Matvælalandið Ísland – gæði, ferskleiki og sérstaða Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnunni Útflutningur – til mikils að vinna fyrir skömmu. Að samstarfshópnum standa Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa, Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þetta var áhugaverð og upplýsandi ráðstefna. Samhljómur var mikill í máli þátttakenda þar sem lykilorðin ferskleiki, gæði, sjálfbærni, þjónusta, upplifun, sérstaða og stöðugleiki í gæðum voru sem rauður þráður. Það sem upp úr stendur er þó orðið samvinna sem er svo mikilvæg okkur öllum sem störfum í matvælageiranum og nauðsynleg vilji menn ná árangri á markaði, hvort sem er hér heima eða erlendis. Það er gaman að starfa við matvælaframleiðslu. Þar er stöðug eftirspurn en einnig rík krafa um vöruþróun, gæði og uppruna vöru. Síðustu ár hefur orðið sprenging í komu ferðamanna til landsins og aldrei hafa fleiri ferðamenn komið en á síðasta ári eða tæp ein milljón. Arion banki spáði því árið 2012 að 2015 yrðu ferðamenn orðnir 850 þúsund og fjöldinn gæti verið kominn á aðra milljón árið 2020. Fjöldi ferðamanna er nú þegar kominn í milljón, vöxturinn er með öðrum orðum hraðari en við gerðum ráð fyrir. Varlega áætlað þýðir þetta vöxt í matvælaframleiðslu upp á um 5% á ári. Við matvælaframleiðendur megum ekki láta þennan vaxtarsprota renna okkur úr greipum. Við verðum að tryggja að útflutningur á mat hefjist hér í túngarðinum heima. Við verðum að fá okkar erlendu gesti til að neyta innlendrar framleiðslu í auknum mæli.Óþrjótandi vaxtarsprotar Ísland verður aldrei magnframleiðandi matvöru í alþjóðlegum samanburði. Tækifæri okkar felast í að finna réttar smugur. Við keppum ekki í verði en eigum að nýta okkur sérstöðu og hámarksgæði. Mikilvægt er að finna kaupendur af réttri stærð sem við getum boðið hámarksþjónustu. Mikil tækifæri felast í ímynd landsins og hreinleika. Því er mikilvægt að við göngum vel um auðlindir okkar til að geta sýnt fram á sérstöðu okkar sem framleiðendur í sátt við lífhagkerfið. Við eigum frábær fyrirtæki allt í kringum landið sem á hverjum degi framleiða framúrskarandi vöru hvort sem það er kjöt eða fiskur, mjólk eða bjór, brauð eða ís. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn eru grunnstoðirnar í samfélaginu og ofan á þær eigum við að byggja. Þar eigum við óþrjótandi vaxtarsprota og tækifæri sem við mættum líta betur til. Matur er 80-90% vatn. Við eigum nóg af vatni, við eigum nóg af landi og við eigum mikla orku. Ef rétt er haldið á málum gæti Ísland orðið þekkt vörumerki um allan heim sem matarkista norðursins. Við Íslendingar erum liðlega 320.000. Vaxtarmöguleikar greinarinnar liggja ekki í því að fá okkur til að borða meira. Möguleikarnir liggja í því að tengja saman matvælaiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn og í útflutningi íslenskra matvæla. Tækifærin eru þarna, það er okkar að vinna úr þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnunni Útflutningur – til mikils að vinna fyrir skömmu. Að samstarfshópnum standa Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa, Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þetta var áhugaverð og upplýsandi ráðstefna. Samhljómur var mikill í máli þátttakenda þar sem lykilorðin ferskleiki, gæði, sjálfbærni, þjónusta, upplifun, sérstaða og stöðugleiki í gæðum voru sem rauður þráður. Það sem upp úr stendur er þó orðið samvinna sem er svo mikilvæg okkur öllum sem störfum í matvælageiranum og nauðsynleg vilji menn ná árangri á markaði, hvort sem er hér heima eða erlendis. Það er gaman að starfa við matvælaframleiðslu. Þar er stöðug eftirspurn en einnig rík krafa um vöruþróun, gæði og uppruna vöru. Síðustu ár hefur orðið sprenging í komu ferðamanna til landsins og aldrei hafa fleiri ferðamenn komið en á síðasta ári eða tæp ein milljón. Arion banki spáði því árið 2012 að 2015 yrðu ferðamenn orðnir 850 þúsund og fjöldinn gæti verið kominn á aðra milljón árið 2020. Fjöldi ferðamanna er nú þegar kominn í milljón, vöxturinn er með öðrum orðum hraðari en við gerðum ráð fyrir. Varlega áætlað þýðir þetta vöxt í matvælaframleiðslu upp á um 5% á ári. Við matvælaframleiðendur megum ekki láta þennan vaxtarsprota renna okkur úr greipum. Við verðum að tryggja að útflutningur á mat hefjist hér í túngarðinum heima. Við verðum að fá okkar erlendu gesti til að neyta innlendrar framleiðslu í auknum mæli.Óþrjótandi vaxtarsprotar Ísland verður aldrei magnframleiðandi matvöru í alþjóðlegum samanburði. Tækifæri okkar felast í að finna réttar smugur. Við keppum ekki í verði en eigum að nýta okkur sérstöðu og hámarksgæði. Mikilvægt er að finna kaupendur af réttri stærð sem við getum boðið hámarksþjónustu. Mikil tækifæri felast í ímynd landsins og hreinleika. Því er mikilvægt að við göngum vel um auðlindir okkar til að geta sýnt fram á sérstöðu okkar sem framleiðendur í sátt við lífhagkerfið. Við eigum frábær fyrirtæki allt í kringum landið sem á hverjum degi framleiða framúrskarandi vöru hvort sem það er kjöt eða fiskur, mjólk eða bjór, brauð eða ís. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn eru grunnstoðirnar í samfélaginu og ofan á þær eigum við að byggja. Þar eigum við óþrjótandi vaxtarsprota og tækifæri sem við mættum líta betur til. Matur er 80-90% vatn. Við eigum nóg af vatni, við eigum nóg af landi og við eigum mikla orku. Ef rétt er haldið á málum gæti Ísland orðið þekkt vörumerki um allan heim sem matarkista norðursins. Við Íslendingar erum liðlega 320.000. Vaxtarmöguleikar greinarinnar liggja ekki í því að fá okkur til að borða meira. Möguleikarnir liggja í því að tengja saman matvælaiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn og í útflutningi íslenskra matvæla. Tækifærin eru þarna, það er okkar að vinna úr þeim.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar