Óttast lög á verkfallið Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Aðstoðarmaður forstjóra segir að starfsemi spítalans hafi gengið vel um helgina, en ástandið geti ekki verið óbreytt til lengdar. fréttablaðið/ernir „Það er ekkert að gerast,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hver staðan sé í kjarasamningaviðræðunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sleit síðla dags á föstudaginn viðræðum sínum við samninganefnd ríkisins. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið tilboð um svipaðar krónutöluhækkanir og almenni markaðurinn fékk. „Það sem hefði gerst við þennan samning er að eftir fjögur ár hefðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðings farið úr 304 þúsund í 359 þúsund, á meðan lágmarkslaun á almenna markaðnum yrðu 300 þúsund. Hjúkrunarfræðingur myndi aldrei samþykkja slíkan samning,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að hjúkrunarfræðingar vilji að menntun og ábyrgð þeirra séu metin til launa og að störf hjúkrunarfræðings verði eftirsóknarverð. „Af því að það er svo mikill flótti í stéttinni. Verkfall í dag verður bara venjuleg mönnun í framtíðinni ef ekki verður gert eitthvað í launamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi háskólamanna er staðan í viðræðum þeirra við ríkið svipuð og í viðræðum hjúkrunarfræðinga. Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, segist hafa átt óformleg samskipti við deiluaðila um helgina. „En ég boða ekki til fundar nema að það sé tilefni til þess,“ segir hann. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist hræddur um að fljótlega verði farið að huga að því að setja lög á verkfallið, en það muni ekki leysa neitt vandamál. „Þú frestar kannski vandanum um einhvern tíma en hann er ennþá til staðar og ég hef heyrt það á félagsmönnum okkar að þeir munu ekki allir sætta sig við að það verði sett á okkur lög,“ segir Ólafur. Hann hafi heyrt af hjúkrunarfræðingum sem muni segja upp ef lög verði sett á verkfallið. En þar tali hver og einn hjúkrunarfræðingur fyrir sig sjálfur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að þrátt fyrir verkfallið hafi helgin gengið vel. En ástandið geti ekki gengið svona til lengdar. „Það gengur þokkalega að innskrifa, en mjög hægt að útskrifa. „En hann endar, þessi góði tími. Það er alveg öruggt mál,“ segir hún. Ástæðan fyrir því að innskriftir ganga betur en útskriftir er sú að það voru laus pláss á spítalanum sem hefur þó fækkað. Aftur á móti vantar aðila til að taka á móti fólkinu eftir útskrift. Heimahjúkrun tekur síður við sjúklingum vegna verkfallsins og hið sama gildir um ýmsar stofnanir. Verkfall 2016 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Það er ekkert að gerast,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hver staðan sé í kjarasamningaviðræðunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sleit síðla dags á föstudaginn viðræðum sínum við samninganefnd ríkisins. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið tilboð um svipaðar krónutöluhækkanir og almenni markaðurinn fékk. „Það sem hefði gerst við þennan samning er að eftir fjögur ár hefðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðings farið úr 304 þúsund í 359 þúsund, á meðan lágmarkslaun á almenna markaðnum yrðu 300 þúsund. Hjúkrunarfræðingur myndi aldrei samþykkja slíkan samning,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að hjúkrunarfræðingar vilji að menntun og ábyrgð þeirra séu metin til launa og að störf hjúkrunarfræðings verði eftirsóknarverð. „Af því að það er svo mikill flótti í stéttinni. Verkfall í dag verður bara venjuleg mönnun í framtíðinni ef ekki verður gert eitthvað í launamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi háskólamanna er staðan í viðræðum þeirra við ríkið svipuð og í viðræðum hjúkrunarfræðinga. Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, segist hafa átt óformleg samskipti við deiluaðila um helgina. „En ég boða ekki til fundar nema að það sé tilefni til þess,“ segir hann. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist hræddur um að fljótlega verði farið að huga að því að setja lög á verkfallið, en það muni ekki leysa neitt vandamál. „Þú frestar kannski vandanum um einhvern tíma en hann er ennþá til staðar og ég hef heyrt það á félagsmönnum okkar að þeir munu ekki allir sætta sig við að það verði sett á okkur lög,“ segir Ólafur. Hann hafi heyrt af hjúkrunarfræðingum sem muni segja upp ef lög verði sett á verkfallið. En þar tali hver og einn hjúkrunarfræðingur fyrir sig sjálfur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að þrátt fyrir verkfallið hafi helgin gengið vel. En ástandið geti ekki gengið svona til lengdar. „Það gengur þokkalega að innskrifa, en mjög hægt að útskrifa. „En hann endar, þessi góði tími. Það er alveg öruggt mál,“ segir hún. Ástæðan fyrir því að innskriftir ganga betur en útskriftir er sú að það voru laus pláss á spítalanum sem hefur þó fækkað. Aftur á móti vantar aðila til að taka á móti fólkinu eftir útskrift. Heimahjúkrun tekur síður við sjúklingum vegna verkfallsins og hið sama gildir um ýmsar stofnanir.
Verkfall 2016 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira