Matvælalandið Ísland – gæði, ferskleiki og sérstaða Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnunni Útflutningur – til mikils að vinna fyrir skömmu. Að samstarfshópnum standa Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa, Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þetta var áhugaverð og upplýsandi ráðstefna. Samhljómur var mikill í máli þátttakenda þar sem lykilorðin ferskleiki, gæði, sjálfbærni, þjónusta, upplifun, sérstaða og stöðugleiki í gæðum voru sem rauður þráður. Það sem upp úr stendur er þó orðið samvinna sem er svo mikilvæg okkur öllum sem störfum í matvælageiranum og nauðsynleg vilji menn ná árangri á markaði, hvort sem er hér heima eða erlendis. Það er gaman að starfa við matvælaframleiðslu. Þar er stöðug eftirspurn en einnig rík krafa um vöruþróun, gæði og uppruna vöru. Síðustu ár hefur orðið sprenging í komu ferðamanna til landsins og aldrei hafa fleiri ferðamenn komið en á síðasta ári eða tæp ein milljón. Arion banki spáði því árið 2012 að 2015 yrðu ferðamenn orðnir 850 þúsund og fjöldinn gæti verið kominn á aðra milljón árið 2020. Fjöldi ferðamanna er nú þegar kominn í milljón, vöxturinn er með öðrum orðum hraðari en við gerðum ráð fyrir. Varlega áætlað þýðir þetta vöxt í matvælaframleiðslu upp á um 5% á ári. Við matvælaframleiðendur megum ekki láta þennan vaxtarsprota renna okkur úr greipum. Við verðum að tryggja að útflutningur á mat hefjist hér í túngarðinum heima. Við verðum að fá okkar erlendu gesti til að neyta innlendrar framleiðslu í auknum mæli.Óþrjótandi vaxtarsprotar Ísland verður aldrei magnframleiðandi matvöru í alþjóðlegum samanburði. Tækifæri okkar felast í að finna réttar smugur. Við keppum ekki í verði en eigum að nýta okkur sérstöðu og hámarksgæði. Mikilvægt er að finna kaupendur af réttri stærð sem við getum boðið hámarksþjónustu. Mikil tækifæri felast í ímynd landsins og hreinleika. Því er mikilvægt að við göngum vel um auðlindir okkar til að geta sýnt fram á sérstöðu okkar sem framleiðendur í sátt við lífhagkerfið. Við eigum frábær fyrirtæki allt í kringum landið sem á hverjum degi framleiða framúrskarandi vöru hvort sem það er kjöt eða fiskur, mjólk eða bjór, brauð eða ís. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn eru grunnstoðirnar í samfélaginu og ofan á þær eigum við að byggja. Þar eigum við óþrjótandi vaxtarsprota og tækifæri sem við mættum líta betur til. Matur er 80-90% vatn. Við eigum nóg af vatni, við eigum nóg af landi og við eigum mikla orku. Ef rétt er haldið á málum gæti Ísland orðið þekkt vörumerki um allan heim sem matarkista norðursins. Við Íslendingar erum liðlega 320.000. Vaxtarmöguleikar greinarinnar liggja ekki í því að fá okkur til að borða meira. Möguleikarnir liggja í því að tengja saman matvælaiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn og í útflutningi íslenskra matvæla. Tækifærin eru þarna, það er okkar að vinna úr þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnunni Útflutningur – til mikils að vinna fyrir skömmu. Að samstarfshópnum standa Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa, Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þetta var áhugaverð og upplýsandi ráðstefna. Samhljómur var mikill í máli þátttakenda þar sem lykilorðin ferskleiki, gæði, sjálfbærni, þjónusta, upplifun, sérstaða og stöðugleiki í gæðum voru sem rauður þráður. Það sem upp úr stendur er þó orðið samvinna sem er svo mikilvæg okkur öllum sem störfum í matvælageiranum og nauðsynleg vilji menn ná árangri á markaði, hvort sem er hér heima eða erlendis. Það er gaman að starfa við matvælaframleiðslu. Þar er stöðug eftirspurn en einnig rík krafa um vöruþróun, gæði og uppruna vöru. Síðustu ár hefur orðið sprenging í komu ferðamanna til landsins og aldrei hafa fleiri ferðamenn komið en á síðasta ári eða tæp ein milljón. Arion banki spáði því árið 2012 að 2015 yrðu ferðamenn orðnir 850 þúsund og fjöldinn gæti verið kominn á aðra milljón árið 2020. Fjöldi ferðamanna er nú þegar kominn í milljón, vöxturinn er með öðrum orðum hraðari en við gerðum ráð fyrir. Varlega áætlað þýðir þetta vöxt í matvælaframleiðslu upp á um 5% á ári. Við matvælaframleiðendur megum ekki láta þennan vaxtarsprota renna okkur úr greipum. Við verðum að tryggja að útflutningur á mat hefjist hér í túngarðinum heima. Við verðum að fá okkar erlendu gesti til að neyta innlendrar framleiðslu í auknum mæli.Óþrjótandi vaxtarsprotar Ísland verður aldrei magnframleiðandi matvöru í alþjóðlegum samanburði. Tækifæri okkar felast í að finna réttar smugur. Við keppum ekki í verði en eigum að nýta okkur sérstöðu og hámarksgæði. Mikilvægt er að finna kaupendur af réttri stærð sem við getum boðið hámarksþjónustu. Mikil tækifæri felast í ímynd landsins og hreinleika. Því er mikilvægt að við göngum vel um auðlindir okkar til að geta sýnt fram á sérstöðu okkar sem framleiðendur í sátt við lífhagkerfið. Við eigum frábær fyrirtæki allt í kringum landið sem á hverjum degi framleiða framúrskarandi vöru hvort sem það er kjöt eða fiskur, mjólk eða bjór, brauð eða ís. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn eru grunnstoðirnar í samfélaginu og ofan á þær eigum við að byggja. Þar eigum við óþrjótandi vaxtarsprota og tækifæri sem við mættum líta betur til. Matur er 80-90% vatn. Við eigum nóg af vatni, við eigum nóg af landi og við eigum mikla orku. Ef rétt er haldið á málum gæti Ísland orðið þekkt vörumerki um allan heim sem matarkista norðursins. Við Íslendingar erum liðlega 320.000. Vaxtarmöguleikar greinarinnar liggja ekki í því að fá okkur til að borða meira. Möguleikarnir liggja í því að tengja saman matvælaiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn og í útflutningi íslenskra matvæla. Tækifærin eru þarna, það er okkar að vinna úr þeim.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun