Innlent

Niðurstaða eftir rúman hálfan mánuð

Ólafía B. Rafnsdóttir
Ólafía B. Rafnsdóttir
Kjaramál Félagsmenn VR og LÍV kjósa um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) frá því níu árdegis 10. júní til tólf á hádegi 22. júní næstkomandi. Kosningin er rafræn og liggur því niðurstaða fyrir skömmu eftir að kosningu lýkur.

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að boðað hafi verið til félagsfunda til að kynna samningana sem undirritaðir voru 29. maí síðastliðinn. Fyrsti fundurinn var á Egilsstöðum í gær. Þá verður fundur í Reykjavík, Vestmannaeyjum og í Neskaupstað á fimmtudag og á Reyðarfirði og aftur á Egilsstöðum 8. og 9. júní.

Ólafía segir megináherslu hafa verið lagða á að hækka lægstu laun og verja millitekjur. „Og við teljum mikilvægt að reyna að tryggja stöðugleika og frið á vinnumarkaði til lengri tíma til að hægt sé að styrkja stöðu launafólks og efla atvinnulíf.“ Þá séu skýr opnunarákvæði í samningnum ef forsendur hans bresta.

Fari svo að samningnum verði hafnað segir Ólafía samkomulag um að færa öll verkfallsplön aftur um fimm daga eftir að atkvæðagreiðslu lýkur. Náist ekki samningar á ný innan þess tíma gæti því brostið á með verkföllum á ný um næstu mánaðamót.

Auk VR og LÍV áttu aðild að samningunum Stéttarfélag Vesturlands og félög Flóabandalagsins, Efling, Hlíf og VSFK og undirbúa þau atkvæðagreiðslu á svipuðum tíma og VR.


Tengdar fréttir

Vöffluveisla hjá VR

Samingurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum.

Samningar smullu með skattalækkun

Öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í gær. Ríkisstjórnin liðkaði til með loforði um lægri skatta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×