Norrænt erindi við Afríku Stefán Jón Hafstein skrifar 28. maí 2015 07:00 Í ár verða enn vatnaskil í þróunarsamvinnu á heimsvísu þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykkja nýja áætlun um þau mál, sem tekur við af Þúsaldarmarkmiðunum 2000-2015. Í tilefni af sameiginlegum norrænum hátíðisdegi í Úganda sameinuðust fulltrúar Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Íslands um að vekja sérstaklega athygli á mikilvægi jafnréttis kynjanna á þeirri vegferð sem hefst með kaflaskilum. Í grein sem fulltrúar ríkjanna skrifa í úgöndsk blöð segir að kynjajafnrétti sé forsenda fyrir því að grundvallarmannréttindi séu virt. Jafnrétti hafi einnig gríðarlegan félagslegan og efnahagslegan ávinning, atbeini kvenna í hagkerfinu skipti miklu máli og framlag þeirra til velferðar fjölskyldna og samfélags sé mikilvægt. Allir eigi að njóta sama réttar, án tillits til kynferðis, aldurs, uppruna, fötlunar, trúar, kynvitundar eða kynhneigðar. Norrænu ríkin fagna því að Úganda sé eitt af þeim ríkjum sem sett hafa jafnréttismál á oddinn í þróunaráætlun landsins til ársins 2040 og lofa að styðja við þá viðleitni. Landið hefur tekið ákveðin skref í átt til jafnréttis, hlutfall kvenna á þingi farið úr 18% í 35% á fimmtán árum og 25% ráðherra eru konur. Hins vegar er bent á þá staðreynd að fyrir hina almennu konu vanti mikið upp á. Konur taki síður mikilvægar efnahagslegar ákvarðanir en karlar og kyn- og frjósemisheilbrigði sé ábótavant. Lögleiðing úrbóta nægir ekki alltaf, þeim þarf að hrinda í framkvæmd, eins og sést af því að þótt giftingaraldur í landinu sé 18 ár samkvæmt lögum eru 40% stúlkna gefin undir lögaldri. Jafnrétti kynjanna er mál bæði kvenna og karla og verður ekki náð nema með þátttöku allra í samfélaginu eins og norræn reynsla af jafnréttisbaráttu bendir til. Norrænu ríkin fagna því hlutverki sem Úganda hefur tekið að sér í friðargæslu í álfunni en minna einnig á að í alþjóðlegu samhengi vantar mikið upp á að samþykkt SÞ 1325 um hlutverk kvenna við úrlausn deilumála og í friðarferli hafi náð fram að ganga. Fimmtán ár eru síðan þessi samþykkt var gerð og mikilvægt að endurmeta árangur af henni nú þegar verða kaflaskil í þróunarsamvinnu í heiminum með nýjum markmiðum og nýjum leiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í ár verða enn vatnaskil í þróunarsamvinnu á heimsvísu þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykkja nýja áætlun um þau mál, sem tekur við af Þúsaldarmarkmiðunum 2000-2015. Í tilefni af sameiginlegum norrænum hátíðisdegi í Úganda sameinuðust fulltrúar Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Íslands um að vekja sérstaklega athygli á mikilvægi jafnréttis kynjanna á þeirri vegferð sem hefst með kaflaskilum. Í grein sem fulltrúar ríkjanna skrifa í úgöndsk blöð segir að kynjajafnrétti sé forsenda fyrir því að grundvallarmannréttindi séu virt. Jafnrétti hafi einnig gríðarlegan félagslegan og efnahagslegan ávinning, atbeini kvenna í hagkerfinu skipti miklu máli og framlag þeirra til velferðar fjölskyldna og samfélags sé mikilvægt. Allir eigi að njóta sama réttar, án tillits til kynferðis, aldurs, uppruna, fötlunar, trúar, kynvitundar eða kynhneigðar. Norrænu ríkin fagna því að Úganda sé eitt af þeim ríkjum sem sett hafa jafnréttismál á oddinn í þróunaráætlun landsins til ársins 2040 og lofa að styðja við þá viðleitni. Landið hefur tekið ákveðin skref í átt til jafnréttis, hlutfall kvenna á þingi farið úr 18% í 35% á fimmtán árum og 25% ráðherra eru konur. Hins vegar er bent á þá staðreynd að fyrir hina almennu konu vanti mikið upp á. Konur taki síður mikilvægar efnahagslegar ákvarðanir en karlar og kyn- og frjósemisheilbrigði sé ábótavant. Lögleiðing úrbóta nægir ekki alltaf, þeim þarf að hrinda í framkvæmd, eins og sést af því að þótt giftingaraldur í landinu sé 18 ár samkvæmt lögum eru 40% stúlkna gefin undir lögaldri. Jafnrétti kynjanna er mál bæði kvenna og karla og verður ekki náð nema með þátttöku allra í samfélaginu eins og norræn reynsla af jafnréttisbaráttu bendir til. Norrænu ríkin fagna því hlutverki sem Úganda hefur tekið að sér í friðargæslu í álfunni en minna einnig á að í alþjóðlegu samhengi vantar mikið upp á að samþykkt SÞ 1325 um hlutverk kvenna við úrlausn deilumála og í friðarferli hafi náð fram að ganga. Fimmtán ár eru síðan þessi samþykkt var gerð og mikilvægt að endurmeta árangur af henni nú þegar verða kaflaskil í þróunarsamvinnu í heiminum með nýjum markmiðum og nýjum leiðum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun