Norrænt erindi við Afríku Stefán Jón Hafstein skrifar 28. maí 2015 07:00 Í ár verða enn vatnaskil í þróunarsamvinnu á heimsvísu þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykkja nýja áætlun um þau mál, sem tekur við af Þúsaldarmarkmiðunum 2000-2015. Í tilefni af sameiginlegum norrænum hátíðisdegi í Úganda sameinuðust fulltrúar Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Íslands um að vekja sérstaklega athygli á mikilvægi jafnréttis kynjanna á þeirri vegferð sem hefst með kaflaskilum. Í grein sem fulltrúar ríkjanna skrifa í úgöndsk blöð segir að kynjajafnrétti sé forsenda fyrir því að grundvallarmannréttindi séu virt. Jafnrétti hafi einnig gríðarlegan félagslegan og efnahagslegan ávinning, atbeini kvenna í hagkerfinu skipti miklu máli og framlag þeirra til velferðar fjölskyldna og samfélags sé mikilvægt. Allir eigi að njóta sama réttar, án tillits til kynferðis, aldurs, uppruna, fötlunar, trúar, kynvitundar eða kynhneigðar. Norrænu ríkin fagna því að Úganda sé eitt af þeim ríkjum sem sett hafa jafnréttismál á oddinn í þróunaráætlun landsins til ársins 2040 og lofa að styðja við þá viðleitni. Landið hefur tekið ákveðin skref í átt til jafnréttis, hlutfall kvenna á þingi farið úr 18% í 35% á fimmtán árum og 25% ráðherra eru konur. Hins vegar er bent á þá staðreynd að fyrir hina almennu konu vanti mikið upp á. Konur taki síður mikilvægar efnahagslegar ákvarðanir en karlar og kyn- og frjósemisheilbrigði sé ábótavant. Lögleiðing úrbóta nægir ekki alltaf, þeim þarf að hrinda í framkvæmd, eins og sést af því að þótt giftingaraldur í landinu sé 18 ár samkvæmt lögum eru 40% stúlkna gefin undir lögaldri. Jafnrétti kynjanna er mál bæði kvenna og karla og verður ekki náð nema með þátttöku allra í samfélaginu eins og norræn reynsla af jafnréttisbaráttu bendir til. Norrænu ríkin fagna því hlutverki sem Úganda hefur tekið að sér í friðargæslu í álfunni en minna einnig á að í alþjóðlegu samhengi vantar mikið upp á að samþykkt SÞ 1325 um hlutverk kvenna við úrlausn deilumála og í friðarferli hafi náð fram að ganga. Fimmtán ár eru síðan þessi samþykkt var gerð og mikilvægt að endurmeta árangur af henni nú þegar verða kaflaskil í þróunarsamvinnu í heiminum með nýjum markmiðum og nýjum leiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í ár verða enn vatnaskil í þróunarsamvinnu á heimsvísu þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykkja nýja áætlun um þau mál, sem tekur við af Þúsaldarmarkmiðunum 2000-2015. Í tilefni af sameiginlegum norrænum hátíðisdegi í Úganda sameinuðust fulltrúar Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Íslands um að vekja sérstaklega athygli á mikilvægi jafnréttis kynjanna á þeirri vegferð sem hefst með kaflaskilum. Í grein sem fulltrúar ríkjanna skrifa í úgöndsk blöð segir að kynjajafnrétti sé forsenda fyrir því að grundvallarmannréttindi séu virt. Jafnrétti hafi einnig gríðarlegan félagslegan og efnahagslegan ávinning, atbeini kvenna í hagkerfinu skipti miklu máli og framlag þeirra til velferðar fjölskyldna og samfélags sé mikilvægt. Allir eigi að njóta sama réttar, án tillits til kynferðis, aldurs, uppruna, fötlunar, trúar, kynvitundar eða kynhneigðar. Norrænu ríkin fagna því að Úganda sé eitt af þeim ríkjum sem sett hafa jafnréttismál á oddinn í þróunaráætlun landsins til ársins 2040 og lofa að styðja við þá viðleitni. Landið hefur tekið ákveðin skref í átt til jafnréttis, hlutfall kvenna á þingi farið úr 18% í 35% á fimmtán árum og 25% ráðherra eru konur. Hins vegar er bent á þá staðreynd að fyrir hina almennu konu vanti mikið upp á. Konur taki síður mikilvægar efnahagslegar ákvarðanir en karlar og kyn- og frjósemisheilbrigði sé ábótavant. Lögleiðing úrbóta nægir ekki alltaf, þeim þarf að hrinda í framkvæmd, eins og sést af því að þótt giftingaraldur í landinu sé 18 ár samkvæmt lögum eru 40% stúlkna gefin undir lögaldri. Jafnrétti kynjanna er mál bæði kvenna og karla og verður ekki náð nema með þátttöku allra í samfélaginu eins og norræn reynsla af jafnréttisbaráttu bendir til. Norrænu ríkin fagna því hlutverki sem Úganda hefur tekið að sér í friðargæslu í álfunni en minna einnig á að í alþjóðlegu samhengi vantar mikið upp á að samþykkt SÞ 1325 um hlutverk kvenna við úrlausn deilumála og í friðarferli hafi náð fram að ganga. Fimmtán ár eru síðan þessi samþykkt var gerð og mikilvægt að endurmeta árangur af henni nú þegar verða kaflaskil í þróunarsamvinnu í heiminum með nýjum markmiðum og nýjum leiðum.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar