má rekja þessa þróun til munar í launum og fjármagnstekjum en pólitískar ákvarðanir juku þennan mun með skattkerfisbreytingum. Nú á að endurtaka leikinn með einföldun skattkerfisins og lækkun ríkisútgjalda. Það þýðir á mannamáli að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja auka misskiptingu í ráðstöfunartekjum og vinna gegn markmiðinu um gott opinbert mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla óháð efnahag. Lífeyrisþegar úti í kuldanum Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fer ekki dult með trúna á ójöfnuð. Í ríkisfjármálaáætlun er beinlínis lagt upp með það að tekjur lífeyrisþega dragist aftur úr tekjum annarra hópa og Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að lífeyrisþegar fái ekki sömu hækkun og aðrir. Samfylkingin mótmælir Við í Samfylkingunni munum ekki sætta okkur við að lífeyrisþegar verði látnir greiða fyrir skattalækkanir hátekjufólks með lægri lífeyri. Í kjarasamningunum árið 2011 voru bætur almannatrygginga hækkaðar til jafns við vinnumarkaðinn og hækkuðu útgjöldin því um 23% á milli ára. Við munum berjast fyrir því að sami háttur verði hafður á nú. Það verður ekki liðið að tæplega 50.000 Íslendingar verði stimplaðir sem annars flokks fólk.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar