Í líflínu banka vegna verkfalls dýralækna Sveinn Arnarsson skrifar 2. júní 2015 07:00 Gjaldþrot blasir við sláturhúsinu B. Jensen í Eyjafirði ef ekki næst að semja. Lítil sem engin innkoma er í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. Sláturhúsið B. Jensen í Hörgárbyggð í Eyjafirði er nú í líflínu hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Fyrirtækið er eina sláturhúsið á landinu sem er verktakahús í slátrun og hefur lítið sem ekkert verið slátrað nú síðustu sjö vikur í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. „Lausafé fyrirtækisins er uppurið og bankinn heldur í okkur lífinu eins og staðan er núna. Það er með þeirra góðvild að fyrirtækið er enn starfandi,“ segir Erik Jensen, framkvæmdastjóri B. Jensen. „Við höfum verið með 17 starfsmenn á launum allt verkfallið en höfum ekkert fengið inn í tekjur sem getur staðið undir þessum rekstri.“ Að mati Eriks er verið að stefna uppbyggingu sem hefur staðið yfir í fjölda áratuga í hættu vegna verkfalls dýralækna. Fyrirtækið geti ekki reitt sig á velvild bankastofnana lengi. Bankinn gæti stöðvað fyrirgreiðslu án fyrirvara og gjaldþrot yrði óumflýjanlegt. „Ég skil ekki að ríkið skuli ekki vera búið að semja við þetta fólk og á meðan er farið svona illa með fyrirtæki í greininni. Hjá okkur erum við að tala um tap sem samsvarar á fjórða tug milljóna og það mun taka langan tíma að reyna að vinna upp þennan halla sem kominn er á reksturinn,“ segir Erik.Jón Gíslason forstjóri MatvælastofnunarJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir verkfallið hafa mikil áhrif á þriðja aðila. „Þetta er mjög erfitt ástand þó að vísu sé verið að veita undanþágur í svína- og alifuglaslátrun. Verkfallið hefur staðið yfir það lengi að það skapar gríðarlega erfiðar aðstæður fyrir þriðja aðila. Við vonum að menn nái saman og að þetta fari að leysast sem allra fyrst,“ segir Jón. Á meðan þokast ekkert í samningaviðræðum. Síðasti fundur var haldinn á föstudaginn, 29. maí. Stóð sá fundur fram eftir degi en var að mestu leyti árangurslaus. Ekki hefur enn verið boðað til nýs fundar í deilu dýralækna. Sömu sögu má segja af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Fundur var haldinn síðastliðinn föstudag en skilaði engum árangri. Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningstilboði ríkisins. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í þeirri deilu heldur. Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sláturhúsið B. Jensen í Hörgárbyggð í Eyjafirði er nú í líflínu hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Fyrirtækið er eina sláturhúsið á landinu sem er verktakahús í slátrun og hefur lítið sem ekkert verið slátrað nú síðustu sjö vikur í verkfalli dýralækna hjá Matvælastofnun. „Lausafé fyrirtækisins er uppurið og bankinn heldur í okkur lífinu eins og staðan er núna. Það er með þeirra góðvild að fyrirtækið er enn starfandi,“ segir Erik Jensen, framkvæmdastjóri B. Jensen. „Við höfum verið með 17 starfsmenn á launum allt verkfallið en höfum ekkert fengið inn í tekjur sem getur staðið undir þessum rekstri.“ Að mati Eriks er verið að stefna uppbyggingu sem hefur staðið yfir í fjölda áratuga í hættu vegna verkfalls dýralækna. Fyrirtækið geti ekki reitt sig á velvild bankastofnana lengi. Bankinn gæti stöðvað fyrirgreiðslu án fyrirvara og gjaldþrot yrði óumflýjanlegt. „Ég skil ekki að ríkið skuli ekki vera búið að semja við þetta fólk og á meðan er farið svona illa með fyrirtæki í greininni. Hjá okkur erum við að tala um tap sem samsvarar á fjórða tug milljóna og það mun taka langan tíma að reyna að vinna upp þennan halla sem kominn er á reksturinn,“ segir Erik.Jón Gíslason forstjóri MatvælastofnunarJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir verkfallið hafa mikil áhrif á þriðja aðila. „Þetta er mjög erfitt ástand þó að vísu sé verið að veita undanþágur í svína- og alifuglaslátrun. Verkfallið hefur staðið yfir það lengi að það skapar gríðarlega erfiðar aðstæður fyrir þriðja aðila. Við vonum að menn nái saman og að þetta fari að leysast sem allra fyrst,“ segir Jón. Á meðan þokast ekkert í samningaviðræðum. Síðasti fundur var haldinn á föstudaginn, 29. maí. Stóð sá fundur fram eftir degi en var að mestu leyti árangurslaus. Ekki hefur enn verið boðað til nýs fundar í deilu dýralækna. Sömu sögu má segja af verkfalli hjúkrunarfræðinga. Fundur var haldinn síðastliðinn föstudag en skilaði engum árangri. Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningstilboði ríkisins. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í þeirri deilu heldur.
Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira