Tæplega gripið inn í áður en sést til lands Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. júní 2015 07:00 Í Karphúsinu í gær. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari tók á móti samninganefndum iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins eftir hádegi í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Stefán Ákveðið var á fundi í félagsmálaráðuneytinu í gærmorgun að falla frá hugmyndum um að kalla saman sáttanefnd vegna kjaradeilna ríkisins við háskólamenn og hjúkrunarfræðinga. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna (BHM), segir hafa verið sameiginlega niðurstöðu forsvarsmanna félaganna og fulltrúa ráðuneytisins að það myndi ekki hjálpa til við lausn kjaradeilunnar að færa hana úr lögbundnum farvegi hjá ríkissáttasemjara til sáttanefndar. Slík nefnd hafi ekki yfir öðrum verkfærum að ráða en ríkissáttasemjari. „Þannig að staðan er í stórum dráttum óbreytt enn. Við bíðum bara eftir fundi.“ Vandamálið við samningaborðið segir Páll hins vegar ekki snúa að því hvernig staðið er að sáttaumleitunum. „Vandamálið er að fjármuni vantar til að hægt sé að leysa vandann. Það er auðvitað það sem stendur upp á ríkið núna. Það sem er í boði dugar ekki til að leysa deiluna.“ Um leið vill Páll þó ekki meina að deilan sé alveg „stál í stál“, heldur hafi verið kastað fram hlutum sem verið sé að velta fyrir sér. „En það hefur ekki náðst að þróast alveg nógu vel áfram,“ segir hann en vonast eftir bendingu um það í síðasta lagi í dag, að rétt sé að setjast að samningaborðinu á ný.Páll HalldórssonMeðal þess sem ríkissáttasemjari getur gert er að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum sem félagsmenn kjósa um án þess að samninganefndir komi að. Páli finnst hins vegar frekar ósennilegt að eitthvað slíkt sé í pípunum. „Það verður að sjást til lands einhvers staðar í deilunni þegar svoleiðis er gert og mitt mat er að svo sé ekki nú,“ segir hann en áréttar um leið að sáttasemjari taki sjálfstæða ákvörðun um slíkt. Síðdegis í gær hafði ekki enn verið boðað til nýs samningafundar í deilu félaganna við ríkið, en síðast var fundað fyrir helgi. Hluti félaga BHM, svo sem geislafræðingar og fleiri sérfræðingar Landspítalans, hefur verið í verkfalli í níu vikur, eða frá 7. apríl síðastliðnum. Dýralæknar og fleiri hafa verið í verkfalli í rúmar sjö vikur. Þá hafa hjúkrunarfræðingar nú verið í verkfalli í tvær vikur. Ástandið endurspeglast einna helst í skorti á vörum í verslunum, erfiðleikum fyrirtækja sem reiða sig á þjónustu Matvælastofnunar, hægagangi í heilbrigðiskerfinu og uppsögnum sem þar eru hafnar. Þannig er um þriðjungur geislafræðinga á Landspítalanum sagður hafa sagt upp störfum og ljósmæður og dýralæknar sækja í auknum mæli um starfsleyfi á Norðurlöndum, samkvæmt upplýsingum frá BHM. Verkfall 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Ákveðið var á fundi í félagsmálaráðuneytinu í gærmorgun að falla frá hugmyndum um að kalla saman sáttanefnd vegna kjaradeilna ríkisins við háskólamenn og hjúkrunarfræðinga. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna (BHM), segir hafa verið sameiginlega niðurstöðu forsvarsmanna félaganna og fulltrúa ráðuneytisins að það myndi ekki hjálpa til við lausn kjaradeilunnar að færa hana úr lögbundnum farvegi hjá ríkissáttasemjara til sáttanefndar. Slík nefnd hafi ekki yfir öðrum verkfærum að ráða en ríkissáttasemjari. „Þannig að staðan er í stórum dráttum óbreytt enn. Við bíðum bara eftir fundi.“ Vandamálið við samningaborðið segir Páll hins vegar ekki snúa að því hvernig staðið er að sáttaumleitunum. „Vandamálið er að fjármuni vantar til að hægt sé að leysa vandann. Það er auðvitað það sem stendur upp á ríkið núna. Það sem er í boði dugar ekki til að leysa deiluna.“ Um leið vill Páll þó ekki meina að deilan sé alveg „stál í stál“, heldur hafi verið kastað fram hlutum sem verið sé að velta fyrir sér. „En það hefur ekki náðst að þróast alveg nógu vel áfram,“ segir hann en vonast eftir bendingu um það í síðasta lagi í dag, að rétt sé að setjast að samningaborðinu á ný.Páll HalldórssonMeðal þess sem ríkissáttasemjari getur gert er að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum sem félagsmenn kjósa um án þess að samninganefndir komi að. Páli finnst hins vegar frekar ósennilegt að eitthvað slíkt sé í pípunum. „Það verður að sjást til lands einhvers staðar í deilunni þegar svoleiðis er gert og mitt mat er að svo sé ekki nú,“ segir hann en áréttar um leið að sáttasemjari taki sjálfstæða ákvörðun um slíkt. Síðdegis í gær hafði ekki enn verið boðað til nýs samningafundar í deilu félaganna við ríkið, en síðast var fundað fyrir helgi. Hluti félaga BHM, svo sem geislafræðingar og fleiri sérfræðingar Landspítalans, hefur verið í verkfalli í níu vikur, eða frá 7. apríl síðastliðnum. Dýralæknar og fleiri hafa verið í verkfalli í rúmar sjö vikur. Þá hafa hjúkrunarfræðingar nú verið í verkfalli í tvær vikur. Ástandið endurspeglast einna helst í skorti á vörum í verslunum, erfiðleikum fyrirtækja sem reiða sig á þjónustu Matvælastofnunar, hægagangi í heilbrigðiskerfinu og uppsögnum sem þar eru hafnar. Þannig er um þriðjungur geislafræðinga á Landspítalanum sagður hafa sagt upp störfum og ljósmæður og dýralæknar sækja í auknum mæli um starfsleyfi á Norðurlöndum, samkvæmt upplýsingum frá BHM.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira