Af dramblátum bavíönum og valdamönnum Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. júní 2015 08:00 Fred Goodwin var hamstola af bræði. Hvernig gat þetta hafa gerst? Sérstaklega í nýju höfuðstöðvunum. Hann hélt að hann hefði gert allt til þess að stjórn fyrirtækisins þyrfti ekki að líða slíkan hrylling. Hann hafði unnið náið með arkitektunum. Hann hafði sjálfur valið veggfóðrið – það var úr silki. Hvernig hafði eitthvað svo óhugnanlegt brotist inn fyrir fagurfræðilegan varnarmúrinn? Tölvupóstur var sendur til allra starfsmanna sem tengdust atvikinu. Þetta yrði ekki liðið. Ef þetta gerðist aftur yrðu afleiðingarnar alvarlegar. Starfsfólki yrði refsað. Hann var jú forstjórinn. Það var hlutverk hans að halda uppi aga. Sýna hörku. Starfsfólk Royal Bank of Scotland var vant því að lifa í stöðugum ótta við skapofsa yfirmanns bankans, Freds Goodwin. Hann vildi ráða öllu. Ekkert var honum óviðkomandi. Hann vildi fá að ráða því hvernig hálsbindi menn gengu með. Hann tjúllaðist ef ekki var flogið sérstaklega með ferska ávexti handa honum frá París á hverjum degi. En sjaldan hafði hann orðið jafnreiður og þegar boðið var upp á ódýrt, bleikt ískex með morgunkaffinu á stjórnarfundi.Völd eins og kókaín Ian Robertson er prófessor í hugrænum taugavísindum við Trinity háskólann í Dyflinni á Írlandi. Árið 2012 skrifaði hann bók um hvaða áhrif völd hafa á heila fólks. Í ljós kemur að völd eru jafnávanabindandi og kókaín. Rannsóknir hafa sýnt að völd, rétt eins og kókaín, hafa áhrif á magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Áhrif þess að öðlast völd og að taka kókaín eru nánast þau sömu. Robertson vísar í rannsóknir sem gerðar voru á bavíönum. Því neðar sem bavíani er í valdapíramída samfélags síns því minna dópamín er í heila hans. Sé bavíaninn hins vegar „hækkaður í tign“ eykst dópamínið í heilanum. Sömu áhrifa gætir hjá fólki komist það til valda. Áhrif dópamíns geta verið jákvæð. Fólk fyllist orku, sjálfstrausti og sælutilfinningu. Of mikið dópamín getur hins vegar haft neikvæð áhrif og leitt til hroka, óþolinmæði og vænisýki. Robertson leiðir að því líkur í bók sinni að völd breyti persónuleika og hegðun fólks. Tekur hann hegðun Freds Goodwin sem dæmi um framkomu sem aðeins sjáist í fari einhvers sem hefur mikil völd, einhvers sem kominn er yfir strikið svo að áhrif alls dópamínsins eru orðin neikvæð. En dramb er falli næst. Orðtakinu fékk Fred Goodwin að kynnast af eigin raun stuttu eftir að hann hellti sér yfir starfsfólk Royal Bank of Scotland vegna bleika ískexins. Bankinn fór á hausinn með meiri tilþrifum en sést hefur í breskri viðskiptasögu. Árið 2008 nam tap hans 24 milljörðum punda sem er mesta tap fyrirtækis sem sést hefur í Bretlandi. Breska ríkið þurfti að hlaupa undir bagga og var bankinn ríkisvæddur. Fred Goodwin var látinn fjúka.Hroki, frekja og fánýti Mönnum fara völd misvel. Ólíklegt er að öllum fari þau jafnilla og Fred Goodwin. Og þó. Stundum er eins og á einni helstu valdastofnun Íslands, Alþingi, starfi einmitt hópur velklæddra bavíana sem hnutu um tilviljun, hentust upp valdapíramídann, lentu með nefið á línu af kókaíni, sugu það upp og ráfa nú reikulir um sali löggjafarsamkundunnar með höfuðið fullt af dópamíni og ranghugmyndum um eigið ágæti. Í vikunni átti sér stað á Alþingi atvik í anda bleika ískexins hjá Royal Bank of Scotland hvað varðar hroka, frekju og fánýti. Hið svo kallaða flugvallarfrumvarp sem færir skipulagsvaldið yfir m.a. flugvellinum í Vatnsmýri frá Reykjavíkurborg til Alþingis var afgreitt nánast umræðulaust úr umhverfis- og samgöngunefnd fyrir forgöngu formanns nefndarinnar. Eins og þrír stjórnarandstæðingar bentu á í aðsendri grein hér á síðum Fréttablaðsins í kjölfarið er málið hið furðulegasta. „Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin.“ Þessi atlaga Framsóknar að stjórnarskrárvörðum réttindum sveitarfélaga er liður í valdafylleríi sem farið er úr böndunum. Flokkurinn er eins og hópur af unglingum sem komst í vínskápinn þegar pabbi og mamma voru ekki heima og kann ekki með veigarnar að fara. Framsóknarmönnum nægir ekki að æla yfir heilu sætaraðirnar í flugvélum heldur verða landsmenn allir nú fyrir spýju geðþóttaákvarðana þeirra og frekju, valdhroka sem stiginn er þeim til höfuðs í bókstaflegri merkingu í formi dópamíns. En hvort sem ofríkið snýr að bleiku ískexi eða flugvellinum í Vatnsmýrinni vitum við öll hvað er handan hornsins. Því eins og Fred Goodwin fékk að kynnast: Dramb er falli næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Sjá meira
Fred Goodwin var hamstola af bræði. Hvernig gat þetta hafa gerst? Sérstaklega í nýju höfuðstöðvunum. Hann hélt að hann hefði gert allt til þess að stjórn fyrirtækisins þyrfti ekki að líða slíkan hrylling. Hann hafði unnið náið með arkitektunum. Hann hafði sjálfur valið veggfóðrið – það var úr silki. Hvernig hafði eitthvað svo óhugnanlegt brotist inn fyrir fagurfræðilegan varnarmúrinn? Tölvupóstur var sendur til allra starfsmanna sem tengdust atvikinu. Þetta yrði ekki liðið. Ef þetta gerðist aftur yrðu afleiðingarnar alvarlegar. Starfsfólki yrði refsað. Hann var jú forstjórinn. Það var hlutverk hans að halda uppi aga. Sýna hörku. Starfsfólk Royal Bank of Scotland var vant því að lifa í stöðugum ótta við skapofsa yfirmanns bankans, Freds Goodwin. Hann vildi ráða öllu. Ekkert var honum óviðkomandi. Hann vildi fá að ráða því hvernig hálsbindi menn gengu með. Hann tjúllaðist ef ekki var flogið sérstaklega með ferska ávexti handa honum frá París á hverjum degi. En sjaldan hafði hann orðið jafnreiður og þegar boðið var upp á ódýrt, bleikt ískex með morgunkaffinu á stjórnarfundi.Völd eins og kókaín Ian Robertson er prófessor í hugrænum taugavísindum við Trinity háskólann í Dyflinni á Írlandi. Árið 2012 skrifaði hann bók um hvaða áhrif völd hafa á heila fólks. Í ljós kemur að völd eru jafnávanabindandi og kókaín. Rannsóknir hafa sýnt að völd, rétt eins og kókaín, hafa áhrif á magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Áhrif þess að öðlast völd og að taka kókaín eru nánast þau sömu. Robertson vísar í rannsóknir sem gerðar voru á bavíönum. Því neðar sem bavíani er í valdapíramída samfélags síns því minna dópamín er í heila hans. Sé bavíaninn hins vegar „hækkaður í tign“ eykst dópamínið í heilanum. Sömu áhrifa gætir hjá fólki komist það til valda. Áhrif dópamíns geta verið jákvæð. Fólk fyllist orku, sjálfstrausti og sælutilfinningu. Of mikið dópamín getur hins vegar haft neikvæð áhrif og leitt til hroka, óþolinmæði og vænisýki. Robertson leiðir að því líkur í bók sinni að völd breyti persónuleika og hegðun fólks. Tekur hann hegðun Freds Goodwin sem dæmi um framkomu sem aðeins sjáist í fari einhvers sem hefur mikil völd, einhvers sem kominn er yfir strikið svo að áhrif alls dópamínsins eru orðin neikvæð. En dramb er falli næst. Orðtakinu fékk Fred Goodwin að kynnast af eigin raun stuttu eftir að hann hellti sér yfir starfsfólk Royal Bank of Scotland vegna bleika ískexins. Bankinn fór á hausinn með meiri tilþrifum en sést hefur í breskri viðskiptasögu. Árið 2008 nam tap hans 24 milljörðum punda sem er mesta tap fyrirtækis sem sést hefur í Bretlandi. Breska ríkið þurfti að hlaupa undir bagga og var bankinn ríkisvæddur. Fred Goodwin var látinn fjúka.Hroki, frekja og fánýti Mönnum fara völd misvel. Ólíklegt er að öllum fari þau jafnilla og Fred Goodwin. Og þó. Stundum er eins og á einni helstu valdastofnun Íslands, Alþingi, starfi einmitt hópur velklæddra bavíana sem hnutu um tilviljun, hentust upp valdapíramídann, lentu með nefið á línu af kókaíni, sugu það upp og ráfa nú reikulir um sali löggjafarsamkundunnar með höfuðið fullt af dópamíni og ranghugmyndum um eigið ágæti. Í vikunni átti sér stað á Alþingi atvik í anda bleika ískexins hjá Royal Bank of Scotland hvað varðar hroka, frekju og fánýti. Hið svo kallaða flugvallarfrumvarp sem færir skipulagsvaldið yfir m.a. flugvellinum í Vatnsmýri frá Reykjavíkurborg til Alþingis var afgreitt nánast umræðulaust úr umhverfis- og samgöngunefnd fyrir forgöngu formanns nefndarinnar. Eins og þrír stjórnarandstæðingar bentu á í aðsendri grein hér á síðum Fréttablaðsins í kjölfarið er málið hið furðulegasta. „Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin.“ Þessi atlaga Framsóknar að stjórnarskrárvörðum réttindum sveitarfélaga er liður í valdafylleríi sem farið er úr böndunum. Flokkurinn er eins og hópur af unglingum sem komst í vínskápinn þegar pabbi og mamma voru ekki heima og kann ekki með veigarnar að fara. Framsóknarmönnum nægir ekki að æla yfir heilu sætaraðirnar í flugvélum heldur verða landsmenn allir nú fyrir spýju geðþóttaákvarðana þeirra og frekju, valdhroka sem stiginn er þeim til höfuðs í bókstaflegri merkingu í formi dópamíns. En hvort sem ofríkið snýr að bleiku ískexi eða flugvellinum í Vatnsmýrinni vitum við öll hvað er handan hornsins. Því eins og Fred Goodwin fékk að kynnast: Dramb er falli næst.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun